Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Dagur varđ Norđurlandameistari í Klakksvík

Vinningshafar NM 2015Dagur Ragnarsson sigrađi međ glćsibrag í elsta aldursflokki Norđurlandamóts einstaklinga ţar sem keppendur voru fćddir á árunum 1995-1997, og fram fór í Klakksvík í Fćreyjum um síđustu helgi. Dagur haut 5 vinninga af sex mögulegum, tefldi betur em nokkru sinni fyrr og sýndi mikla keppnishörku. Dagskráin var ţétt sex, kappskákir á ţrem dögum og ţar viđ bćttist ferđalagiđ til Klakksvíkur og raunar ein kappskák frá kvöldinu fyrir ferđina til Fćreyja. Međ ţessu móti, Skákţingi Reykjavíkur og Gestamóti Hugins og Skákdeildar Breiđabliks liggur fyrir ađ Dagur mun hćkka meira á milli stigalista en dćmi er um af íslenskum skákmanni frá ţví ađ FIDE tók ađ birta stigin mánađarlega. Hann verđur međ í kringum 2.315 elo-stig á listanum sem birtist í byrjun mars. Dagur var eini gullverđlaunahafi okkar í fimm aldurslokkum en til silfurverđlauna unnu Jón Kristinn Ţorgeirsson í aldursflokki ţeirra sem fćddir voru 1998 og 1999 og Óskar Víkingur Davíđsson vann til silfurverđlauna í aldursflokki E, yngsta aldursflokknum ţar sem kependur eru fćddir 2003 og 2004. Íslendingar hafa unniđ keppni Norđurlandaţjóđanna tvö síđustu árin ţar sem vinningar allra ţátttakenda hverrar ţjóđar eru lagđir saman. Ekki tókst okkur ađ verja titilinn ađ ţessu sinni, Danir hlutu 36˝ vinning en stefnt verđur ađ íslenskum sigri á nćsta ári ţegar keppnin fer fram í Svíţjóđ.

Eldri keppendurnir stóđu sig vel en misjafnt var gengi ţeirra yngri. Sumir ţeirra hafa veriđ ansi drjúgir á ţessum vettvangi tvö síđustu árin. Teflt var í fimm aldursflokkum, tveir keppendur frá hverju landi.

Dagur Ragnarsson vann ţrjár fyrstu skákir sínar og svo kom erfitt jafntefli viđ Svíann Joar Olund, annađ jafntefli í 5. umferđ og loks sigur í síđustu umferđ gegn Mikhael Jóhanni Karlssyni. Sigur hans yfir Norđmanninum Lobersli í 3. umferđ er gott dćmi um kraftmikinn stíl hans:

Henrik Oie Lobersli – Dagur Ragnarsson

Hollensk vörn

1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rf3 g6 4. g3 Bg7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 d6 7. Rc3 De8

Dagur hafđi rekist á bók um hollenska vörn heima hjá afa sínum, Hermanni Ragnarssyni en valiđ ađ leika 7.... Rc6 á Skákţingi Reykjavíkur á dögunum. 7..... De8 er margslungnari leikur runninn undan rifjum Úkraínumannsins Malanjúk.

8. d5 Ra6 9. Rd4 Bd7 10. b3 c5! 11. dxc6 bxc6 12. Bb2 Rc5 13. Dc2 e5 14. Rf3 e4

Ţađ verđur ekki annađ sagt en ađ byrjunin hafi gengiđ vel upp. Frumkvćđi er greinilega í höndum svarts.

15. Re1 g5 16. Dd2 Dh5!?

Ţađ kom sterklega til greina ađ treysta varnir d6-peđsins en peđsfórnin býđur upp á ýmsa möguleika.

17. Dxd6 Rb7 18. Dd2 Hfe8

Framrás e-peđsins í loftinu og hvítur reynir ađ sporna viđ henni. Ţađ eru mistök.

19. e3?

Eftir 19. Had1! ţarf hvítur ekki ađ óttast 19.... e3. Eftir 20. fxe3 Rg4 kemur einfaldlega 21. h3! og hvíta stađan er mun betri.

19.... Had8 20. De2 Dg6!

Nú er allt tilbúiđ fyrir framrás f-peđsins.

21. Ra4 f4 22. exf4 gxf4 23. gxf4 Bg4 24. De3 Rd6!

Riddarinn sem vék sér til hliđar um stundarsakir er kominn aftur og er á leiđinni til f5.

25. Dc5 Rf5 26. f3 exf3 27. Rxf3 Re4 28. Da5

Drottningin rekst úr einum stađ í annan og svartur á nú einfalda vinningsleiđ.

GAKTMQB728.... Bxf3! 29. Hxf3 Hd2!

– og hvítur gafst upp.



Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. febrúar

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 8765152

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband