Leita í fréttum mbl.is

Skákhátíđ í Árneshreppi 19. til 21. júní

Jóhann HjartarsonJóhann Hjartarson stórmeistari, stigahćsti meistari íslenskrar skáksögu, verđur međal keppenda á Minningarmóti Guđmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem haldiđ verđur í Djúpavík, laugardaginn 20. júní.

Athygli er vakin á ţví ađ Minningarmót Guđmundar tekur ađeins einn dag, en ađ skákhátíđin í Árneshreppi stendur frá föstudegi til sunnudags.

Af öđrum keppendum má nefna stórmeistarana Henrik Danielsen og Ţröst Ţórhallsson, alţjóđameistarana Arnar Gunnarsson og Björn Ţorfinnsson, Róbert Harđarson FIDE-meistara og Gunnar Björnsson forseta Skáksambandsins. Vonir standa til ađ Djúpavíkurmeistarinn 2008, Helgi Ólafsson, verđi međ, auk ţess sem von er á áhugamönnum á öllum aldri og úr öllum áttum.

Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis. Keppendur eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst. Hćgt er ađ bóka gistingu í samráđi viđ skipuleggjendur eđa á eftirtöldum stöđum:

  • Hótel Djúpavík, sími 451 4037
  • Gistihúsiđ Norđurfirđi, sími 554 4089
  • Gistihúsiđ Bergistangi, Norđurfirđi, sími 4514003
  • Finnbogastađaskóli (svefnpokapláss og tjaldstćđi), sími 4514012

Dagskráin hefst í Djúpavík föstudagskvöldiđ 19. júní međ setningarathöfn og tvískákarmóti - en ţađ er mjög skemmtilegt listform ţar sem tveir eru saman í liđi.

Laugardaginn 20. júní klukkan 12 hefst ađalviđburđur helgarinnar í Djúpavík: Minningarmót Guđmundar Jónssonar í Stóru-Ávík. Mótinu lýkur síđdegis međ verđlaunaafhendingu og grilli.

Verđlaun eru sannarlega glćsileg. Auk 100 ţúsund króna verđlaunapotts eru fjöldi góđra vinninga. Ţar má nefna skúlptúr eftir Guđjón frá Dröngum, listmun eftir Valgeir í Árnesi, siglingu fyrir tvo norđur ađ Horni, silfurnisti eftir Jóhönnu í Árnesi, gistingu í Norđurfirđi, Hótel Djúpavík og sundlaugarhúsinu Krossnesi, landsins besta lambakjöt frá Melum, slćđur frá Persíu og Arabíu, hannyrđir Selmu á Steinstúni, málsverđ fyrir tvo í Kaffi Norđurfirđi,  og bćkur frá JPV-útgáfu og Skugga.

Á sunnudeginum klukkan 13 er svo komiđ ađ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.  Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem er til ađ tefla eđa sýna sig og sjá ađra. Ţátttaka er ókeypis.

Međ hátíđinni núna vilja mótshaldarar heiđra minningu Guđmundar Jónssonar í Stóru-Ávík, sem jafnan var hrókur alls fagnađar á skákţingum einsog öđrum mannmótum. Leiddir eru saman heimamenn og gestir, strákar og stelpur, mjóir og feitir, ungir og gamlir. Allt í samrćmi viđ kjörorđ FIDE og Hróksins: Viđ erum ein fjölskylda.

Sett hefur veriđ upp Facebook-síđan Skákhátíđ í Árneshreppi á Ströndum.

Upplýsingar og skráning:

Róbert Lagerman, chesslion@hotmail.com, sími 6969658

Hrafn Jökulsson, hrafnjokuls@hotmail.com, sími 4514026.

Heimasíđa mótsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.6.): 18
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 252
  • Frá upphafi: 8766087

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband