Leita í fréttum mbl.is

Skákfélagiđ Hrókurinn undirbýr minningarmót um Jonathan Motzfeldt: Funduđu međ forsćtisráđherra Grćnlands

1 Ađalmynd    Kristjana Motzfeldt og Aleqa Hammond forsćtisráđherra Grćnlands.Liđsmenn Skákfélagins Hróksins hafa undanfarna daga veriđ í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, til ađ undirbúa minningarskákmót um Jonathan Motzfeldt, fyrsta forsćtisráđherra Grćnlands. Jonathan Motzfeldt var sannkallađur landsfađir á Grćnlandi, mikill Íslandsvinur og ástríđufullur skákáhugamađur. Hann tók ţátt í fyrsta skákmótinu í sögu Grćnlands, sem haldiđ var í Qaqortoq sumariđ 2003. Jonathan lést áriđ 2010, en minning hans er í hávegum höfđ í norđrinu.
 
Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman áttu í vikunni afar 10ánćgjulegan fund međ nýjum forsćtisráđherra Grćnlands, Alequ Hammond, sem í vor vann stćrsta kosningasigur í sögu landsins og er fyrsta konan til ađ gegna embćtti forsćtisráđherra á Grćnlandi. Fundinn sat einnig Kristjana Guđmundsdóttir Motzfeldt, ekkja Jonathans, sem er gestgjafi Hróksliđa í Nuuk.
 
Á fundinum međ forsćtisráđherra Grćnlands var fariđ yfir fjölmörg mál. Hrókurinn hefur sl. áratug skipulagt um 25 skákheimsóknir til Grćnlands, kennt ţúsundum barna ađ tefla og stađiđ fyrir ótal viđburđum. Liđsmenn Hróksins lögđu áherslu á ţá stađreynd, ađ mestu varđađi ađ efla og dýpka vináttu og samstöđu grannţjóđanna í norđri.
 
Jonathan Motzfeldt og Ivan Sokolov hefja fyrstu skákina í fyrstu umferđ á fyrsta alţjóđlegamótinu á Grćnlandi, 2003.Aleqa Hammond forsćtisráđherra tók vel á móti hinum íslensku gestum. Hún sagđi ađ minning Jonathans Motzfeldts vćri í hávegum höfđ á Grćnlandi, og lýsti innilegu ţakklćti fyrir vinarţel Íslendinga í garđ Grćnlendinga. Forsćtisráđherrann hét ennfremur fullum stuđningi viđ skák- og minningarhátíđ um Jonathan Motzfeldt, og bađ fyrir kćrar kveđjur til Íslendinga.
 
Forsćtisráđherra Grćnlands fékk ađ gjöf taflsett, og fyrsta grćnlenska skákkveriđ, sem Grćnlandsvinurinn og skákfrömuđurinn Siguringi Sigurjónsson stóđ ađ.
 
Hróksmenn hafa líka átt fund međ borgarstjóranum í Nuuk, Asii Chemnitz Narup. Hún er afar áhugasöm um útbreiđslu skákíţróttarinnar og lýsti eindregnum vilja yfirvalda í Nuuk til ađ taka ţátt í skák- og menningarhátíđ í minningu um Jonathan Motzfeldt.
 
Á mánudag munu Hróksmenn funda međ forseta grćnlenska ţingsins, Lars Emil Johansen, fv. 936909 415045271936546 1080984884 n[1]forsćtisráđherra og rćđa undirbúning minningarhátíđarinnar um Jonathan Motzfeldt, og enn nánari samskipti ţjóđanna í norđri.
 
Á fundinum međ forsćtisráđherra Grćnlands bar Hrafn Jökulsson kveđju Íslendinga til Alequ Hammond, og sagđi ađ Íslendingar vćru allra ţjóđa heppnastir međ nágranna. Ţađ vćru forréttindi Íslendinga ađ vera grannar og vinir í norđrinu.
 
Auk funda međ ráđamönnum Grćnlands hafa liđsmenn Hróksins efnt til viđburđa međ félögum í skákfélagi Nuuk, heimsótt fjölsmiđju fyrir unglinga, gefiđ ótal eintök af grćnlenska skákkverinu, og á laugardag munu ţeir Hrafn og Róbert tefla viđ gesti og gangandi í stćrstu verslunarmiđstöđinni í Nuuk.
 
Hrafn Jökulsson sagđi ađ Hróksmenn vćru hrćrđir og ţakklátir yfir móttökum Grćnlendinga.
 
,,Viđ Íslendingar erum lánsamir ađ eiga slíka vini og nágranna. Ég hvet alla til ađ kynnast töfraheimi Grćnlands. Hér býr stórkostleg ţjóđ međ ótrúlega menningarhefđ, og landiđ er fagurt og frítt."

Myndaalbúm (HJ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 8765350

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband