Leita í fréttum mbl.is

Ólympíuskákmótiđ hefst eftir viku í Istanbul - upphitunarmót í Kringlu á laugardag

Istanbul

Skáksamband Íslands sendir tvö liđ á Ólympíuskákmótiđ sem fram fer í Istanbul í Tyrklandi dagana 27. ágúst - 10. september. Bćđi er um ađ rćđa liđ í opnum flokki og svo í kvennaflokki.

Fjórir stórmeistarar eru í sveit Íslands í opnum flokki. Héđinn Steingrímsson leiđir sveitina en auk hann skipa sveitina Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er ađeins 19 ára, og Ţröstur Ţórhallsson, Íslandsmeistari í skák. Liđsstjóri liđsins er Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Kvennaliđiđ er einnig ţrautreynt ţrátt fyrir ungan aldur en fyrir ţví fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna en liđiđ skipa auk hennar; Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir, Íslandsmeistari kvenna. Liđsstjóri kvennaliđsins er Davíđ Ólafsson.

Fararstjóri hópsins er Gunnar Björnsson, forseti SÍ.

Ólympíuliđin ćtla ađ hita upp í á Blómatorginu í Kringlu á laugardag á milli 13 og 15:30 ţar sem skákáhugamönnum gefst tćkifćri á ađ fylgjast međ einu sterkasta hrađskákmóti ársins en međal keppenda verđa landsliđmenn og kvennalandsliđiđ og fjöldi sterkra skákmanna á öllum aldri. Skákáhugamenn eru hvattir til ađ fjölmenna á skemmtilegan viđburđ og sýna Ólympíuförunum samstöđu.

Opnađ verđur fyrir skráningu í mótiđ síđar í kvöld eđa í fyrramáliđ hér á Skák.is en er ţátttaka takmörkuđ viđ 50 manns.  Mikilvćgt er ţví fyrir áhugasama ađ skrá sig sem fyrst til leiks.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 26
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 8766217

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband