Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ólympíumót á slóđum lođfílanna

Ađ heimsmeistaranum Anand undanskildum eru allir bestu skákmenn heims samankomnir á ólympíuskákmótinu í í Khanty Manyisk í Síberíu sem hófst á ţriđjudaginn. Hér spranga um sali meistarar á borđ viđ Vladimir Kramnik, Venselin Toplaov, Levon Aronjan, Boris Gelfand, Peter Leko, Hikaru Nakamura og Judit Polgar. Enginn er ţó jafn vel klćddur og stigahćsti skákmađur heims, Norđmađurinn Magnús Carlsen sem nýveriđ hefur hafiđ störf fyrir ţekktan framleiđenda tískufatnađar. Ýmsum finnst támjóu rú-skinnsskórnir hans býsna svalir. Ađ loknum ţrem umferđum hefur karlasveitin, sem er skipuđ Hannesi Hlífari Stefánssyni Héđni Steingrímssyni, brćđrunum Braga og Birni Ţorfinnssonum og Hjörvar Steini Grétarssyni, unniđ eina viđureign, gert jafntefli og tapađ einni. Kvennasveitin sem er skipuđ Lenku Ptacnikovu, Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, Sigurlaugu Friđţjófsdóttur, Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur hefur unniđ eina viđureign og tapađ tveimur. Tefldar verđa ellefu umferđir. Nú skipta stigin úr hverri viđureign höfuđmáli. Karlasveitin er međ ţrjú stig og sjö vinninga en konurnar 2 stig og fimm vinninga.

Greinarhöfundur er í fyrsta sinn í hlutverki liđsstjóra íslenska liđsins og er ţađ í sjálfu sér ágćtis tilbreyting. Samanburđur viđ framkvćmd annarra Ólympíumóta er stađarhöldurum hagstćđur.

Íbúar Khanty Manyisk munu vera um 70 ţúsund og er ţetta uppgangspláss sakir mikils olíuauđs. Mikiđ um stórframkvćmdir og flest nýtt af nálinni, hótelinu var komiđ upp síđustu dagana og skipuleggjendur hafa greinilega kostađ miklu til ađ allt fari vel fram. Öldum fyrr rigsuđu um steppurnar í grennd viđ ţennan bć hinir forsögulegu lođfílar, löngu útdauđ tegund sem er höfđ í miklum metum hér og mega heita einkennisdýr Khanty Manyisk.

Ţó keppnin sé komin of stutt á veg til ţess ađ hćgt sé ađ draga víđtćkar ályktanir ţá hafa hér orđiđ ýmis óvćnt úrslit. Kínverjar eru nćsta stórveldi skákarinnar stóđ einhvers stađar og ţađ er örugglega rétt, en hvađ getur mađur sagt um granna ţeirra í Víetnam sem hafa unniđ allar viđureignir sínar, ţar af eina sterkustu sveitina frá Azerbadsjan? Hollendingar eru međ ţétta sveit og ţar vekur mesta athygli undrabarniđ Giri sem er líklegur til mikilla afreka í framtíđinni. Hann er einn ţeirra sem virđast ekkert hafa fyrir ţví ađ tefla. En í fyrstu umferđ tapađi Hollendingur, sem mikiđ hefur veriđ látiđ međ, fyrir einum af minni spámönnunum sem er frá Dóminíska lýđveldinu.

Ol Khanty Manyisk 2010 – 1. umferđ:

Jan Smeets – Lisandro Munoz

Sikileyjarvörn

1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 d6 8. O-O Bd7 9. Rb3 b5 10. a4 b4 11. Re2 Rf6 12. a5 e5 13. c3 Be6 14. Bg5 Hb8 15. Hc1Be7 16. Rbd4?!

Snotur leikur á yfirborđinu en svartur á einfalda vörn.

16. .. . Rxd4 17. cxd4 Dxa5 18. Dd3 Bd7!

Riddarinn á e2 er vandrćđagripur.

19. Hfe1 Bb5 20. Db3 O-O 21. Ha1 Dc7 22. Da2 h6 23. Bd2 Dc2 24. b3 Hfc8 25. Rc1 exd4 26. Bxb4 Rg4 27. Bh3

ga0me9n0.jpg( STÖĐUMYND )

27. ... Re5!

Bráđsnjall leikur sem gerir út um tafliđ.

28. Bxc8 Rf3+ 29. Kh1 Rxe1 30. Bf5 Dd1 31. Re2 Dxe2 32. Bxe1

32. Dxe2 Bxe2 33. Bxe1 var skárra en gjörtapađ engu ađ síđur.

32. ... Df1 mát!

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 26. september 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband