Leita í fréttum mbl.is

Heimsmeistarinn heimsćkir Reykjavíkurskákmótiđ!

Magnus Carlsen í Saint Louis

Heimsmeistarinn í skák, hinn norski Magnus Carlsen, verđur heiđursgestur Reykjavíkurskákmótsins í ár. Hann dvelur á landinu 13.-16. mars í bođi mótshaldara. Nákvćm dagskrá heimsmeistarans á međan dvölinni stendur hefur ekki veriđ gefin upp en ţó er líklegt ađ hann heimsćki leiđi Fischers og láti sjá sig á mótsstađ Reykjavíkurmótsins í Hörpu, áritađi bćkur og gćfi áhugasömum tćkifćri á myndatökum.

Henrik Carlsen

Magnus mun án efa fylgjast sérstaklega međ skákum föđur síns Henriks Carlsens, og helsta ađstođarmanns síns, Jons Ludgvis Hammers, en ţeir eru báđir međal keppenda á mótinu.

Magnus á góđar minningar frá Íslandi. Hann sló fyrst í gegn á heimsvísu ţegar hann tefldi á Reykjavik Rapid mótinu áriđ 2004, ţá ađeins 14 ára, og gerđi eftirminnilegt jafntefli viđ Garry Kasparov.  Magnus tók tvívegis ţátt í Reykjavíkurskákmótinu, árin 2004 og 2006 en náđi í hvorugt skiptiđ ađ vinna mótiđ ţó litlu hafi munađ. Magnus bar hinsvegar sigur úr býtum á Glitni Blitz 2006 sem er eitt sterkasta hrađskákmót sem fariđ hefur fram á Íslandi.

Skáksamband Íslands býđur heimsmeistarann og stigahćsta skákmann allra tíma hjartanlega velkominn til landsins og fagnar ţví sérstaklega ađ sterkustu skákmenn heims skuli koma hingađ ár eftir ár til ađ heimsćkja Reykjavíkurskákmótiđ en skemmst er ađ minnast ţess ađ Garry Kasparov var heiđursgestur ţess í fyrra.

Nánar verđur greint frá komu heimsmeistarans á nćstu dögum.

Magnus sjálfur greinir frá komu sinni á Reykjavíkurskákmótiđ á bloggsíđu sinni en ţar segir hann međal annars:

I’ll also visit Iceland during Reykjavik Open, without playing myself, to finally see some of the attractions I missed out on in 2004 and 2006, and to see how some of my friends and my father are doing first hand.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 274
  • Frá upphafi: 8764883

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 148
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband