7.9.2013 | 12:47
Úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fer fram á morgun - hvað segja liðsstjórarnir?
Úrslitaviðureign Hraðskákkeppni taflfélaga fer fram á morgun og hefst kl. 14. Teflt er í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Það er endurtekið efni frá í fyrra en sömu tefla til úrslita og þá, þ.e. Goðinn-Mátar og Víkingaklúbburinn. Þá sigraði Víkingaklúbburinn eftir bráðabana í afar spennandi viðureign.
Helstu skákspekingar landsins spá langflestir afar spennandi viðureign en ritstjóri hefur leitað til margra þeirra og verður álit nokkra þeirra birt á Skák.is fyrir viðureignina.
Síðar í dag verður umfjöllun um líklega liðsskipan liðanna hér á Skák.is.
Ritstjóri tók viðtöl við liðsstjórana þá Jón Þorvaldsson (Goðinn-Mátar) og Gunnar Freyr Rúnarsson (Víkingaklúbburinn) í gær.
Hverjir eru helstu styrkleikar liðsins:
JÞ:
Góður liðsandi, leikgleði og mikil breidd.
GFR:
Við erum ótrúlega baráttuglaðir, erum m.a frægir klukkuberjarar formaðurinn (Gunnar, Stefán Thor) og fl. gamlir jaxlar, Við fengum svo nokkrar vélar í fyrra og m.a hefur Hannes Hlífar ekki tapað skák á þessu ári fyrir Víkingaklúbbinn. Svo höfum við Jónas Jónasson þegar allt er komið í háaloft. Jónas er einhver mesti keppnismaður norðan alpafjalla og allir andstæðingar okkar óttast berserkinn!
Hverjir eru helstu veikleikar liðsins:
JÞ:
Samúð með þeim sem minna mega sín.
GFR:
Við erum helst veikir fyrir fögrum konum og góðum vínum, en Goðar eru það karlmannalegir að við kiknum ekki í hnjáliðunum fyrir Einari Hjalta og Jóni Þorvalds :) En við munum samfagna GM ef þeir tefla eins og menn á sunnudaginn :)
Tilhögun æfinga fyrir lokaslaginn
JÞ
Skroppið í æfingabúðir að Laugarvatni í í dag.
Fjallganga undir stjórn Arnars Þorsteinssonar.
Liðkun og teygjur undir stjórn Arnars Grant.
Teflt hratt upp úr völdum skákbókum undir stjórn Einars Hjalta.
Hollustufæði undir stjórn Magnúsar Teitssonar: trjónukrabbi, hundasúra, hvönn, áfir og ólekja.
GFR:
Við erum búnir að taka nokkrar Víkingaskákir yfir góðum mjöð og hlustum á Metalicu og Rammstein á æfingum hjá Víkingaklúbbnum og Forgjafarklúbbum. Lagið sem formaðurinn spilar alltaf í bílnum á leiðina á skákstað er Master of Puppets
Strategía í lokaviðureign
JÞ:
Tíðar innáskiptingar í krafti mikillar breiddar.
GFR:
Hluti af hópnum fer alltaf í golf daginn áður, eða jafnvel sama dag og við eigum viðureig í hraðkeppninni. Thessi hjátrú hefur reyndar ekki klikkað enn og við erum enn ósigraðir....
Spá liðsstjóra
JÞ:
Jafntefli, 36-36, eins og í fyrra en að þessu sinni hefur GM betur í bráðabana.
GFR
Við endum aftur í bráðabana eins og í fyrra
Búningar leikmanna
JÞ
Spidermangallinn víðfrægi.
GFR
Gömlu góðu Víkingahjálmarnir sem Magnús heitin Ólafsson gaf okkur hafa verið okkar einkennisbúningur
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 15
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 8779044
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 120
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.