Leita í fréttum mbl.is

Sprettur styđur Bjarna Jens

Bjarni Jens..........SpretturÚthlutađ hefur veriđ 900 ţúsund krónum úr Spretti, styrktarsjóđi Alcoa Fjarđaáls og Ungmenna- og íţróttasambands Austurlands (UÍA), til ţrettán umsćkjenda. Tveir afreksstyrkir voru veittir til einstaklinga upp á 100.000 krónur. Bjarni Jens Kristinsson, skákmađur, fékk annan ţeirra. Ađ auki var úthlutađ iđkendastyrkjum, ţjálfarastyrkjum og félagsstyrkjum. Úthlutađ var í tvennu lagi. Annars vegar á Egilsstöđum fyrir jól en vegna veđurs komst hluti styrkţega ekki ţangađ. Ţví var önnur úthlutun á Reyđarfirđi á sunnudag í lok Fjórđungsglímu Austurlands.

Bjarni Jens Kristinsson er 18 ára skákmađur, búsettur á Hallormsstađ. Hann varđ nýveriđ Norđurlandameistari framhaldsskóla međ sveit Menntaskólans í Reykjavík og náđi ágćtum árangri á heimsmeistaramóti unglinga í skák sem fram fór í Tyrklandi í nóvember. 

"Ţađ má segja ađ styrkurinn úr Spretti hafi komiđ mér til Tyrklands. Viđ ţurftum sjálf ađ borga stóran hluta ferđarinnar, sem var tvćr vikur. Ég lít líka á styrkinn sem hrós og ţađ er gaman ađ vita ađ ađrir taki eftir ţví sem mađur er ađ gera."

Um Sprett:

Í sumar var endurnýjađ samkomulag Alcoa Fjarđaáls og UÍA um styrktarsjóđinn Sprett. Gerđar voru ákveđnar breytingar á forsendum sjóđsins. Hann er nú einkum ćtlađur til ađ styrkja íţróttaiđkun barna og unglinga međ einkunnarorđ Alcoa um afburđi (excellence) ađ leiđarljósi. Alcoa Fjarđaál sér um fjármögnun sjóđsins en UÍA um skipulag og utanumhald. Ađilar skipa sameiginlega úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknir og úthlutar úr sjónum. 

Úr sjóđnum er úthlutađ fjórum gerđum styrkja sem nánar er gerđ grein fyrir í úthlutunarreglum. Ţetta eru afreksstyrkir, iđkendastyrkir, ţjálfarastyrkir og félagastyrkir.

Stefnt er ađ ţví ađ til framtíđar verđi úthlutađ úr sjóđnum tvisvar á ári en í ár var ađeins ein úthlutun.  

Styrkţegar úr Spretti fengu ađ auki Ţórarinspeninginn, minningarpening um Ţórarinn Sveinsson, sem var einn af helstu forgöngumönnum um stofnun UÍA.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 8765179

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband