Leita í fréttum mbl.is

Friđrik Ólafsson gerđur ađ heiđursborgara

Friđrik Ólafsson
Friđrik Ólafsson, stórmeistari í skák, verđur gerđur ađ heiđursborgara Reykjavíkur viđ hátíđlega athöfn í Höfđa, miđvikudaginn 28. janúar. Borgarráđ samţykkti tillögu borgarstjóra ţar ađ lútandi á fundi sínum sl. fimmtudag.

Friđrik Ólafsson er sjötti einstaklingurinn sem gerđur er ađ heiđursborgara Reykjavíkurborgar. Ţeir sem hlotiđ hafa ţessa nafnbót áđur eru; séra Bjarni Jónsson áriđ 1961, Kristján Sveinsson augnlćknir áriđ 1975, Vigdís Finnbogadóttir áriđ 2010, Erró áriđ 2012 og Yoko Ono áriđ 2013.

Međ ţví ađ sćma Friđrik Ólafsson heiđursborgaratitli vill Reykjavikurborg
ţakka Friđriki fyrir árangur hans og afrek á sviđi skáklistarinnar. Friđrik fagnar 80 ára afmćli sínu í dag, 26. janúar, og er vel viđ hćfi ađ heiđra hann fyrir dýrmćtt framlag hans til íslenskrar menningar á ţeim tímamótum.

Áhugi á skák er óvíđa meiri en á Íslandi. Ţessi áhugi stendur á gömlum merg en líklega hefur enginn Íslendingur haft jafn mikil áhrif á skákíţróttina hérlendis og Friđrik Ólafsson.

Friđrik er fćddur áriđ 1935 og varđ Íslandsmeistari í skák ađeins 17 ára gamall. Hann varđ Norđurlandameistari áriđ eftir og stórmeistari í skák áriđ 1958, fyrstur íslenskra skákmanna. Međ ţví hóf hann sig upp í hóp sterkustu skákmanna heims og varđ um leiđ víđkunnur jafnt innan skákheimsins sem utan. Afrek hans viđ skákborđiđ mörkuđu jafnframt ótvírćđ tímamót í íslenskri skáksögu.

Athygli manna á Friđriki vaknađi fljótlega eftir ađ hann fór ađ taka ţátt í skákmótum sem ungur drengur, bćđi vegna ţess hve góđum árangri hann náđi og ekki síst vegna ţess hvernig hann fór ađ ţví ađ ná ţessum árangri. Ţegar í upphafi sýndi hann óvenjulega dirfsku og hugkvćmni og í skákum hans brá fyrir meiri tilţrifum en menn áttu ađ venjast.

Árangur Friđriks hafđi einnig mikil áhrif á ţađ í hvađa farveg ţróun skákmála féll. Jarđvegur skáklistarinnar var plćgđur ţannig ađ hér hefur sprottiđ upp og dafnađ slík sveit stórmeistara ađ hver einasta stórţjóđ mćtti telja sig fullsćmda af slíkri fylkingu.

Friđrik lauk lögfrćđiprófi frá Háskóla Íslands og starfađi hjá dómsmálaráđuneytinu áđur en hann varđ atvinnumađur í skákíţróttinni áriđ 1974. Friđrik var forseti alţjóđaskáksambandsins FIDE á árunum 1978-1982 og ađ ţví loknu starfađi hann sem skrifstofustjóri Alţingis. Á sínum skákferli vann Friđrik allmörg alţjóđleg skákmót, varđ skákmeistari Norđurlanda og sex varđ hann Íslandsmeistari.

Ţađ er Reykjavíkurborg mikill heiđur ađ tilnefna Friđrik Ólafsson sem heiđursborgara Reykjavíkur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 68
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 234
  • Frá upphafi: 8764677

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 143
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband