Leita í fréttum mbl.is

Dađi og Sverrir efstir á Haustmóti TR

Forystusauđirnir í Haustmótinu, Dađi Ómarsson (2172) og Sverrir Ţorgeirsson (2223), sigruđu báđir andstćđinga sína í fjórđu umferđ Haustmóts TR sem fór fram í dag.  Dađi vann Sigurbjörn Björnsson (2300) og Sverrir lagđi Jón Árna Halldórsson (2194).  Dađi og Sverrir eru međ 3,5 vinning og hafa nú vinningsforskot á nćsta mann, Gylfa Ţórhallsson (2200), sem skaust upp í annađ sćtiđ međ fremur auđveldum sigri á Ţorvarđi Ólafssyni (2205).   Minnt er á ađ fimmta umferđ fer fram í kvöld.

Ţá vakti athygli jafntefli Sverris Arnar Björnssonar (2161) og stórmeistarans, Ţrastar Ţórhallssonar (2381), í ađeins 20 leikjum, en sá síđarnefndi hefur nú gert jafntefli í öllum viđureignum sínum.  Ţröstur er mjög reyndur og líklegt er ađ hann eigi eftir ađ setja aukinn kraft í taflmennskuna ţegar á líđur.  Hann er jafn Sigurbirni í 4.-5. sćti međ 2 vinninga.

Í b-flokki virđast línur vera farnar ađ skýrast ţar sem tveir stigahćstu keppendurnir skipa efstu sćtin.  Stefán Bergsson (2102) heldur forystunni međ 3,5 vinning eftir mjög snarpan sigur á Jóhanni Ragnarssyni (2081) í ađeins 17 leikjum ţar sem Stefán fórnađi drottningunni fyrir óverjandi mát.  Alţjóđlegi meistarinn, Sćvar Bjarnason (2148), er kominn í annađ sćtiđ međ 3 vinninga eftir baráttusigur gegn Jorge Fonseca (2024).  Ögmundur Kristinsson (2050) og Ţór Valtýsson (2078) er jafnir í 3.-4. sćti međ 2,5 vinning.

Aldrei ţessu vant var ađeins eitt jafntefli í c-flokki en Páll Sigurđsson (1884) náđi eins vinnings forskoti á toppnum međ miklum heppnissigri gegn Sigurjóni Haraldssyni (1906) ţar sem Sigurjón var međ gjörunniđ tafl undir lokin.  Er ţetta ekki í fyrsta sinn sem Páll "grísar".  Ţrír skákmenn koma nćstir međ 2,5 vinning svo spennan í c-flokki er áfram mikil.

Í d-flokki sigrađi Birkir Karl Sigurđsson (1466) Snorra Karlsson (1585) nokkuđ óvćnt á međan Páll Andrason (1604) gerđi jafntefli viđ Jón Trausta Harđarson (1500).  Viđ ţessi úrslit harđnađi baráttan á toppnum mikiđ en ţrír skákmenn leiđa međ 3 vinninga; Páll, Birkir og Guđmundur Kristinn Lee (1553).

Í opnum e-flokki sigrađi Grímur Björn Kristinsson Kristján Ţór Sverrisson (1335) í uppgjöri efstu manna og leiđir nú međ fullu húsi, vinningi meira en sex nćstu keppendur.

ATH - fimmta umferđ fer fram á mánudagskvöld og hefst kl. 19.30.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 8765225

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband