Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Simen Agdestein snýr aftur

P1010779Í vikunni var tilkynnt ađ heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand fćri fram í Sotsjí viđ Svartahaf og hćfist sögufrćgan dag í sögu Rússlands, 7. nóvember nćstkomandi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, var viđ hliđ Kirsan Iljumsjinov, forseta FIDE, ţegar tilkynnt var um vettvang einvígisins og tók ţannig af öll tvímćli um beinan stuđning Rússlandsstjórnar viđ Kirsan í kosningunum til forseta FIDE í ágúst nćstkomandi, en andstćđingur hans ţar er Garrí Kasparov.

Noregur er eitt helsta vígi Kasparovs í ţeirri baráttu og ţegar tilkynningin barst var Norska stórmótiđ, sem fram fer í Stavanger og Sandnes, rúmlega hálfnađ. Mótiđ er kostađ af norsku veđmálafyrirtćki en ţar sem norsk löggjöf er slíkum fyrirtćkjum andsnúin má ekki nota nafn ţess viđ kynningu. Fyrir síđustu umferđ var stađan ţessi: 1. Karjakin 5 v. 2.-3. Carlsen, Caruana 4˝ v. 4.-6. Topalov, Grisjúk og Kramnik 4 v. 7.-10. Agdestein, Svidler, Aronjan og Giri 3˝ v.

Frammistađa fyrsta stórmeistara Norđmanna, Simen Agdestein, sem er 47 ára gamall, hefur vakiđ athygli. Hann gerđi jafntefli í sjö fyrstu skákum sínum en teygđi sig of langt og tapađi fyrir Topalov međ hvítu í áttundu umferđ. Hann átti ađ mćta Magnúsi Carlsen í lokaumferđinni. Simen hefur átt góđa vinningsmöguleika í skákum sem hafa teflst upp úr franskri vörn. Samanburđur viđ ađra ţátttakendur hvađ Elo-stig varđar er honum ekki hagstćđur og er ástćđan helst sú ađ hann hefur lítiđ teflt undanfariđ. Í umrćđunni um frammistöđu hans virtust margir gleyma ţví ađ Simen, sem auk skákafreka er fyrrverandi landsliđsmađur í knattspyrnu, er fćddur sigurvegari! Sú kynslóđ sem ber uppi ţetta mót er stórlega ofmetin ţó ađ hún skreyti sig međ hćstu skákstigum sem um getur í skáksögunni. Vil ég leyfa mér ađ fullyrđa ađ enginn ţessara meistara komist međ tćrnar ţar sem Kasparov hafđi hćlana - ađ Magnúsi Carlsen ţó undanskildum. Ef Anand, sem er af allt annarri kynslóđ, er tekinn sem dćmi er hćgt ađ rifja upp ţá tíđ ţegar ţađ ţýddi varla fyrir Anand ađ stilla upp á móti Kasparov og ţađ var á tíma ţegar skákstyrkur Indverjans var mestur. Hćg en örugg afturför síđustu ára kom ţó ekki í veg fyrir öruggan sigur hans í áskorendamótinu í Khanty-Mansiysk á dögunum.

Ađ Karjakin sé efstur fyrir lokaumferđina er međ ólíkindum. Hann hafđi heppnina međ sér í 8. umferđ ţegar hann vann Hollendinginn Giri eftir 131 leik. Skákin ţróađist snemma í einhvers konar umsátursástand ţar sem Karjakin gat vart hreyft legg né liđ. Eftir 75 leik varđ hann ađ láta skiptamun af hendi. Áfram hélt umsátriđ en í 115 leik. fannst Giri nóg komiđ nóg og reyndi ađ brjótast í gegn. Í 120. leik missti hann af vinningsleik. Jafntefli međ ţráskák blasti loks viđ eftir 130 leiki en ţá gerđist ţetta:

Giri - Karjakin

Hér gat Giri leikiđ 131. Ka2 og eftir 131. ... Dg2+ er ekkert meira en jafntefli ađ hafa. Ţannig dugar ekki ađ leika 131. ... d3 vegna 132. De8! og hvítur vinnur. En í stađ ţess ađ fćra kónginn til a2 valdi Giri einn lélegasta leik mótsins:

g6nsi0l3.jpg131. Hc4??

og nú kom ...

131. .... Bc3!

og ţađ er alveg sama hvađ hvítur reynir í ţessari stöđu. Ţađ er engin vörn viđ hótununum 132. ... Dh1+ eđa 132. ... De4+ og mát verđur ekki umflúiđ. Giri gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 14. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 8765226

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband