Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen vann međ yfirburđum í Wijk aan Zee

Magnus CarlsenSigur Magnúsar Carlsen í A-flokki Tata Steel-mótsins í Wijk aan Zee ţokar honum nćr 2900 stiga markinu en „lifandi" stig hans eru nú 2874 elo. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 1. Magnús Carlsen 10 v. (af 13) 2. Aronjan 8˝ v. 3.-4. Anand og Karjakin 8 v. 5. Leko 7 ˝ v. 6. Nakamura 7 v. 7. Harikrisna 6 ˝ v. 8. 10. Giri, Wang Hao og Van Wely 6v. 11. Hou Yifan 5 ˝ v. 12. Caruana v. 13. L ´Ami 4 v. 14. Sokolov 3 v.

Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi í C-flokki og fékk 6 ˝ v. af 13 og varđ í 7.-8. sćti. Frammistađa hans var ađ mörgu leyti góđ, hann tefldi af öryggi međ svörtu en virđist ţó mega „brjóta upp" byrjanir sínar - á slćmum kafla tapađi hann ţrem skákum í röđ međ hvítu.

Vinningshlutfall Magnúsar á ţessu móti er ţađ sama og Kasparov fékk áriđ 2000. Einungis heimsmeistaratitilinn stendur út af á afrekaskrá hans. Nái hann ţví marki má hiklaust skipa honum á bekk međ fimm fremstu skákmönnum sögunnar. Hvađ stílbrögđ varđar ţá flokkar Kasparov hann međ heimsmeisturum á borđ viđ Capablanca, Smyslov og Karpov. Eitt ţađ athyglisverđasta viđ taflmennsku Magnúsar undanfarin misseri er fjölbreytt byrjanaval og ţađ eru góđ tíđindi ađ tölvuvćddur undirbúningur má sín lítils gegn honum.

Atlaga hans ađ heimsmeistaratitlinum hefst í London 15. mars nk. Ţá hefst áskorendakeppnin en sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á Anand heimsmeistara. Auk Magnúsar tefla Gelfand, Kramnik, Aronjan, Svidler, Ivantsjúk, Radjabov og Grischuk.

Í Wijk aan Zee var Magnús búinn ađ tryggja sér sigur fyrir síđustu umferđ en í 12. umferđ lagđi hann Nakamura ađ velli:

Magnús Carlsen Hikaru Nakamura

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. g3 h5

7. R1c3 a6 8. Ra3 b5 9. Rd5 Rge7 10. Bg2 Bg4 11. f3 Be6 12. c3 h4 13. Rc2 Bxd5 14. exd5 Ra5 15. f4!

„Sóknin" eftir h-línunni hefur engu skilađ og svartur situr eftir međ alls kyns veikleika, t.d. á c6-reitnum.

15. ... Rf5 16. g4 h3 17. Be4 Rh4?

Kasparov, sem mun hafa tekiđ ţátt í umrćđu um ţessa skák á einhverri spjallrásinni, kvađ ţetta alveg vonlaust og ađ svartur yrđi ađ reyna 17. ... Dh4+18. Kf1 Re7.

18. O-O g6 19. Kh1 Bg7

19. .. f5 gaf meiri von en eftir 20. Bd3 e4 21. Be2 er riddari á leiđ til d4 og e6.

20. f5 gxf5 21. gxf5 Rg2 22. f6!

Náđarstuđiđ, 22. ... Bxf6 má ekki vegna 23. Df3 o.s.frv.

22. ... Bf8 23. Df3 Dc7 24. Rb4 Rb7 25. Rc6 Rc5 26. Bf5 Rd7 27. Bg5 Hg8 28. Dh5 Rb6

gkkq90g0.jpg29. Be6!

Hótar 30. Re7. Svartur er bjargarlaus.

29. ... Hxg5 30. Dxg5 fxe6 31. dxe6

- og Nakamura gafst upp. Hann á enga vörn viđ hótuninni 32. f7+.

Davíđ Kjartansson skákmeistari Reykjavíkur í annađ sinn

Úrslit Skákţings Reykjavíkur, Kornax-mótsins, réđust eftir magnađa lokaumferđ ţegar Akureyringarnir Ţór Valtýsson og Mikael Jóhann Karlsson blönduđu sér í baráttu efstu manna. Mikael Jóhann gerđi sér lítiđ fyrir og vann Omar Salama og Ţór gerđi jafntefli viđ Davíđ Kjartansson í hörkuskák. Ţađ dugđi ţó Davíđ sem er skákmeistari Reykjavíkur 2013 og er ţetta í annađ sinn sem hann vinnur titilinn. Lokaniđurstađan hvađ varđar efstu menn: 1. Davíđ Kjartansson 8 v. (af 9) 2. Omar Salama 7 ˝ v. 3. Mikael Jóhann Karlsson 7 v. 4.-5. Einar Hjalti Jensson og Halldór Pálsson 6 ˝ v.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. febrúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 8765277

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband