Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

Jón Viktor Íslandsmeistari í netskák

Jón Viktor ađ tafli í BelgradAlţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson varđ í kvöld Íslandsmeistari í netskák en Jón hlaut 7,5 vinning á mótinu sem fram fór í ICC í kvöld.  Annar varđ Davíđ Kjartansson međ 7 vinninga og í 3.-6. sćti urđu Rúnar Sigurpálsson, Ţorvarđur Fannar Ólafsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Róbert Lagerman međ 6 vinninga.

Nánar verđur fjallađ um mótiđ á morgun og greint frá lokastöđu og skiptingu aukaverđlauna.

 


Henrik byrjar vel í Köben

Henrik ađ tafli í BarlinekStórmeistarinn Henrik Danielsen (2495) byrjađi vel á ŘBRO-nýársmótinu sem hófst í Kaupamannahöfn í dag en en ţá voru tefldar 2 umferđir.  Henrik sigrađi Esben Christiansen (2008) í fyrri skák dagsins og Klaus Paulsen (2029) í ţeirri síđari.  Á morgun verđa einnig tefldar tvćr umferđir.  Í ţeirri fyrri teflir Henrik viđ FIDE-meistarann Jacob Karstensen (2317) og verđur hćgt ađ fylgjast međ ţeirri skák beint á netinu. 

Í mótinu taka ţátt 64 skákmenn og ţar af 2 stórmeistarar (Henrik og Johnny Hector (2572)), 1 alţjóđlegur meistari og 2 FIDE-meistarar.  Mótiđ er 7 umferđir og er teflt bratt en mótiđ tekur ađeins fjóra daga.


Arnar Íslandsmeistari í atskák

Picture 065Arnar Gunnarsson sigrađi Sigurbjörn Björnsson 2-1 í úrslitum Íslandsmótsins í atskák sem fram fór í sjónvarpssal í dag.  Sigurbjörn sigrađi í fyrstu skákinni eftir skemmtilega drottningarfórn, Arnar jafnađi í síđari skákinni eftir ađ Sigurbjörn lék af sér drottningunni.  Arnar hafđi svo betur í úrslitahrađskák og sigrađi ţví samtals 2-1. 

Einvígiđ má horfa á heild sinni á vef RÚV.  Einnig er vert ađ benda á gott myndaalbúm mótsins en myndirnar voru teknar af Úlfi Gronvold leikmyndargerđarmanni en leikmyndin var ákaflega smekklega sett upp af hálfu RÚV. 


Fimm innlendir skákviđburđir í dag!

Fimm innlendir skákviđburđir fara fram í dag og ţar af tvenn Íslandsmót.  Ţrír ţeirra hefjast kl. 14  og tveir fara fram í kvöld.  Klukkan 14 hefst Íslandsmótiđ í atskák en Arnar Gunnarsson og Sigurbjörn mćtast í sjónvarpssal í úrslitaeinvígi og verđur ţví sjónvarpađ beint.  Á sama tíma hefjast einnig Jólahrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélags Akureyrar.  Á fyrrnefnda mótinu er bođiđ upp á ađ menn geti fylgst međ einvíginu á milli skáka á skjá í skáksal.  Í kvöld kl. 19:30 hefst svo Jólaatskákmót Taflfélags Vestmannaeyja og kl. 20 hefst Íslandsmótiđ í netskák sem fram fer á ICC.
 
 

Jólahrađskákmót TR fer fram í dag

Jólahrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ sunnudaginn 27. desember kl. 14.  Tefldar verđa 2x7 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótiđ fer fram í húsnćđi T.R. ađ Faxafeni 12.  Ţátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţar sem úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram á sama tíma í beinni útsendingu Sjónvarps verđur bođiđ upp á ađstöđu til ađ fylgjast međ ţví.


Íslandsmótin í atskák og netskák fara fram á morgun - sunnudag

Tvenn Íslandsmót fara fram á morgun.  Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram á morgun á morgun á milli Arnars Gunnarssonar og Sigurbjörns Björnssonar og hefst kl. 14.  Mótiđ verđur í beinni útsendingu RÚV og verđur útsendingi í umsjón Helga Ólafssonar og Halls Hallssonar.   Íslandsmótiđ í netskák fer svo fram um kvöldiđ á ICC og hefst kl. 20.  Arnar á titil ađ verja á báđum vígstöđvum og er međal  35 keppenda sem ţegar eru skráđir til leiks á netmótinu.

Íslandsmótiđ í netskák er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.  Skráning fer fram hér á Skák.is og kostar ekkert ađ taka ţátt.   Mótiđ er í umsjón Taflfélagsins Hellis og er elsta landsmótiđ í netskák en fyrsta mótiđ var haldiđ 1996 og fyrsti landsmeistarinn í netskák er í gjörvöllum heiminum heitir Ţráinn Vigfússon!  

Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á Skák.is.  Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forriti.   Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit.  Mćlt er međ ţví ađ menn mćti tímanlega til ađ forđast megi tćknileg vandamál.  

Arnar er sigursćll í netskákinni og er fjórfaldur Íslandsmeistari.  Stefán Kristjánsson kemur nćstur međ 3 titla.  

Verđlaun:

1. kr. 10.000
2. kr.   6.000
3. kr.   4.000

Undir 2100 skákstigum (miđađ viđ nýjustu íslensku skákstig):

1. Fjórir frímánuđir á ICC
2. Tveir frímánuđir á ICC

Undir 1800 skákstigum (miđađ viđ nýjustu íslensku skákstig):
1. Fjórir frímánuđir á ICC
2. Tveir frímánuđir á ICC

Stigalausir:
1. Fjórir frímánuđir á ICC
2. Tveir frímánuđir á ICC

Unglingaverđlaun (15 ára og yngri):
1. Fjórir frímánuđir á ICC
2. Tveir frímánuđir á ICC

Kvennaverđlaun:
1. Fjórir frímánuđir á ICC
2. Tveir frímánuđir á ICC

Öldungaverđlaun (50+)
1. Fjórir frímánuđir á ICC
2. Tveir frímánuđir á ICC

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Skráđir keppendur, kl. 23:00, ţann 26. desember:

  • Kristján Halldórsson
  • Gunnar Björnsson
  • Sverrir Örn Björnsson
  • Bragi Ţorfinnsson
  • Sverrir Unnarsson
  • Lenka Ptacnikova
  • Birkir Karl Sigurđsson
  • Jón Gunnar Jónsson
  • Mikael Jóhann Karlsson
  • Bjarni Jens Kristinsson
  • Rúnar Sigurpálsson
  • Baldvin Ţór Jóhannesson
  • Erlingur Ţorsteinsson
  • Guđmundur Gíslason
  • Ingvar Örn Birgisson
  • Kristján Örn Elíasson
  • Björn Ívar Karlsson
  • Páll Snćdal Andrason
  • Eiríkur K. Björnsson
  • Hrafn Arnarson
  • Gunnar Fr. Rúnarsson
  • Arnar Gunnarsson
  • Davíđ Kjartansson
  • Gunnar Gunnarsson
  • Gunnar Ţorsteinsson
  • Jón Pall Haraldsson
  • Omar Salama
  • Magnús Matthíasson
  • Tomas Veigar Sigurdarson
  • Óskar Sigurţór Maggason
  • Magnús Garđarsson
  • Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir
  • Atli Freyr Kristjánsson
  • Hrannar Baldursson

Björn Ívar sigrađi á Jólamóti TV

Björn Ívar KarlssonBjörn Ívar Karlsson var öruggur sigurvegari á Jólamóti Taflfélags Vestmannaeyja sem haldiđ var á jóladag.  Hann hlaut 8,5 vinninga í 9 umferđum. Í öđru sćti varđ Sverrir Unnarsson međ 7 vinninga og ţriđji varđ Sigurjón Ţorkelsson međ 6,5 vinninga.

Veitt voru bókaverđlaun fyrir efstu sćtin, sem og fyrir ţrjá efstu í flokki 15 ára og yngri og 10 ára og yngri.

Ţátttaka á Jólamótinu er alltaf ađ aukast og nú voru 18 keppendur og menn eru jafnvel farnir ađ gera sér ferđ á ţessum helgasta degi ársins til ţess ađ geta státađ af ţví ađ hafa veriđ keppendur á ţessu fornfrćga móti.  Ţannig var ţađ međ Sigurđ E. Kristjánsson sem gerđi sér ferđ yfir fjöll og höf alla leiđ úr Kópavogi til ţess ađ geta skráđ nafn sitt í sögubćkurnar sem einn af keppendunum í Jólamóti TV.

 15. ára og yngri.
1. Nökkvi Sverrisson 5,5 vinn. (50)
2. Kristófer Gautason 5,5 vinn. (43,5)
3. Dađi Steinn Jónsson 4 vinn.

10. ára og yngri.
1. Sigurđur Arnar MMagnússon 5 vinn.
2. Róbert Aron Eysteinsson  4,5 vinn. (40)
3. Jörgen Freyr Ólafsson  4,5 vinn. (32,5)

Lokastađan:

RankNameRtgPtsBH.
1Bjorn Ivar Karlsson217047˝
2Sverrir Unnarsson1880749˝
3Sigurjón Ţorkelsson188548˝
4Nökkvi Sverrisson175050
5Kristófer Gautason153043˝
6Stefan Gislason1625547
7Sigurđur E. Kristjánsson1915545
8Ţórarinn I Olafsson1640538
9Einar Sigurđsson1685536
10Sigurđur A Magnusson1290532˝
11Róbert Aron Eysteinsson131540
12Jörgen Freyr Olafsson032˝
13Karl Gauti Hjaltason1560446˝
14Dađi Steinn Jonsson1540440˝
15Lárus Garđar Long1125332
16Daniel Már Sigmarsson0232
17Daníel Scheving0133
18Guđlaugur G Guđmundsson00

35


Ekkert jólamót er í dag annan á jólum á Íslandi en á morgun verđa í gangi hvorki meira en minna en fimm viđburđir og ţar af tvenn Íslandsmót!

Heimasíđa TV


Íslenskt liđ teflir á EM öldungasveita

Íslenskt liđ tekur ţátt í EM öldungasveita sem fram fer í Dresden í Ţýskalandi í febrúar.  Liđiđ skipa m.a. tveir fyrrverandi forsetar Skáksambandsins.

 NameEloRtgNatRtg
    
1Gunnar Gunnarsson2231 
2Gunnar Finnlaugsson2121 
3Magnus Gunnarsson2107 
4Ingimar Jonsson 1915
5Ingimar Halldorsson  

Ţađ er Gunnar Finnlaugsson sem á heiđurinn á ţátttöku íslenska liđsins.  Í Dresden verđa margar kunnar keppur og má ţar nefna Korchnoi, Uhlmann, Jansa og Westerinen.

Heimasíđa mótsins


Jólamót TV fer fram í dag

Í dag Jóladag, er eina skákmótiđ sem haldiđ er á landinu í Vestmannaeyjum, nefnilega Jólamót Taflfélags Vestmanneyja og hefst mótiđ kl. 13:00 og eru allir velkomnir.  Reiknađ er međ ađ tefla 5-7 mínútna skákir, umferđarfjöldi eftir ţátttöku, en mótinu lýkur á 1,5-2 tímum.

Heimasíđa TV

 


Gleđileg jól!

Picture 002
 
Ritstjóraforsetinn minnir á öfluga jólastarfsemi félaganna en eftirfarandi skákmót fara fram á milli jóla og nýárs:
 
  • 25. desember - Jólamót TV, hefst kl. 13
  • 27. desember - Íslandsmótiđ í atskák - úrslitaeinvígiđ - í beinni á RÚV kl. 14
  • 27. desember - Jólahrađskákmót TR, hefst kl. 14
  • 27. desember - Jólahrađskákmót SA, hefst kl. 14
  • 27. desember - Jólaatskákmót TV, hefst kl. 19:30
  • 27. desember - Íslandsmótiđ í netskák, hefst kl. 20:00 á ICC
  • 28. desember - Hrađskákmót Gođans, hefst kl. 13:00 á Húsavík
  • 30. desember - Hverfakeppni SA
  • 31. desember - Volcano Open, hefst kl. 13:30
Gleđileg jól!
 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 8765178

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband