Leita í fréttum mbl.is

Björn Sölvi sigrađi á eigin afmćlismóti!

Róbert, Björn Sölvi, Arnljótur og Gunnar FreyrFIDE-meistarinn Björn Sölvi Sigurjónsson sigrađi á afmćlismóti, honum sjálfum til heiđurs, í Vin, athvarfi Rauđa krossins viđ Hverfisgötu ţann 26. janúar.  Sextugur Björn var í rífandi stuđi og fékk fimm vinninga úr sex skákum.

Fyrir mótiđ var afmćlissöngurinn sunginn viđ undirleik á lítinn lírukassa, og síđan gítarundirleik Atla Arnarssonar. Birni voru svo fćrđ blóm í tilefni dagsins.

Í annađ sinn í sögu skákmóta í Vin, sem Skákfélag Vinjar og Hrókurinn setja upp, mćttu átján manns á mánudegi klukkan 13, sem ţykir frábćrt. Í hitt skiptiđ var ţađ á Morgan Kane mótinu fyrir um ári síđan. En 27 ţátttakendur voru reyndar ţegar kveđjumót var haldiđ til heiđurs Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur, fyrrum forseta og má mikiđ gerast til ađ ţađ verđi slegiđ.

Ađ ţessu sinni var yngsti ţátttakandinn 13 ára og sá elsti 84.

Ţess verđur ađ geta ađ skákstjórinn Róbert Lagerman var međ fimm og hálfan vinning og hćstur á mótinu, en hann keppti sem gestur og afsalađi sér verđlaunum.

Björn Sölvi fékk bikarinn en silfurverđlaun hlaut Arnljótur Sigurđsson og bronsiđ Gunnar Freyr Rúnarsson, en ţeir, ásamt Sigurjóni Ţór Friđţjófssyni og Hauki Halldórssyni, voru međ fjóra vinninga. Arnljótur og Björn Sölvi

Eftir fjórđu umferđ var glćsilegt afmćliskaffi og ađ móti loknu var verđlaunaafhending ţar sem efstu menn fengu bikar og medalíur auk bókar og bćklinga eftir ţá Björns Sölva og Friđrik Ólafsson, stórmeistara, afmćlisbörn dagsins.

Allir ţátttakendur fengu vinning í formi bókar eđa geisladisks.


Úrslit:

  • Gestur: Róbert Lagerman     5,5
  • 1.   Björn Sölvi Sigurjóns     5
  • 2.   Arnljótur Sigurđsson       4
  • 3.   Gunnar Freyr Rúnarss     
  • 4.   Sigurjón Ţ. Friđţjófss.    
  • 5.   Haukur Halldórsson       
  • 6.   Guđmundur V. Guđm.    3,5
  • 7.   Halldór Ólafsson             3
  • 8.   Árni Pétursson                 
  • 9.   Björn Ţorlákur Björnss.  
  • 10. Guđmundur K. Magnúss
  • 11. Arnar Valgeirsson          
  • 12-14. Emil N. Ólafsson        2
  •        Embla Dís                       
  •        Ingvar Sigurđsson           
  • 15-18. Atli Arnarsson             1
  •        Jón S. Ólafsson                1
  •       Gunnar Gestsson               1

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765550

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband