Leita í fréttum mbl.is

SŢR #5: Stefán Bergsson einn eftir međ fullt hús og efstur

20180124_193908-2-620x330

Ţađ var ekki lognmollunni fyrir ađ fara á efstu borđunum í 5. umferđ á Skákţinginu á miđvikudagskvöldiđ. Á tíu efstu borđunum litu bara tvö jafntefli dagsins ljós. Hrafn Loftsson (2163) hélt jöfnu međ ţví ađ gefa peđ gegn Degi Ragnarssyni (2332) á öđru borđi en tryggja sér nćgileg gagnfćri gegn kóngi Dags í endatafli. Ţá jafnađi Ţorvarđur F. Ólafsson (2178) svo rćkilega tafliđ gegn Braga Halldórssyni (2082) á fimmta borđi ađ ekki var annađ gera eftir 20 leiki en ađ sćttast á jafnan hlut.

Ţar međ eru rólegheitin upp talin, ţví á hinum átta borđunum var teflt af hörku og sviptingar miklar. Á efsta borđi hjá ţeim Stefáni Bergssyni (2093) og Birni Hólm Birkissyni (2084) var frumlega teflt í byrjuninni en ađ lokum kom upp einhvers konar Sikileysk stađa međ vissum Grand Prix einkennum, fyrir ţá sem til ţekkja í ţeirri mćtu byrjun. Átök brutust út á miđborđi sem enduđu međ ţví ađ hvorir um sig höfđu hćttuleg frípeđ. Stađa Stefáns var ţó vćnleg megniđ af skákinni og Björn lenti í miklu tímahraki. Svo miklu, ađ ţegar Stefán hótađi báđum hrókum Björns í 36. leik, gafst Birni ekki tími til ađ sjá skemmtilega gagnsóknarleiđ sem hefđi flćkt málin töluvert fyrir Stefáni. Björn féll á tíma áđur en hann náđi ađ leika og Stefán er ţví einn efstur međ fullt hús eftir umferđina og vinningi fyrir ofan nćstu menn.

Ţeir Einar Hjalti Jensson (2336) og Vignir Vatnar Stefánsson (2304) áttu ţađ sammerkt ađ taktísk handvömm kostađi ţá liđ og skákina; Einar á ţriđja borđi gegn Hilmi Frey Heimissyni (2136) en Vignir á fjórđa borđi gegn Gauta Pál Jónssyni (2161).


Björgvin Víglundsson (2167) rétti sinn hlut gagnvart ungum og efnilegum liđsfélögum í TR međ ţví ađ vinna öruggan sigur á Aroni Ţór Mai (2066) á sjötta borđi. Björgvin hafđi ţvílíka yfirburđi í rými ađ bćđi hrókur Arons og riddari á miđborđi áttu enga reiti og voru báđir á leiđ yfir móđuna miklu ţegar Aron gaf.

Bragi Ţorfinnsson (2436) fékk hćpna stöđu upp úr byrjuninni gegn Eiríki K. Björnssyni (1936) á sjöunda borđi og stóđ höllum fćti í miđtaflinu. Hann fórnađi hins vegar peđi fyrir kóngsóknarfćri; Eiríkur tapađi alveg taktíska ţrćđinum í tímahrakinu og Bragi vann örugglega. Jóhann Ragnarsson (1991) fórnađi tveimur mönnum gegn Sigurbirni Björnssyni (2288) sem lét sér hvergi bregđa, ţáđi mennina og innbyrti vinninginn af öryggi.

Aftur á móti brá svo viđ í ţessari umferđ ađ gagnstćtt efri borđunum voru úrslit ađ mestu eftir bókinni annars stađar en sú hefur hreint ekki veriđ raunin í mótinu fram til ţessa.

Sjötta umferđin hefst kl. 13 n.k. sunnudag (28. janúar) í Skákhöll TR í Faxafeni. Nánar um úrslit, stöđu og pörun á Chess results og ţar eru líka skákirnar, hver annarri skemmtilegri.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 8765564

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 116
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband