Leita í fréttum mbl.is

Baráttu jafntefli og stórsigur

Íslenska liđiđ í opnum flokki gerđi jafntefli viđ Katar eftir vćgast sagt sveiflukennda og furđulega viđureign. Mjög snemma varđ Hjörvar Steinn ađ sćtta sig viđ skiptan hlut međ hvítu mönnunum en hann mundi ekki rétta afbrigđiđ í Kóngsindverskri vörn og of áhćttusamt var ađ tefla stöđuna áfram og ţví ţráleikiđ.

Helgi var fljótlega kominn peđi yfir en Hannes fórnađi manni fyrir ađ ţví er virtist vafasamar bćtur á međan Ţröstur sat í stöđu sem var í jafnvćgi. Nćstu sviptingar urđu ţćr ađ hvorugur ţeirra sem hafđi betri stöđur í ţessum tveimur skákum tókst ađ innbyrđa vinning og ţví ţrjú jafntefli niđurstađan og aftur kom í hlut Ţrastar ađ skera úr um viđureignina.

Spennan í kringum tímahrakiđ var mikil og var Ţröstur međ fína stöđu en hans virtist bíđa erfiđ vörn ţó eftir síđustu leiki fyrir tímamörk. Ţröstur hinsvegar nýtti sína sénsa og á endanum var ţráleikur niđurstađan og ţví jafntefli í öllum skákum og viđureignin endađi 2-2.

Stelpurnar öttu kappi viđ IPCA sem eru Skáksamtök blindra og sjónskertra. Fyrirfram mátti búast viđ jafnri og spennandi viđureign ţar sem ekki munađi miklu á styrkleika. Ţađ var helst á ţriđja borđi sem viđ höfđum yfirburđi á pappírnum.

Einhvern veginn var eins og öll sveit IPCA vćri slegin skákblindu ţví viđureignin var mjög stutt á veg komin ţegar skákreiknar sýndu nánast unnar stöđur á ţrem borđum fyrir Ísland. Unnust ţćr viđureignir nokkuđ auđveldlega ţrátt fyrir ađ einhverjar skákir hefđi veriđ hćgt ađ klára fyrr ;-)

Tinna tefldi svo einnig traust og var heldur aldrei í miklum vandrćđum og ţví frábćr 4-0 sigur í höfn sem gćti hjálpađ upp á "tiebreak" ţegar lokaniđurstađa liggur fyrir ef einhver liđ verđa jöfn.

Rússar virđast ćtla ađ sigla sigrinum örugglega í höfn í kvennaflokki en í Opna flokknum er spennan hreint svakaleg ţar sem Frakkar hafa nú náđ Kínverjum og nokkrar sveitir ađeins stigi á eftir! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband