Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2014

Oliver og Símon međ jafntefli í ţriđju umferđ

SímonŢriđja umferđ EM ungmenna fór fram í dag í Batumi í Georgíu. Oliver Aron Jóhannesson (2192) og Símon Ţórhallsson (1796) gerđu jafntefli. Sá síđarnefndi viđ mun stigahćrri andstćđing. Oliver hefur 1,5 vinning, Símon hefur 1 vinning, Gauti Páll hefur 0,5 en Dagur er enn ekki kominn á blađ.

Úrslit 3. umferđar

em-umf3.jpg


Stađa íslensku keppendanna

em-sta_a.jpg

 

989 skákmenn frá 43 löndum taka ţátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir ađ ţessu sinni. Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Ţórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Dagur og Oliver eru ţrautreyndir á slíkum mótum en Símon og Gauti eru ađ há frumraun sína. Helgi Ólafsson er fararstjóri og ţjálfari.

Dagur er nr. 42 í stigaröđ 62 keppenda. 

Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn ţátt. Oliver er nr. 32 í stigaröđ keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.



Unglingameistaramót Hugins hefst á mánudag

Unglingameistaramót Hugins 2014 (suđursvćđi) hefst mánudaginn 27. október n.k. kl. 16.30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 28. október n.k. kl. 16.30 Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verđa fjórar skákir og ţrjár ţann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótiđ er opiđ öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur ađeins félagsmađur í Huginn unniđ. Á međan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaćfingar niđur. Nćsta barna- og unglingaćfing eftir unglingameistaramótiđ verđur mánudaginn 3. nóvember n.k.  Keppnisstađur er Álfabakki 14a (inngangur milli Subway og Fröken Júlíu) og er salur félagsins á ţriđju hćđ. Engin ţátttökugjöld.

Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin. Allir ţátttakendur fá skákbók.

Umferđatafla:

1.-4. umferđ:                Mánudaginn 27. október kl. 16.30

5.-7. umferđ:                Ţriđjudaginn 28. október kl. 16.30

Verđlaun:

  1. Unglingameistari Hugins (suđursvćđi) fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
  2. Ţrír efstu fá verđlaunagripi til eignar.
  3. Allir keppendur fá skákbók.
  4. Ţrír efstu 12 ára og yngri fá verđlaunapening.
  5. Stúlknameistari Hugins (suđursvćđi) fćr verlaunagrip til eignar.

Barna- og unglingameistaramót TR/ Stúlknameistaramót TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 26. október í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.14.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verđur í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í opna flokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2014.

Ţá verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í stúlknaflokknum og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2014.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir efsta sćtiđ í aldursflokknum 13-15 ára, 11-12 ára, 9-10 ára sem og 8 ára og yngri í báđum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar). Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur og skak.is.  Smelliđ hér til ađ fara beint í skráningarform (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár og símanúmer) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 26. október frá kl. 13.30- 13.45.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Mikiđ um óvćnt úrslit í fyrstu umferđ Skákţings Garđabćjar

Tvíburar berjastMikiđ varđ um óvćnt úrslit í fyrstu umferđ Skákţings Garđabćjar sem fram fór í gćr. Ţeir stiglćgri unnu hina stigahćrri 5,5-4,5 en stigamunurinn var u.ţ.b. 250-350 skákstig. Tvíburarnir Björn Hólm (1655) og Bárđur Örn (1636) unnu sigra á Guđlaugu Ţorsteinsdóttur (2006) og Páli Sigurđssyni (1919). Góđ ţátttaka er á mótinu en alls taka 43 skákmenn ţátt.

Úrslit fyrstu umferđar (hćgt ađ stćkka međ ţví ađ klikka á mynd)

tg1.jpg


Úrslit í b-flokki

 

tgb1.jpg

 


Gauti Páll međ jafntefli í annarri umferđ

Gauti PállÖnnur umferđ EM ungmenna fór fram í dag í Batumi í Georgíu. Gauti Páll Jónsson (1739) gerđi jafntefli viđ mun stigahćrri andstćđing en ađrar skákir Íslendinganna töpuđust. 

Gauti segir svo á Facebook:

Jafntefli í annari umferđ. Tefldi međ hvítt á móti mjög fyrirsjánlegum andstćđingi ţ.e.a.s ađ hann er fastur í einni byrjun. Helgi mćldi međ ákveđnum sjaldgćfum leik sem ''gefur ekki neitt'' í teoríunni en er samt óţćgilegur fyrir ţá sem ţekkja hann ekki. Hann ţekkti hann ekki. Hann fékk slćma stöđu og fórnađi skiptamun til ađ halda lífi. Vorum báđir í tímahraki og hann náđi ađ ţrátefla. Ég kunni bara ekki ađ klára ţetta, unniđ er ekki nóg, mađur ţarf ađ klára. 

 

Úrslit annarrar umferđar (hćgt ađ stćkka međ ţví klikka á mynd)

em-umf2_1248172.jpg


989 skákmenn frá 43 löndum taka ţátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir ađ ţessu sinni. Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Ţórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Dagur og Oliver eru ţrautreyndir á slíkum mótum en Símon og Gauti eru ađ há frumraun sína. Helgi Ólafsson er fararstjóri og ţjálfari.

Dagur er nr. 42 í stigaröđ 62 keppenda. 

Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn ţátt. Oliver er nr. 32 í stigaröđ keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.



Vetrarmót öđlinga hefst 29. október

Vetrarmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 29. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa sjö umferđir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.Mótiđ, sem hefur fengiđ góđar viđtökur, er nú haldiđ í fjórđa sinn en fyrirkomulag ţess hentar vel ţeim sem ekki hafa tök á ađ tefla oft í viku eđa yfir heila helgi ţví ađeins er teflt einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30. Dagskráin er ţví ekki stíf og jafnframt lýkur mótinu vel fyrir jólaösina.Ţátttökurétt hafa allir öđlingar fertugir (á árinu) og eldri.

Dagskrá:

  • 1. umferđ miđvikudag 29. október kl. 19.30
  • 2. umferđ miđvikudag 5. nóvember kl. 19.30
  • 3. umferđ miđvikudag 12. nóvember. kl. 19.30
  • 4. umferđ miđvikudag 19. nóvember kl. 19.30
  • 5. umferđ miđvikudag 26. nóvember kl. 19.30
  • 6. umferđ miđvikudag 3. desember kl. 19.30
  • 7. umferđ miđvikudag 10. desember kl. 19.30
Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.Ţátttökugjald er kr. 4.000. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ. Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur.

Róbert Lagerman sigrađi á hrađskákmóti TR

 

hra_skakmot_tr_-_ver_launahafar.jpg
Róbert Lagerman kom sá og sigrađi međ tólf vinninga af fjórtán á stórskemmtilegu Hrađskákmóti Taflfélags Reykjavíkur í dag. Baráttan um sigurinn var geysihörđ og í öđru til ţriđja sćti einungis hálfum vinning á eftir urđu Gunnar Fr. Rúnarsson og Jóhann Ingvason.

 

Efstur TRinga varđ varformađurinn og fyrrverandi skákmeistari félagsins Kjartan Maack sem er ţar međ hrađskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2014. 

Félagiđ óskar verđlaunahöfum til hamingju og vill ţakka öllum ţeim 40 sem tóku ţátt.

Lokastađan (hćgt ađ klikka á mynd til ađ stćkka)

 

hra_skakmot_tr_201.jpg

 

 


Jón Kristinn hrađskákmeistari SA

Jón Kristinn ŢorgeirssonHausthrađskákmót Skákfélags Akureyrar var háđ í gćr, 19. október. Tíu keppendur mćttu til leiks og telfdu einfalda umferđ. Ađ venju reyndist Jón Kristinn Ţorgeirsson fengsćll og vann allar sínar skákir. 

Úrslit:

 

Jón Kristinn Ţorgeirsson             9 

Áskell Örn Kárason og

Sigurđur Eiríksson                       7

Haraldur Haraldsson                   6

Smári Ólafsson                            5

Haki Jóhannesson                       4,5

Sveinbjörn Sigurđsson                 3

Kristjan Hallberg                          2,5

Gabríel Freyr Björnsson               1

Roman Darri S. Bos                      0

Nćsta mót verđur á fimmtudagskvöld, fjórđa lota í mótaröđinni.


Skákţáttur Morgunblađsins: Huginn leiđir eftir fyrrihluta Íslandsmótsins

Eftir fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um síđustu helgi er viđbúiđ ađ baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verđi hörđ og muni standa á milli ţriggja efstu liđa, Hugins, Taflfélags Reykjavíkur og Taflfélags Vestmannaeyja. Tíu liđ eru í efstu deild og stađan er ţessi: 1. Skákfélagiđ Huginn 28˝ v. 2. Taflfélag Reykjavíkur 28 v. 3. Taflfélag Vestmannaeyja v 27˝ v. 4. Skákdeild Fjölnis 23 v. 5. Taflfélag Bolungarvíkur 21˝ v. 6. Huginn (b-sveit) 18˝ v. 7. Skákfélag Akureyrar 18 v. 8. Víkingaklúbburinn 12˝ v. 9. Skákfélag Reykjanesbćjar 12 v. 10. Skákfélag Íslands 11 v.


Sveitir Taflfélag Reykjavíkur standa vel ađ vígi á öllum neđri deildunum, Í 2. deild er b-sveitin félagsins efst, í 3. deild er leiđir c-sveitin og í 4. deild er d-sveit TR í efsta sćti.

Efstu liđin í 1. deild eru búin ađ mćtast innbyrđis í 1. deildinni ţannig ađ úrslitin snúast um ţađ hversu mörgum vinningum ţau sanka ađ sér á lokasprettinum. Skákfélagiđ Huginn, sem tapađi fyrir Taflfélagi Vestmannaeyja í 3. umferđ, nýtur ţess ađ vera međ b-liđ í keppninni og góđan mannskap. Ţegar a- og b-liđiđ mćttust í 1. umferđ voru međalstig b-liđsmanna 1.854 elo-stig en hćkkuđu svo snarlega í nćstu umferđ upp í 2.218 elo-stig. Hinn ungi og efnilegi Hilmir Freyr Heimisson vann raunar ţrautreyndan Kristján Eđvarđsson á 6. borđi en önnur úrslit voru eftir bókinni og niđurstađan 7:1, A-liđinu í vil. Ungu skákmennirnir stóđu sig almennt vel á Íslandsmótinu og af eldri skákmönnum er ţađ helst ađ segja ađ gömul kćti greip menn ţegar Margeir Pétursson gekk í salinn til ađ tefla tvćr skákir fyrir sitt gamla félag, Taflfélag Reykjavíkur, seiglađist í erfđri vörn á móti „Shirov-bananum" Einar Hjalta og vann ađ lokum. Jóhann Hjartarson, tefldi vel gegn Kanadamanninum Eric Hansen og gaman var ađ sjá búlgarska stórmeistarann Ivan Cheparinov ađ tafli fyrir Hugin í Rimaskólanum. Alltaf dáist mađur ađ ţrautseigjunni og ţeirri tryggđ viđ heimahagana sem ríkir innan Skákfélags Akureyrar. Gylfi Ţórhallsson hefur veriđ međ í nánast hverri umferđ frá fyrstu keppninni haustiđ 1974 og félagar hans og máttarstólpar í liđinu missa vart úr skák ţessi misserin. Norđanmenn hafa líka innan sinna vébanda einn efnilegasta skákmann landsins sem hćkkađi um tćplega 70 elo stig ţessa helgi og vann kunnan skákmeistara í 5. umferđ:

Árni Ármann Árnason (Bolungarvík) - Jón Kristinn Ţorgeirsson (Akureyri )

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 c6 6. Dc2 Be7 7. e3 Re4 8. Bxe7 dxe7 9. Bd3 f5 10. Rc3 0-0 11. 0-0 Be6 12. Re5 Rd7 13. f4 Hf6 14. Ra4 Rxe5 15. fxe5 Hg6 16. Hab1

Af hverju ekki 16. b4 strax, t.d. 16. ...Dxb4 17. Bxe4 dxe4 18. Rc5 sem hótar m.a. 19. Hab1.

16. ... Dg5 17. De2 h5 18. b4 h4 19. Bxe4

Opnar fyrir biskupinn á e6 en svartur hótađi 19.... Rg3.

19.... fxe4 20. Hf4 Bh3 21. Hf2 Bg4 22. Dd2 Bf3 23. Kh1?

Betra var sennilega 23. Rc3. Nú hristir Jón Kristinn fram úr erminni magnađa fléttu.

gr2t2pua.jpg23.... Dxg2+! 24. Hxg2 h3!

Eftir ţennan óvćnta „millileik" sá Árni síma sćng uppreidda. Hann getur ţó varist međ 25. Kg1 sem má svara međ 25.... Bxg2! 26. De1 Hf8 međ áframhaldandi sókn, t.d. 27. Hb2 Hf5 o.s.frv.

25. De1? Hxg2 26. Rc5 Hg6 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 11. október 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Oliver og Símon byrja vel á EM ungmenna

Oliver Aron skákmeistari RimaskóliFyrsta umferđ EM ungmenna fór fram í dag í Batumi í Georgíu. Oliver Aron Jóhannesson (2192) og Símon Ţórhallsson (1796) byrja vel. Oliver Aron vann en Símon gerđi jafntefli viđ andstćđing sem var 400 stigum hćrri. Dagur Ragnarsson (2154) og Gauti Páll Jónsson (1739) töpuđu. Oliver verđur á beinni á morgun en ţá teflir hann viđ stigahćsta keppendann í sínum flokki.

Úrslit fyrstu umferđar (hćgt ađ stćkka međ ţví klikka á mynd)

em-umf1_1248141.jpg


Röđun annarrar umferđar:

em-umf2.jpg


989 skákmenn frá 43 löndum taka ţátt. Fulltrúar Íslands eru fjórir ađ ţessu sinni. Dagur Ragnarsson (2154) teflir flokki 18 ára og yngri en Oliver Aron Jóhannesson (2192), Símon Ţórhallsson (1796) og Gauti Páll Jónsson (1739) tefla í flokki 16 ára og yngri. Dagur og Oliver eru ţrautreyndir á slíkum mótum en Símon og Gauti eru ađ há frumraun sína.

Dagur er nr. 42 í stigaröđ 62 keppenda. 

Í flokki 16 ára og yngri taka 89 skákmenn ţátt. Oliver er nr. 32 í stigaröđ keppenda en Símon er nr. 77 og Gauti er nr. 82.



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 8
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 8766199

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 173
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband