Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Íslandsmeistari í skák og knattspyrnu

Gunnar GunnarssonViđ upptöku deildaskiptinga í knattspyrnu áriđ 1956 brá svo viđ ađ knattspyrnufélagiđ Valur varđ Íslandsmeistari og kom ţađ talsvert á óvart ţví ađ á ţessum árum voru KR-ingar og Skagamenn turnarnir tveir í íslenskri knattspyrnu. Međal leikmanna Vals var Gunnar Kristinn Gunnarsson sem einnig lék nokkra leiki međ landsliđi Íslands. Tíu árum síđar tefldi hann í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands og hafđi sigur eftir magnađa lokaumferđ og tryggđi sér sćti í sterku ólympíuliđi Íslands sem tefldi á Ólympíumótinu í Havana á Kúbu, komst í A-úrslit og hafnađi í 11. sćti.

Gunnar hefur ţá sérstöđu međal íslenskra skákmanna ađ vera eini Íslandsmeistarinn í skák - en 33 skákmenn báru nafnbótina Skákmeistari Íslands á síđustu öld sé áriđ 2000 taliđ međ - sem einnig hefur unniđ Íslandsmeistaratitil í annarri grein.

Gunnar varđ síđar forseti Skáksambandsins og liđsmađur í sigursćlli sveit Útvegsbankans í hinni vinsćlu skákkeppni stofnana. Hann heldur sér viđ á skáksviđinu međ ţví ađ tefla reglulega í KR-klúbbnum og víđar. Á dögunum tók hann ţátt í Gestamóti Gođans. Jón Ţorvaldsson hafđi veg og vanda af skipulagningu mótsins. Gođinn er upprunnin í Ţingeyjarsýslunni en útibúiđ á höfuđborgarsvćđinu starfar undir kjörorđunum: 1. Góđur félagsskapur 2. Góđar veitingar 3. Góđ taflmennska.

Gestamótiđ var vel skipađ en helsta markmiđ Jóns náđist; ađ fá til leiks meistara sem lítiđ hafa teflt opinberlega hin síđari ár, t.d. ţá Björn Ţorsteinsson, Harvey Georgsson og Björgvin Jónsson. Efstu menn urđu:

1. - 2. Dagur Arngrímsson og Sigurbjörn Björnsson 5 ˝ v. ( af 7) 3. Sigurđur Dađi Sigfússon 5 v. 4. - 6. Björn Ţorfinnsson, Björgvin Jónsson og Ţröstur Ţórhallsson 4 ˝ v. Keppendur voru 22 talsins.

Ţó ađ nokkur leyndarhjúpur hafi umlukiđ ţetta mót, skákir mótsins t.a.m. birtar á pgn-skrá eins og venja er, tókst greinarhöfundi ađ veiđa eftirfarandi skák upp úr Gunnari. Ţróttmikil taflmennska hans vakti talsverđa athygli enda lagđi hann ađ velli einn öflugasta skákmann okkar:

Gunnar Gunnarsson - Ţröstur Ţórhallsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. e3 Rf6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. O-O c5 10. De2 Bb7 11. Hd1 Dc7 12. Bd2 Bd6 13. h3 O-O 14. Hac1 Hac8 15. e4 e5

Ekki gekk 15. .. cxd4 vegna 16. Rxb5!

16. dxc5 Rxc5 17. Bb1 Db8 18. Bg5 Re8

Fullmikil eftirgjöf. Eftir 18. ... Rcd7 er stađan í jafnvćgi.

19. Rd5 f6 20. Be3 Re6 21. a3 Hxc1 22. Hxc1 Kh8 23. Rh4! g6 24. Dg4 R8g7

gk2ononf.jpg25. Rxg6+!

Ţessi fórn blasir viđ en vinningurinn engu ađ síđur torsóttur.

25. ... hxg6 26. Dxg6 De8 27. Dh6+ Kg8 28. Rxf6+ Hxf6 29. Dxf6 Rh5

Liđsaflinn er svarti afar óhagstćđur, hrókur og 1- 2 peđ gegn biskup og riddara er yfirleitt kappnóg, en Ţröstur teflir vörnina af mikilli útsjónarsemi.

30. Df5 Rhg7 31. Df3 Dg6 32. Hd1 Bc5 33. Bxc5 Rxc5 34. Hd8+ Kh7 35. Df8 Dc6 36. Dh8+ Kg6 37. Dh4 Rce6 38. Hd1 Rd4 39. Kh2 Rge6 40. Hd3 Dc1 41. Hg3+ Rg5 42. f4!

Ţetta gegnumbrot rćđur úrslitum.

42. ... Dxf4 43. Dxf4 exf4 44. e5+ Kh5 45. Hd3 Rde6 46. Hd6 f3 47. gxf3 Kh4 48. Kg2 Rxf3 49. Kf2 Rfg5 50. Bf5! Bc8 51. Ke3 Kg3 52. Hc6 Bd7 53. Hxa6 Rc7 54. Hg6 Rd5+ 55. Kd4 Kf4 56. Bxd7 Re7 57. Hf6 Kg3 58. Bxb5

og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 26. febrúar 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 8765265

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband