Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Yfirburđir Úkraínumanna á TR-mótinu

Henrik - FedorchukÚkraínumađurinn Sergei Fedorsjúk sigrađi á alţjóđlegu móti sem Taflfélag Reykjavíkur stóđ fyrir og lauk í vikunni. Haustmóti TR var frestađ á međan en verđur til lykta leitt eftir fyrri hluta Íslandsmóts taflfélaga. Fedorsjúk hlaut 7 vinninga af átta mögulegum en landi hans Mikhailo Olisenko kom nćstur međ 6 ˝ vinning. Guđmundur Kjartansson og Henrik Danielsen urđu svo nćstir í 3. - 4. sćti međ 4 ˝ vinning. 10 skákmeistarar hófu keppni. Arnar Gunnarsson hćtti eftir tvćr umferđir. Samkvćmt reglum eiga skákir hans ađ strikast út í heildaruppgjöri ţó ţćr séu reiknađar til elo-stiga. Guđmundur Kjartansson tefldi af mikilli hörku og var óheppinn ađ fá ekki fleiri vinninga, missti t.d. unniđ tafl gegn Fedorsjúk niđur í tap.

Eins og lokaniđurstađan ber međ sér höfđu Úkraínumennirnir talsverđa yfirburđi á mótinu. Fyrir lokaumferđina voru ţeir jafnir ađ vinningum en Olisenko gerđi ţá jafntefli viđ Guđmund Kjartansson en á sama tíma vann Fedorsjúk eftirfarandi skák međ snarpri kóngssókn:

Simon Bekker Jensen - Segei Fedorsjúk

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Rge2 c6 6. a3 Ba5 7. Rg3

Hvítur mćtir óvćntum leik, 5. .. c6 á hefđbundinn hátt. En meira í anda stöđunnar var 6. b4 Bc7 7. e4 međ hugmyndinni 7. ...d5 8. Bg5 o.s.frv.

7. ... d5 8. Dc2 Rbd7 9. Be2 dxc4 10. Bxc4 e5 11. dxe5 Rxe5 12. Be2 h5!?

Litlaus taflmennska hvíts í byrjun gefur kost á ţessum leik. Hugmyndin er 13. Rxh5 Rxg5 14. Bxh5 Dg5! međ vinningsstöđu.

13. O-O h4 14. Rf5 h3 15. Hd1 Dc7 16. f4?!

16. Re4 var betra og hvítur má vel viđ una.

16. ...Rg6 17. g3 Hd8 18. Bd2 Re7 19. Rb5!?

Ekki alslćmt ţó atlagan geigi. Nćstu leikir eru meira eđa minna ţvingađir. 19. ... Hxd2! 20. Dxd2 cxb5 21. Rxe7+ Dxe7

Ekki gengur 21. ... Kf8 vegna 22. b4! o.s.frv.

22. Dxa5 Dxe3+ 23. Kf1

Hér lítur 23. .. Re4 vel út en hvítur á svariđ 24. Dd8+ Kh7 25. Dh4+! og mátar!

g9frdu1q.jpg23. ... Bg4! 24. Bxg4 Rxg4 25. Hd2?

Tapleikurinn. Hann varđ ađ leika 25. Dd2 sem leiđir til jafnteflislegs hróksendatafls eftir 25. ... He8 26. Dxe3 Rxe3+ 27. Kf2 Rxd1+ 28. Hxd1 o.s.frv.

25. ...He8 26. Dxb5 Rxh2+!

Glćsilegt ţó 26. .... Dxd2 vinni einnig, 27. Dxe8+ Kh7 28. De2 Rxh2+ 29. Kf2 Dd4+ 30. Ke1 Dg1+ og hrókurinn fellur.

27. Hxh2 Df3+ 28. Kg1 Dxg3+ 29. Kf1.

Eđa 29. Kh1 He1+ og mátar.

29. ... He4! 30. Hc2 Hxf4+ 31. Ke2 Hf2+

- og hvítur gafst upp.

Góđ frammistađa á EM ungmenna

Vignir Vatnar Stefánsson náđi bestum árangri íslensku ţátttakendanna á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Budva í Svartfjallalandi á ţriđjudaginn. Vignir hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum og varđ í 13. sćti af 123 keppendum í flokki keppenda 10 ára og yngri. Jón Kristinn Ţorgeirsson sem tefldi í flokki keppenda 14 ára og yngri, Hilmir Freyr Heimisson sem tefldi í flokki keppenda 12 ára og yngri og Óskar Víkingur Davíđsson í flokki keppenda 8 ára og yngri hlutu allir 4 ˝ vinning af 9 mögulegum og voru fyrir miđju í sínum aldursflokkum. Mestri stigahćkkun íslensku keppendanna náđi Dawid Kolka sem hćkkađi um 26 elo-stig fyrir frammistöđu sína.

Mótiđ var geysilega öflugt ţar sem langstćrsti hluti keppenda kom frá stórveldum skákarinnar á borđ viđ Rússland, Úkraínu, Armeníu og Aserbaídsjan.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.6.): 6
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8766301

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 179
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband