Leita í fréttum mbl.is

Henrik og Guđmundur efstir á Íslandsmótinu í skák

P1010633Ţađ eru sannarlega óvćntir hlutir ađ gerast á Íslandsmótinu í skák. Nýir forystumenn taka viđ í hverri umferđ! Nú eru ţađ Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson sem hafa náđ forystunni en hvorugur ţeirra hefur leitt mótiđ hingađ til. Henrik vann Hjörvar Stein Grétarsson og Guđmundur lagđi Helga Áss Grétarsson ađ velli. Hannes Hlífar Stefánsson, tólffaldur Íslandsmeistari, sem leiddi mótiđ fyrir umferđina, er ţriđji eftir tap Héđni Steingrímssyni.

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ spennan á mótinu er gríđarleg P1010624fyrir síđustu fjórar umferđirnar.

Landsliđsflokkur:

Hart var barist í dag og engin jafntefli urđu í kvöld! Henrik hefur nú unniđ ţrjár skákir í röđ. Guđmundur hefur stađiđ sig gríđarlega vel en ţess má geta ađ hann er einn fjögurra af tíu keppendum sem ekki er stórmeistari. Bragi Ţorfinnsson er fjórđi međ 3 vinninga eftir sigur á Guđmundi Gíslasyni. Hjörvar og Héđinn eru í 5-6. sćti međ 2˝ vinning og ţurfa báđir góđan endasprett til ađ blanda sér í P1010628toppbaráttuna. Ţröstur Ţórhallsson vann svo Einar Hjalta Jensson og er sjöundi međ 2 vinninga.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Fimmta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 13. Ţá mćtast međal annars Henrik og Héđinn, Guđmundur Kjartansson og Einar Hjalti og Hannes og Ţröstur. 

Áskorendaflokkur:

P1010640Magnús Teitsson og Lenka Ptácníková eru efst međ 4˝ vinning. Magnús sat yfir í dag, en hver keppandi má taka sér eina yfirsetu í umferđum 1-6 og ţiggja fyrir hana hálfan vinning. Lenka vann Sćvar Bjarnason. Sigurđur Dađi Sigfússon, sem hafđi betur gegn Davíđ Kjartanssyni, Gylfi Ţórhallsson, sem lagđi Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur ađ velli, og Dagur Ragnarsson, sem sigrađi ungstirniđ, Vigni Vatnar Stefánsson, eru í 3.-5. sćti međ 4 vinninga.

Mótstöflu má nálgast á Chess-Results.

Í sjöttu umferđ mćtast međal annars: Lenka-Magnús, Dagur-Gylfi og Oliver Aron Jóhannesson-Sigurđur Dađi.

Mikiđ er í húfi í áskorendaflokki en tvö efstu sćtin gefa sćti í landsliđsflokki ađ ári.

Íslandsmót kvenna.

P1010642Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokki. Ţar er Lenka efst međ  4˝ vinning. Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir eru í 2.-3. sćti međ 3˝ vinning


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband