Leita í fréttum mbl.is

Mön 1.umferđ: Heimsmeistarinn lagđi Bárđ

Íslendingar voru fyrirferđamiklir í umrćđunni um fyrstu umferđ alţjóđlega mótsins á Mön sem hófst í gćr. Alls taka átta íslenskir skákmenn ţátt í mótinu og var ferđin skipulögđ af Skákskóla Íslands. Í farabroddi breiđfylkingarinnar er skólastjórinn Helgi Ólafsson sem aldrei ţessu vant mun tefla sjálfur í mótinu. Helgi vann sína skák gegn Íslandsvininum Alan Byron og mćtir einum besta skákmanni heims, Hikaru Nakamura, í annarri umferđ mótsins sem er ađ hefjast.

Mesta athygli fyrstu umferđar vakti viđureign heimsmeistarans Carlsen viđ Bárđ Örn Birkisson. Líklega ţarf ađ fara um ţrjá áratugi aftur í tímann til ţess ađ finna viđureign Íslendingsins og ríkjandi heimsmeistara. Bárđur tefldi byrjunina vel og var međ fína stöđu. Hann lék síđan nokkrum örlítiđ ónákvćmum leikjum og ađ sjálfsögđu refsađi Magnús  fyrir ţađ og hafđi betur ađ lokum. Hann er nú eftir allt saman heimsmeistarinn. Fjörlegar umrćđur voru í spjallglugga beinu útsendingarinnar á Chessbomb.com. Ţar voru menn mikiđ ađ velta fyrir sér nafni Bárđs og voru einhverjir á ţví ađ ţetta vćri gott nafn á dverg úr Hringadróttinssögu (Bardur, son of Birkir).

Ţá kveiktu einhverjir á ţví ađ Bárđur vćri líklega bróđir Björns sem tefldi nokkrum borđum neđar viđ gođsögnina Alexei Shirov. Ártölunum var flett upp og Sherlockarnir á spjallsvćđinu komust ađ ţví ađ líklega vćru Birkissynir tvíburar. Ţá hófust fjörlegar umrćđur um hverjir vćru sterkustu skáktvíburar heims og niđurstađan var sú ađ líklega vćru ţađ Pert-brćđur hinir ensku (Nick Pert er GM en amlóđinn Richard er bara IM). Loks kíkti einhver á skák Björns gegn Shirov og ţá var skrifađ í hástöfum: "HVAĐA BRJÁLĆĐINGUR TEFLIR DREKANN GEGN SHIROV?".

Drekinn var djarft val hjá Birni en svo fór ađ Shirov fékk upp ógnvekjandi kóngsókn og ţá ţurfti ekki ađ spyrja ađ leikslokum.

Fljótlega eftir ađ umferđin hófst bárust ţćr fréttir ađ fyrstu skák mótsins vćri lokiđ. Ţar var Íslendingur í eldlínunni en ţví miđur ekki á réttum forsendum. Dagur Ragnarsson ruglađist á leikjaröđ gegn indverska stórmeistaranum S. Narayanan og varđ ađ henda inn hvíta handklćđinu eftir 13.leiki. Hundfúlt en Dagur mun eflaust bíta í skjaldarrendur.

Guđmundur Kjartansson gerđi traust jafntefli viđ indverska stórmeistarann Vishnu Prasanna og Hilmir Freyr Heimisson gerđi jafntefli viđ ţýska FIDE-meistarann Gerald Loew.

Gauti Páll Jónsson tapađi gegn bandaríska stórmeistaranum Eugene Perelshteyn og Aron Ţór Mai tapađi gegn Fischer. Reyndar Daniel Fischer.

 

Bein útsending(Simon Williams skýrir)

Heimasíđa mótsins

Úrslit á Chess-results

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8765269

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband