Leita í fréttum mbl.is

FIDE-ţjálfaranámskeiđ fyrirhugađ í mars/apríl

Stjórn SÍ hefur í hyggju ađ halda 5-6 daga FIDE-ţjálfaranámskeiđ á nćsta ári sem liđ í afreksstarfi sínu.  Námskeiđiđ gefur annars vegar réttindi sem "FIDE Instructor" (fyrir ţá sem eru međ a.m.k 1800 stig og starfađ hafa ađ ţjálfun í 2 ár) og hins vegar sem "FIDE Trainer" (fyrir ţá sem eru međ a.m.k. 2300 stig og starfađ hafa ađ ţjálfun í 5 ár).  Próf eru í lok námskeiđsins. 

Gert er ráđ fyrir ađ FIDE Instructor ţjálfi skákmenn upp ađ 1800 stigum, en FIDE Trainer ţjálfi skákmenn međ 2300-2450 stig.  Meiri kröfur eru einnig til verkefna, sem unnin eru af ţeim sem vilja verđa FIDE Trainer. Alţjóđlegar ţjálfaragráđur ţekkjast í öđrum greinum, eins og knattspyrnu, ţar sem Knattspyrnusamband Evrópu býđur t.d. upp á "UEFA B" og "UEFA A" og "UEFA Pro" ţjálfaragráđur.

Á FIDE ţjálfaranámskeiđi fyrr á ţessu ári var t.d. fariđ yfir skáksálfrćđi, notkun á ChessBase viđ stúderingar og kennslu, greiningar á miđtaflinu, hvernig eigi ađ byggja upp byrjanakerfi, kenna eigi taktík og bćta útreikninga.  Međal kennara á námskeiđinu voru úkraínski/slóvenski stórmeistarinn Adrian Mikhalchishin, sem er varaformađur ţjálfaranefndar FIDE, og austurţýski stórmeistarinn Uwe Bönsch, sem er skólastjóri Ţjálfaraakademíu FDIE. 

Stjórn SÍ hefur ţegar sent erindi vegna námskeiđsins til Ţjálfaraakademíu FIDE og hefur hún tekiđ ţví mjög vel. Stefnt er ađ halda námskeiđiđ í mars eđa apríl á nćsta ári, en endanleg dagsetning fer eftir samkomulagi viđ FIDE og íslenska skákdagatalinu.  Ţađ er ljóst ađ ţátttakendur á námskeiđinu ţurfa ađ taka frí frá vinnu í 2-3 daga.  SÍ hefur ađ hyggju ađ greiđa fastan kostnađ ađ mestu leyti (flug, gisting, uppihald og laun kennara) en annar kostnađur mun ađ lenda á ţátttakendum nemendum.  Ţađ getur ţýtt kostnađ upp á 75.000 kr. á mann miđađ viđ 20 skákkennarar taki ţátt.  Sjálfsagt geta menn fundiđ ýmsar leiđir til ađ ná upp í ţann kostnađ.  Margir geta sótt til verkalýđsfélaga og svo gćtu menn sótt um styrki til félaganna og jafnvel unniđ af sér gagnvart félaginu, međ kennslu/taflmennsku o.ţ.h. 

Áđur en endanleg ákvörđun vill stjórn SÍ kanna undirtektir.  Ţetta námskeiđ gćti einnig hentađ metnađarfullum skákmönnum sem vilja bćta fagleg vinnubrögđ sín viđ stúderingar til ađ ná betri árangri í greininni. Ţeir sem telja líklegt ađ ţeir taki ţátt eru vinsamlegast beđnir um ađ hafa samband viđ Gunnar Björnsson í netfangiđ gunnibj@simnet.is.

Mikilvćgt er ađ menn svari heiđarlega ţví Skáksambandiđ ţarf ađ hafa býsna góđar hugmyndir um ţátttöku áđur en ţađ verđur fariđ fariđ út í jafn dýra framkvćmd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 8765203

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband