Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Gauti Ólafsson - f. 5. janúar 1985 d. 21. ágúst 2012

Tvíburasystkinin Kristín Birna og Ólafur Gauti hampa Barnasmiđjubikarnum voriđ 1996 fyrir sigur Rimaskóla í Grafarvogshlaupinu, árlegri keppni grunnskóla í Grafarvogi  Ólafur Gauti kynntist skáklistinni sem barn í Rimaskóla á fyrstu starfsárum skólans. Mikill skákáhugi myndađist međal nemenda allt frá stofnun skólans áriđ 1993. Međal efnilegustu skákmanna Rimaskóla fyrstu árin voru bekkjarbrćđurnir Ólafur Gauti, Sigurjón Kjćrnested og Agnar Darri Lárusson. Ólafur Gauti var mikill keppnismađur, metnađarfullur og baráttuglađur.

Auk ţess ađ ćfa skák á grunnskólaárum sínum ţá varđ Ólafur Gauti fremstur jafnaldra sinna í öllum íţróttum sem hann kom nálćgt og ćfđi međ Fjölni hlaup og fótbolta. Í síđasttöldu greininni var hann valinn í yngri landsliđ. Ásamt tvíburasystur sinni Kristínu Birnu, margföldum Íslandsmeistara og landsliđskonu í frjálsum íţróttum, stóđ Gauti fremstur í flokki nemenda Rimaskóla ađ vinna Íslandsmót grunnskóla í frjálsum íţróttum nokkur ár í röđ og kom skólanum rćkilega á kortiđ.

Ólafur Gauti vann skákmót Rimaskóla ţrjú ár í röđ á árunum 1999 - 2001, árin sem  hann var í 8. - 10. bekk. Eftir ađ Gauti útskrifađist frá Rimaskóla 2001 tók annar efnilegur skákmađur viđ keflinu sem skákmeistari Rimaskóla,  innblásinn baráttuanda Ólafs Gauta viđ skákborđiđ, en ţar var á ferđinni sjálfur Hjörvar Steinn Grétarsson sem fór fyrir skáksveitum Rimaskóla nćstu árin og náđi skólinn ţá ţeim markmiđum sem Gauti og félagar höfđu lagt grunninn ađ.

Ólafur Gauti var harđsnúinn keppnismađur og frábćr skákmađur međ stáltaugar. Andstćđingum hans reyndist nánast ókleift  ađ vinna Gauta ţegar Íslandsmót grunnskóla voru annars vegar. Ólafur Gauti gekk í Helli og tefldi međ félaginu í nokkur ár en frá blautu barnsbeini sló Fjölnishjartađ hjá Gauta og ţví gekk hann til liđs viđ skákdeild Fjölnis stuttu eftir ađ hún var stofnuđ áriđ 2004.

Ólafur Gauti tefldi međ skáksveitum Fjölnis reglulega ţegar heilsa og tími leyfđi. Ţađ var ánćgjulegtÓlafur Gauti ađ tafli fyrir Skáksveit Fjölnis á Íslandsmóti félagsliđa haustiđ 2010 og gefandi ađ endurnýja kynni sín viđ Gauta á starfsvettvangi skákarinnar, bćđi innan skákdeildar Fjölnis og einnig  í kringum alla helstu skákviđburđi landsins ţví oftar en ekki var Ólafur Gauti mćttur til ađ fylgjast međ og hitta skákvini.

Í hópi skákmanna var Ólafur Gauti mjög vel kynntur og vinamargur. Ljúf Framkoma og jákvćđni voru hans helstu kostir. Ósjaldan rćddum viđ Gauti saman síđustu árin og alltaf var ţá horfiđ á vit minninganna til ţeirra daga sem hann var í Rimaskóla og vann hver afrekin af öđrum. Ţađ var engin hógvćrđ í ţessum upprifjunum okkar enda engin ástćđa til. Ţegar litiđ er til baka ţá er ţađ mér ljóst og tćrt ađ Ólafur Gauti lagđi ţung lóđ á vogarskálarnar viđ uppbyggingu skákstarfs í Rimaskóla sem hefur allt frá hans námsárum stađiđ í miklum blóma.

Sem skólastjóri Rimaskóla og sem formađur skákdeildar Fjölnis vil ég ţakka ţessum afreksnemanda og ljúfa vini fyrir allt ţađ sem hann lagđi á sig til árangurs  međ baráttu sinni , jákvćđni og vilja. Skákdeild Fjölnis kveđur yndislegan félaga og sendir fjölskyldu Ólafs Gauta Ólafssonar einlćgar samúđarkveđjur, ţađ er skarđ fyrir skyldi í hópnum en minningarnar um ţennan góđa dreng mun lifa og lýsa okkur í framtíđinni.

Helgi Árnason

Myndatextii:

Tvíburasystkinin Kristín Birna og Ólafur Gauti hampa Barnasmiđjubikarnum voriđ 1996 fyrir sigur Rimaskóla í Grafarvogshlaupinu, árlegri keppni grunnskóla í Grafarvogi  

Ólafur Gauti ađ tafli fyrir Skáksveit Fjölnis á Íslandsmóti félagsliđa haustiđ 2010


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.6.): 22
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 8766363

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband