Leita í fréttum mbl.is

EM landsliđa hafiđ - pistill nr. 1

 

P1000036

EM landsliđa er rétt hafiđ hér í Varsjá í Póllandi. Skáksamband Íslands sendir ađ ţessu sinni liđ til keppni bćđi í opnum flokki og í kvennaflokki. Ţetta er í áttunda skipti sem skipti sem viđ tökum ţátt í opnum flokki en ađeins í ţriđja skipti sem viđ sendum liđ í kvennaflokki. Ţess má geta ađ EM landsliđa verđur haldiđ í Laugardalshöllinni í nóvember 2015 sem verđur stćrsta verkefni sem íslensk skákhreyfing hefur tekist á síđan einvígi aldarinnar var haldiđ hér 1972.

 

Bein útsending frá mótinu

Í gćr lagđi hópurinn af stađ frá BSÍ um kl. 9:30 í bođi Kynnisferđa. Í hópnum voru 14 manns, ţađ er liđsmennirnir tíu, liđsstjórarnir, tveir skákstjórar og svo yđar einlćgur.  Héđinn var kominn áđur frá Texas ţar sem hann stundar nám.

 

Skákstjórinn og stórmeistarinn

 

Ég og skákstjórarnir (Róbert og Omar) ćtlum međal annars spá í hvernig best sé ađ haga framkvćmdinni hérlendis áriđ 2015. Hvađ megi lćra af Pólverjum og hvađ megi gera betur.

Flogiđ var međ Norwegian Air til Osló og ţađan áfram til Varsjár og voru komin á hóteliđ sem jafnframt er keppnisstađur um kl. 22. Ţar virkar Internet um borđ sem var mikill lúxus.

Gripiđ var í spil í Osló og vorum viđ Davíđ ekki lengi ađ komast ađ ţví ađ viđ vćrum afburđaspilamenn.

 

Spilafélagar

 

Fínar ađstćđur á skákstađ en eins og venjulega er ólag á internetinu. Ţađ er venja fremur en hitt ađ internet sé í ólagi viđ upphaf stórmóta en svo lagast ţađ yfirleitt eftir 1-2 daga.  Menn klikka sí og á ţví ađ skákmenn eru algjörir internet-nördar! Sjálfur hef ég juđast áfram á 3G-tengingu sem hefur virkar fínt. Nú reyndar ţegar umferđin er byrjuđ virkar netiđ fínt en ţađ gćti breyst aftur ţegar skákirnar fara ađ klárast!

 

Hannes, Hjörvar og Guđmundur

 

Hóteliđ er í miđborg Varsjár og stutt í nćstu H & M - verslun sem vekur kátínu hjá hluta hópsins. Lesundum lćt ég eftir ađ giska á hvađa hluta.

Liđ Íslands í opnum flokki er:

  1. SM Héđinn Steingrímsson (2543)
  2. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2539)
  3. SM Hjörvar Steinn Grétarsson (2511)
  4. SM Henrik Danielsen (2502)
  5. AM Guđmundur Kjartansson (2455)

Henrik hvílir í fyrstu umferđ. Guđmundur teflir sína fyrstu skák fyrir Íslands hönd og Héđinn teflir í fyrsta skipti í landskeppni sem fyrsta borđs mađur. Héđinn hefur reyndar áđur teflt á fyrsta borđi en bara ţá einstakar skákir ţegar Hannes hefur hvílt.

Liđsstjóri er Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák og skólastjóri Skákskóla Íslands.

EM landsliđa er afar sterkt mót og hlutfallslega mun sterkara mót en Ólympíuskákmótiđ ţví hér taka ţátt mun fćrri veikari ţjóđir. Íslenska liđinu er rađađ í 28. sćti af 38 sćtum á styrkleikalista keppendaţjóđanna međ međalstigin 2524 skákstig.

 

Arionian og Movsesian
Flestir sterkustu skákmenn Evrópu taka ţátt en ţó vantar einstaka sterka skákmenn eins og Magnus Carlsen, sem er ađ tefla heimsmeistaraeinvígi viđ Anand, sem hefst á laugardaginn, og Vladimir Kramnik sem teflir ekki međ Rússum ađ ţessum sinni.

 

Ţrátt fyrir fjarveru Kramniks eru Rússarnir sterkastir á pappírnum (međalstig 2747) en í nćstum sćtum eru Ólympíumeistarar Armena (2715), Frakkar (2695), Úkraínumenn (2694) og Aserar (2693).

Rússarnir hafa ekki unniđ á mótinu síđan 2007 og hefur reyndar gengiđ bölvanlega í landsliđskeppnum síđustu ár ţrátt fyrir ađ vera iđulega stigahćstir. Ţeir hafa ekki sigrađ á Ólympíuskákmótinu síđan 2002. Ţjóđverjar urđu afar óvćnt Evrópumeistarar áriđ 2011.

 

Lenka og Cmilyte
EM-mótiđ var lengi ađ međ allt öđru fyrirkomulagi og fyrsta keppnisáriđ 1957 tóku ađeins fjögur liđ og til ađ byrja međ voru 10 manna liđ. Núverandi fyrirkomulag međ 4 manna liđ og 1 varamann byrjađi áriđ 1992 en síđan 1997 hefur mótiđ veriđ haldiđ á tveggja ára fresti. Íslendingar tóku ţátt áriđ 1992 en svo ekki aftur fyrr en áriđ 2001. Ágćtis grein um sögu mótsins má lesa á heimasíđu mótsins

 

Ţetta er í áttunda skipti sem viđ tökum ţátt í opnum flokki. Fyrst tókum viđ ţátt áriđ 1992 og endađi liđiđ í 13. sćti sem er besti árangurinn sem hefur náđst. Í fyrra lentum viđ í 26. sćti sem dugđi í efsta sćti í Norđurlandakeppninni.   Viđ náđum mjög góđum árangri áriđ 2007 en ţó fóru Héđinn og Henrik mjög mikinn.

Viđ erum međ ţriđja besta Norđurlandaliđiđ samkvćmt skákstigum en fyrir ofan okkur eru Svíar (2539) og Danir (2535) en fyrir neđan okkur eru Finnar (2481) og Norđmenn (2312). Norska liđiđ er ákaflega sérstakt en ţađ skipa fjórir „guttar" fćddir 1997-99. Simen Agdestein átti ađ leiđa hópinn en lenti víst í reiđhjólaslysi rétt fyrir mót. Norđmenn eru varamannslausir. Ég er hálf hissa ekki síst í ljósi ţess ađ ţeir halda Ólympíuskákmótiđ á nćsta ári.

Liđ Íslands í kvennaflokki:

  1. KSM Lenka Ptácníková (2238)
  2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1951)
  3. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1901)
  4. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1882)
  5. Elsa María Kristínardóttir (1819)

 

Hallgerđur í ţungum ţönkum
Ţetta er ađeins í ţriđja skiptiđ ađ Ísland sendir kvennaliđ á EM. Síđast gerđist ţađ í Gautaborg áriđ 2005.

 

Íslenska liđinu, sem hefur međalstigin 1993 er rađađ nr. 32 af 32 liđu svo búast má viđ erfiđari keppni í ár hjá stelpunum.        

Ţar eru Úkraínukonur efstar (2498) en Rússar og Georgíukonur eru skammt undan (2491). Rússar hafa titil ađ verja.

Ţrjár Norđurlandaţjóđir taka ţátt í kvennakeppninni en auk okkar eru ţađ Norđmenn (2099) og Finnar (2030). Mađur saknar óneitanlega Dana og Svía.

 

Guđmundur Kja

 

Setning mótsins hófst kl. 14:30 (kl. 13:30) og tók fremur langan tíma. Ekki er teflt í einum sal heldur í nokkrum . Í ađalsalnum er 11 efstu viđureignirnar í opnum flokki og 9 í kvennaflokki. Hinum viđureignunum er skipt niđur á nokkra sali. Stelpurnar tefla í sal ţar sem ađeins ţrjár sveitir eru. Ţetta verđur öđruvísí Höllinni 2015 ţegar allir tefla í einum stórum sal.

Fullt af myndum fylgja og fćr Heimilistćki og Hlíđar Ţór Hreinsson miklar ţakkir fyrir ađ útvega góđ myndavél l í ferđina. Ţar eiga skákmenn ađ versla.

Góđ stemming er í hópnum sem ţakkar allar góđar kveđjur frá Íslandi.

Lćt ţetta duga í bili - stefni ađ daglegum pistlum frá skákstađ.

Kveđja frá Varsjá,
Gunnar

 



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband