Leita í fréttum mbl.is

Fimmta umferð Íslandsmótsins fer fram í dag - Stigahæstu menn mætast

P1010597

Fimmta umferð Íslandsmótsins fer fram í dag og hefst kl. 16 í Stúkunni. Afar spennandi umferð er framundan en í dag mætast tveir stigahæstu keppendur mótsins Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson. Einnig mætast keppendur nr. 3 og 4 í stigaröðinni Henrik Danielsen og Hjörvar Steinn Grétarsson sem báðir eru meðal efstu manna.

Umferðin í kvöld gæti því ráðið gríðarlega miklu um úrslit mótsins.

Hannes er efstur með 3½ vinning, Henrik og Guðmundur Kjartansson koma næstir með 3 vinninga og Hjörvar er fjórði með 2½ vinning. Bragi Þorfinnsson er fimmti með 2 vinninga en Héðinn og Helgi Áss hafa 1½ vinning og þurfa því á sigri á halda ætli þeir að blanda sér í toppbaráttuna.

Umferð dagsins:

  • Héðinn (1½) - Hannes (3½)
  • Hjörvar (2½) - Henrik (3)
  • Helgi Áss (1½) - Guðmundur K. (3)
  • Bragi (2) - Guðmundur G. (1)
  • Þröstur (1) - Einar Hjalti (1)
Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Áskorendaflokkur

Magnús Teitsson er einn efstur með 4 vinninga. Sævar Bjarnason, Davíð Kjartansson og Lenka Ptácníková eru í 2.-4. sæti með 3½ vinning.

Magnús tekur yfirsetu í dag og fær fyrir hana hálfan vinning. Sævar og Lenka mætast og Davíð teflir við Sigurð Daða Sigfússon.

Mótstafla á Chess-Results.

Íslandsmót kvenna

Íslandsmót kvenna er hluti af áskorendaflokknum. Þar er Lenka efst með 3½ vinning en Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir eru í 2.-3. sæti með 3 vinninga.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 8765197

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband