Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik međ eftir tćplega 30 ára hlé

IMG 6846Ţegar Friđrik Ólafsson settist andspćnis yfirlćkninum á barnaspítala Hringsins, Ólafi Gísla Jónssyni, í fyrstu umferđ Reykjavíkurskákmótsins rifjađist upp fyrir stálminnugum ađ Friđrik tefldi síđast á ţessum vettvangi áriđ 1984 og hafđi ţá veriđ međ á öllum Reykjavíkurskákmótunum, sem hófust áriđ 1964, ađ 1980 - útgáfunni slepptri.

Hann varđ einn efstur áriđ 1966, deildi sigrinum međ Hort og Gheorghiu áriđ 1972 og Timman áriđ 1976. Reykjavíkurmótunum var á sínum tíma ćtlađ ađ gefa íslenskum skákmeisturum ný tćkifćri og ţau hafa sem slík fyrir löngu sannađ gildi sitt. Nú eiga menn allt eins von á ţví ađ fimmfaldur sigurvegari fyrri móta, Hannes Hlífar Stefánsson láti ađ sér kveđa ađ nýju og Hjörvar Steinn Grétarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Guđmundur Kjartansson og ýmsir fleiri eru til alls líklegir.

Á upphafsárunum var fyrirkomulagiđ alltaf lokađ mót međ 12-16 ţátttakendur. Frá og međ mótinu áriđ 1982 hafa ţessi mót nćr alltaf veriđ opin en međ ákveđnum stigatakmörkunum. Engar slíkar takmarkanir eru lengur viđ lýđi. Erlendu keppendunum fjölgar ár frá ári og margir koma aftur og aftur. Toppurinn er býsna harđsnúinn í ár međ besta skákmann Hollendinga Anish Giri í broddi fylkingar.

Sú skák sem vakiđ hefur mesta athygli hingađ til er tvímćlalaust viđureign Friđriks Ólafssonar og David Navara. Skákin byrjađi ekki vel fyrir Friđrik; Navara gerđi meira en ađ jafna tafliđ međ svörtu og tefldi stíft til sigurs. Hann virtist ekki átta sig hversu baneitrađur Friđrik getur veriđ í flóknum miđtaflsstöđum, hirti „eitrađa" peđiđ á b2 og fékk á sig vendinguna 24. Be3. Skyndilega var biskup Friđriks kominn á hinn stórhćttulegan h6-reit:

Friđrik Ólafsson - David Navara

Sikileyjarvörn

1. Rf3 g6 2. g3 Bg7 3. d4 c5 4. c3 Da5 5. Bg2 cxd4 6. Rxd4 Rf6 7. 0-0 0-0 8. e4

Ţađ er ekki svo einfalt ađ flokka byrjun ţessarar skákar en hér tekur stađan á sig svipmót Maroczy-afbrigđis Sikileyjarvarnar.

8.... d6 9. h3 Rc6 10. Be3 Hd8 11. c4 Bd7 12. Rd2 Hac8 13. a3 Rxd4 14. Bxd4 b5 15. Bc3 Da6 16. cxb5 Bxb5 17. He1 e5! 18. Hc1

Svartur hefur gert meira en ađ jafna tafliđ og hér var úr vöndu ađ ráđa, 18. a4 Bd3 19. He3 leit ţokkalega úr en svartur á 19. ... Bh6! međ hugmyndinni 20. Hxd3 Dxd3 21. Bf1 Hxc3! 22. Bxd3 Hxd3 og riddarinn á d2 fellur.

18.... Rd7 19. Bf1 Rc5 20. Bb4 Bh6 21. Bxb5 Dxb5 22. De2 a6

Sjálfsagt var 22.... Dxe2 23. Hxe2 Rd3 eđa 22.... Rd3 strax.

23. Bxc5 Dxb2??

Beinn afleikur. Svartur er međ ađeins betra eftir 23.... dxc5 25. Hc2.

24. Be3!

Navara sást yfir ţennan leik.

24.... Hxc1 25. Bxh6 Dxa3 26. Hxc1 Dxc1+ 27. Kg2 Dc6 28. Df3!

Ţó ađ jafnvćgi haldist í liđsafla er kóngsstađa svarts afar veik.

28.... f5?

Betra var 28.... d5.

29. Db3+ d5 30. Rf3! Db5 31. Dc3 d4 32. Dc7 Dd7

g95qc3je.jpg(Sjá stöđumynd.)

33. Dxe5?!

Friđrik bauđ jafntefli um leiđ og hann lék sem Navara vitanlega ţáđi. Nákvćmasti leikur hvíts var 33. Dc4+! Df7 34. Dxa6 og vinnur, t.d. 34. .. fxe4 35. Rg5 o.s.frv. Friđrik átti um ţrjár mínútur eftir til ađ ná 40 leiknum ađ viđbćttum 30 sekúndum fyrir hvern leik. Hvítur á góđa vinningsmöguleika í lokastöđunni, t.d. 33.... He8 34. Df6 fxe4 35. Rxd4 o.s.frv. eđa 33.... fxe4 34. Dxe4.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. febrúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8765407

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband