Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar og Jón Viktor í fararbroddi

Hjörvar Steinn Grétarsson vann Zhansaya Abdumalik frá Kasakstan í fjórđu umferđ Reykjavíkurskákmótsins á fimmtudagskvöldiđ og var međ fullt hús vinninga ásamt fimm öđrum fyrir fimmtu umferđ sem fram fór í gćrkvöldi. Hann átti ađ tefla viđ Aserann Shakriyar Mamedyarov í toppslag umferđarinnar. Íslensku skákmennirnir hafa margir hverjir stađiđ sig prýđilega ţó enginn eins vel og Jón Viktor Gunnarsson sem hafđi hlotiđ 3 ˝ vinning úr fjórum skákum eftir sigur á Gawain Jones á fimmtudagskvöldiđ. Hann gerđi jafntefli viđ nćststigahćsta keppanda mótsins, Tékkann David Navara, sem mátti berjast fyrir jafntefli peđi undir í erfiđu hróksendatafli.

Međ 3 vinninga af fjórum voru međal annarra Hannes Hlífar Stefánsson, Einar Hjalti Jensson, Guđmundur Kjartansson, Henrik Danielsen, Einar Valdimarsson og Ţröstur Ţórhallsson. Athygli vekur einnig frammistađa hins unga Jóns Kristins Ţorgeirssonar sem er međ 2 ˝ vinnning eftir jafntefli viđ indverska stórmeistarann Sahaj Grover í 4. umferđ. Í ţeirri umferđ var heldur meira jafnrćđi međ keppendum en í ţeim fyrstu og margar stórskemmtilegar baráttuskákir sáu dagsins ljós. Mikla athygli vakti skák Héđins Steingrímssonar viđ Aserann Shakriyar Mamedyarov en Mamedyarov hafđi sigur eftir ađ hafa náđ ađ snúa á Héđin í miđtaflinu.

Jón Viktor Gunnarsson dróst á móti Svíanum Nils Grandelius í umferđ gćrdagsins. Ţađ vita flestir ađ hann á heilmikiđ inni og gćti hćglega nćlt sér í áfanga ađ stórmeistatatitli ef svo heldur fram sem horfir. Hann fann glćsilega vinningsleiđ gegn Gawain Jones ţegar margir töldu ađ hann ţyrfti ađ taka jafntefli međ ţráskák.

Gawain Jones – Jón Viktor Gunnarsson

Enskur leikur

1. c4 c5 2. Rf3 g6 3. g3 Rc6 4. Rc3 Bg7 5. Bg2 d6 6. O-O Bf5 7. d3 Dd7

Ţetta dálítiđ frumstćđa kerfi sem byggist á framrás h-peđsins hefur Jón Viktor margoft reynt í hrađskák. Hvers vegna ekki ađ prófa ţađ líka í kappskák?

8. He1 Bh3 9. Bh1 h5 10. Rg5 h4 11. Rd5 hxg3 12. hxg3 Rf6 13. Rf4 Bg4 14. f3 e5!

Byrjunartaktík Jóns hefur gengiđ fullkomlega upp, hann hefur náđ ađ opna h-línuna og getur hrókerađ langt.

15. Rd5 Be6 16. e4 Rh5 17. Kf2 Bxd5 18. exd5 Rd4 19. g4 Rf6 20. Bg2 O-O-O 21. Be3 Rh7 22. Rxh7 Hxh7 23. Dd2 f5 24. Hh1 Hdh8 25. Bxd4 cxd4 26. Hxh7 Hxh7 27. Hh1 Hxh1 28. Bxh1 Dd8!

Mislitir biskupar eru engin trygging fyrir jafntefli ţví biskup svarts er miklu virkari en sá hvíti.

29. Kg3 Bf6 30. Dh6!

Góđur varnarleikur, annars kemst biskupinn til g5.

30. ... Da5!?

Lítur glćfralega út en Jón Viktor hafđi komiđ auga á hinn snjalla 32. leik.

31. gxf5 De1+ 32. Kh2 e4! 

GPETQ6HILeikur peđinu ofan í ţrćlvaldađa reitinn! Ţessu ţema beitti Kasparov betur en ađrir.

33. Df8+ Bd8! 34. fxg6 Dh4+ 35. Kg2 Dg5+ 36. Kf1 Dc1+ 37. Kg2 Dg5+ 38. Kf1 exd3 39. Dxd6 Dc1+ 40. Kg2 Dg5+ 41. Kf1

 

 

 

 

GPETQ6HEŢađ lá ekki alveg ljóst fyrir hvernig svartur ćtlađi ađ tefla ţessa stöđu til vinnings. Ţannig gengur ekki 41. ... d2 vegna 42. De6+ Kb8 43. Ke2! o.s.frv. En Jón fann lausnina.

41. ... Dc1+ 42. Kg2 Dd2+ 43. Kh3


Eđa 43.Kg1 De3+ og 44. ... d2.

43. ... Dh6+ 44. Kg2 d2! 45. Dc5+ Kb8 46. Dxd4 Dxg6+ 47. Kh3 Dh7+ 48. Kg2 Dc2! 49. Df4+ Ka8

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. mars 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8765267

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband