Leita í fréttum mbl.is

Ólympíumótiđ í Dresden, 8. pistill

Bćđi liđin gerđu jafntefli í gćr í miklum baráttuviđureignum.  Karlaliđiđ var á tímabili nálćgt sigri gegn Kólumbíu en í lokin máttum viđ ţakka fyrir jafntefliđ ţví Stefán lagđi allt undir gegn andstćđing sínum og uppskar sigur, en Kólumbíumađurinn hefđi getađ teflt lokin á skákinni betur, td međ ţví ađ drepa á d6 og leika Dg6-h5-e5 eftir ađ Stefán lék hinum mjög svo ögrandi d6 leik sem miđađi ađ ţví ađ sleppa viđ ţrátefliđ.  Bćđi Héđinn og Hannes komust lítiđ áleiđis gegn sínum andstćđingum og Ţröstur féll á tíma á ótrúlegan hátt í jafnteflisstöđu ţannig ađ í stađinn fyrir ađ Stefán myndi berjast fyrir sigri í viđureigninni ţá var hann ađ berjast fyrir jafnteflinu. 

Ekki er auđvelt ađ útskýra hvađ gerđist hjá Ţresti, hann bara ruglađist eitthvađ á ţessu öllu saman og féll á tíma í stöđu sem andstćđingur hans myndi sjálfsagt aldrei ná ađ vinna, en ţađ ţýđir lítiđ ađ velta sér upp úr ţví heldur bara einbeita sér ađ nćstu viđureign sem er á eftir gegn Sameinuđu Arabísku Furstadćmunum.  Ţar hvílir Héđinn vegna ţess ađ hann er međ einhverja kvefpest og treystir sér ekki til ađ tefla.  Vonandi verđur hann búinn ađ ná sér fyrir lokasprettinn, en hér eftir verđur hvert stig mjög dýrmćtt.

Stelpurnar gerđu jafntefli viđ Mexíkó í gćr ţar sem Lenka og Guđlaug unnu og Sigurlaug og Elsa María töpuđu.  Á eftir tefla ţćr svo gegn ţéttu liđi Luxemborgar ţar sem stig vćri fínt.   

Armenar unnu gríđarlega góđan sigur gegn Rússum í gćr og stigu međ ţví stórt skref í átt ađ ţví ađ verja Ólympíutitilinn.  Sargissian vann Grischuk í mjög áhugaverđri skák og gerđist ţađ sama fyrir tveimur árum ţegar Armenar unnu Rússana međ sama mun, 2,5-1,5.  Á eftir mćta Armenarnir svo Frökkum og međ sigri ţar myndu ţeir nálgast gulliđ verulega.  Reyndar eiga ţeir eftir ađ mćta heimamönnum í Ţýskalandi sem hafa stađiđ sig vel og mćta gríđarlega vel undirbúnir til leiks.  Ţjóđverjarnir fá Ísraela og Rússar mćta Bandaríkjamönnum, en Ţjóđverjar, Ísraelar og Frakkar eru allir međ 12 stig, stigi minna en Armenar.

Ţá má geta ţess ađ Víetnamar sem lögđu okkur í 6. umferđ unnu Hollendinga í gćr og eru ţar međ komnir međ 11 stig og mćta Kínverjum í 8. umferđ! Aftur reyndust 2 efstu borđin vel fyrir Víetnama ţví ţeir unnu ţá Loek Van Wely og Jan Smeets. 

En ţar sem frekar lítiđ merkilegt gerđist í gćr, utan skákborđsins, ţá lćt ég ţetta bara nćgja í bili.

kveđja, Sigurbjörn


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 127
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 8766001

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband