Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Snilldartilţrif heimsmeistarans

Aronian og AnandÁ skákhátíđinni í Wijk aan Zee í Hollandi sem stendur yfir ţessa dagana beinist athyglin hér heima ekki síst ađ stórmeistaraflokki C ţar sem Hjörvar Steinn Grétarsson hefur stađiđ sig prýđilega og er međ 3 vinninga af fimm mögulegum í 13 umferđa móti. Í A-flokki hefur heimsmeistarinn Wisvanthan Anand veriđ á miklu flugi. Eftir fimm umferđir er hann efstur ásamt Magnúsi Carlsen og Sergei Karjakin, allir međ 3 ˝ vinning.

Sá léttleiki sem einkenndi taflmennsku Indverjans alla tíđ virtist alveg ađ hverfa en nú geta ađdáendur hans aftur tekiđ gleđi sína. Lev Aronjan átti örugglega ekki von á ţeim trakteringum sem biđu hans í 4. umferđ ţessa móts. Hér er komin einhver glćsilegasta skák sem sést hefur í langan tíma í ţessum styrkleikaflokki:

Lev Aronjan - Wisvanthan Anand

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bd6

Nýjasti snúningurinn í Meran-afbrigđinu, Anand vann Kramnik tvisvar međ 8. ... a6 í HM-einvíginu 2008 en ađrir góđir leikir eru 8. .... Bb7 og 8. ... b4.

9. O-O O-O 10. Dc2 Bb7 11. a3 Hc8 12. Rg5

Aronjan sem er býsna hugmyndaríkur í byrjunum sínum hefur áreiđanlega ćtlađ ađ koma heimsmeistaranum á óvart međ ţessum leik sem býđur upp á möguleikann 12. ... Bxh2 13. Kxh2 Rg4+ og getur ţá svarađ međ 14. Kg1 Dxg5 15. f3! og síđar - e4 og - b4. En hann kemur ekki ađ tómum kofunum hjá Anand.

12. ... c5!

Hvađ er nú ţetta? B5-peđiđ er valdlaust og h7-peđiđ einnig. Anand hafđi notađ óvenjumikinn tíma á byrjunina. Var hann ađ rifja upp gamlar niđurstöđur eđa setti hann leikrit á sviđ til ađ blekkja Aronjan?

13. Rxh7

Best samkvćmt ofurforritinu „Houdini".

13. ... Rg4!?

Einu sinni voru svona leikir kallađir sprikl. „Houdini" var lengi ađ samţykkja hugmyndina

14. f4!?

Betra er 14. h3 Bh2+! 15. Kh1 Dh4 (hótar 16. ... Dxh3) 16. d5! Hfd8 17. Be2 međ flókinni stöđu. „Houdini" heldur áfram: 17. .... Bb8 18. bxg4 Re5 19. Bd1 b4! og stađan er í dínamísku jafnvćgi.

14. ... cxd4 15. exd4?

Tapleikurinn. Hann varđ ađ leika 15. Rxf8 Bxf8 16. h3 dxc3 17. hxg4 Rf6 og svarta stađan er ekki lakari. En nú kemur eftirminnilegur leikur.

15. ... Bc5!! 16. Be2

Ţađ var úr vöndu ađ ráđa, 16. Rxf8 gekk ekki vegna 16. ... Bxd4+ 17. Kh1 Dh4 og mátar og 16. dxc5 Rxc5 er heldur ekki gćfulegt.

gcnq70eb.jpg16. .... Rde5!

Kynngimagnađur leikur sem byggist á hugmyndinni 17. fxe5 Dxd4+ 18. Kh1 Dg1+! 19. Hxg1 Rf2 mát. Ţá dugar 17. dxc5 skammt vegna 17. .... Dd4+ 18. Kh1 Rf2+ 19. Hxf2 (eđa 19. Kg1 Rh3+ 20. Kh1 Dg1+! 21. Hxg1 Rf2 mát) Dxf2 međ óverjandi máthótun.

16. ... Rde5 17. Bxg4 Bxd4+ 18. Kh1 Rxg4 19. Rxf8 f5!

Enn einn snilldarleikurinn sem hótar 20. ... Dh4. Aronjan er varnarlaus.

20. Rg6 Df6 21. h3 Dxg6 22. De2 Dh5! 23. Dd3

Hann gat reynt 23. Hf3 en ţá kemur 23. ... Rf2+! 24. Kh2 (ekki 24. Hxf2 Dxh3+ 25. Kg1 Dxg2 mát) 24. ... Bxf3 25. Dxf3 Dxf3 26. gxf3 Rd3 og endatafliđ er gjörtapađ á hvítt.

23. ... Be3!

Línurof bćtist hér viđ önnur stef. Aronjan á enga haldgóđa vörn gegn hótuninni 24. .... Dxh3+ og gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20 janúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verđur vćntanlega skák ársins!

Erlingurt (IP-tala skráđ) 29.1.2013 kl. 20:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband