Leita í fréttum mbl.is

Fimmta umferđin á HM í Antalya er í fullum gangi....

Í dag er án efa langbesta veđriđ frá upphafi og frábćrt ađ sitja úti í sólinni og horfa út á sjóinn. Ţađ er ekki laust viđ ađ mađur hafi ţó veriđ međ fiđrildi í maganum í morgun ţví gćrdagurinn var ekki mjög gjöfull á vinninga. Lítill tími gafst til undirbúnings fyrir fimmtu umferđina sem hófst kl. 10 en krakkarnir voru ţó í ţokkalegu formi. Hildur Berglind sem hefur teflt mun betur milli umferđa en akkúrat í hverri umferđ fékk skottu svo hún er loksins komin međ einn vinning. Hún er reyndar stađráđinn í ţví ađ vinna seinni umferđina í dag og er búin ađ gera samning viđ Alejandro magadansbúningasala um heilt sett ef hún vinnur! Ţar sem ég held líka međ Hildi hef ég samţykkt ađ taka ţátt í kostnađi af ţessum búning sem um rćđir. Hildur er ţví á leiđ á ćfingu til Palla en ćtlar svo ađ fara í magadanskennslu viđ sundlaugina kl. 15.30 og hita ţannig upp fyrir seinni umferđina sem hefst kl. 17.

Dagur Andri átti góđan morgun og var komin út eftir 1,5 tíma međ rosaflotta vinningsskák. Svanberg, Hallgerđur og Hrund töpuđu en Jóhanna Björg gerđi jafntefli. Hjörvar og Sverrir eru enn ađ tefla. Elsa er komin út en engin virđist vita hvernig skákin fór hjá henni ţar sem hún fór beint til Braga ađ fara yfir skákina.

Í gćrkvöldi kom hópurinn saman og borđuđum viđ á "Ítalska" stađnum hér í húsinu. Ţađ var ákveđin upplifun ţví hann er álíka ítalskur og Kebab húsiđ á Grensásveginum. Allir voru samt kátir og glađir og maturinn alveg ágćtur ţótt hann hafi ekki veriđ sérlega ítalskur. Hins vegar var gott nćđi og rólegt ţar inni sem var hin besta tilbreyting frá skvaldrinu í stóra matsalnum.  Á morgun er frídagur og ćtla nú flestir ađ reyna ađ slaka á og gera eitthvađ skemmtilegt eins og t.d ađ fara í skođunarferđir og ţess háttar. Kvöldiđ verđur svo ađ sjálfsögđu nýtt til undirbúnings fyrir 7. umferđ.

Á www.unglingaskak.blog.is má fylgjast međ ferđapistlum hópsins!

Međ kveđju úr tyrknesku sólinni,
Edda


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.6.): 6
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 8766032

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband