Leita í fréttum mbl.is

GAMMA helsti stuđningsađili Reykjavíkurskákmótsins 2015-18

20150126-_14A8409
Nú ţegar hafa 25 stórmeistarar í skák skráđ sig á Reykjavikurskákmótiđ og á enn eftir ađ fjölga í ţeim hópi ađ mati Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Reykjavíkurskákmótiđ 2015 fer fram 10. til 18. mars í Hörpu og er 29. mótiđ í ríflega fimmtíu ára sögu ţess.

GAMMA verđur ađalstyrktarađili Reykjavíkurskákmótsins og undirrituđu Gunnar Björnsson og Agnar Tómas Möller, fyrir hönd GAMMA, samstarfssamning til fjögurra ára í dag. Viđ sama tilefni var nýtt merki mótsins afhjúpađ á sjálfum skákdeginum, sem haldinn er hátíđlegur á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák.

merki_skakmotsins 

Gunnar Björnsson segist fagna tímamótasamstarfi viđ GAMMA um alţjóđlegu Reykjavíkurskákmótin 2015 til 2018: „Sá öflugi stuđningur tryggir mótinu áframhaldandi umgjörđ viđ hćfi. Áherslur Gamma á fagmennsku og árangur falla vel ađ framtíđarsýn Skáksambandsins, sem vćntir góđs af samstarfinu viđ GAMMA, ekki síst varđandi mótiđ í ár og 80 ára afmćlismót Friđriks Ólafssonar,“ segir Gunnar.

20150126-_14A8514

Friđrik Ólafsson sem er áttrćđur í dag var viđstaddur undirskriftina. Friđrik varđ Íslandsmeistari í skák 17 ára gamall áriđ 1952 og nćstu árin var hann á međal bestu skákmanna heims. Ţá var Friđrik forseti FIDE frá 1978 til 1982 og skrifstofustjóri Alţingis um árabil. Er Reykjavíkurskákmótiđ haldiđ honum til heiđurs í ár.

Metţátttaka var slegin í fyrra ţegar 255 skákmenn frá 35 löndum tóku ţátt á Reykjavíkurskákmótinu. Mótiđ nýtur mikillar virđingar og var í fyrra valiđ nćst besta opna skákmót heims af samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruđ opin mót eru haldin um allan heim á hverju ári.

Međal keppenda í ár er aserski ofurstórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov, einn sterkasti skákmađur heims, og lykilmađur í landsliđi Aserbaídsjan sem er núverandi Evrópumeistari landsliđa. Indverska skákdrottningin, Tanya Sadchev, tekur einnig ţátt en hún er af mörgum álitin ţjóđhetja  á Indlandi. 

  • Mynd 1: Gunnar Björnsson og Agnar Tómas Möller skrifa undir samstarfssamning til fjögurra ára. Viđstaddur undirritunina var Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sem er áttrćđur í dag.
  • Mynd2: Agnar Tómas Möller, stjórnandi hjá GAMMA, skorađi á Friđrik Ólafsson í hrađskák eftir ađ skrifađ var undir samninginn. Eftir snarpa viđureign var ţráteflt. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 229
  • Frá upphafi: 8764918

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband