Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Karlavígin falla

Judit Polgar tilkynnti í miđju ólympíumóti í Noregi áriđ 2014 ađ hún vćri hćtt taflmennsku og ţađ var mikill sjónarsviptir ađ brotthvarfi hennar og ekki sjá ađ stöllur hennar myndu fylla skarđiđ sem hún skildi eftir. Hún hafđi ađ vísu lent í smá hremmingum í viđureign gegn hinni kínversku Hou Yifan á opna mótinu í Gíbraltar áriđ 2012 en ein skák til eđa frá gat aldrei breytt neinu í hinni mögnuđu afrekasögu.


Í lok síđasta mánađar tókst Hou Yifan ţađ sem Judit Polgar gerđi nokkrum sinnum, ađ vinna mót skipađ nokkrum af fremstu skákmönnum heims og má fullyrđa ađ arftaki ungversku skákdrottningarinnar sé fundinn.

Ţetta var í efsta flokki hinnar árlegu skákhátíđar í Biel í Sviss en ţar tefldu 10 skákmenn og urđu úrslit ţessi: 1. Hou Yifan 6˝ v. (af 9) 2. Bacrot 6 v. 3. Harikrishna 5˝ v. 4.-7. Ponomariov, Leko, Georgiadis og Morozevich 5 v. 8. Navara 4 v. 9. Vaganian 3 v. 10. Studer 1 v.

Gott auga fyrir taktískum vendingum er ađalsmerki Hou Yifan og kom ţađ ágćtlega fram í skák hennar viđ Armenann Vaganjan, sem lítiđ hefur sést til undanfarin ár. Vaganjan virtist reka sig á ţađ sem stundum gerist međal skákmanna sem fćddir eru upp úr miđri síđustu öld ađ ţekking á byrjunum sem dugđi ágćtlega í eina tíđ virkar fremur bitlaus í dag :

Biel 2017; 8. umferđ:

Rafael Vaganjan – Hou Yifan

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7 5. 0-0 d5 6. b3 Bd6 7. Bb2

0-0 8. Re5 c5 9. De2 Rc6 10. a3 Hc8 11. Rd2

Svona tefldi Artur Jusupov í gamla daga. Uppskipti á e5 myndu alltaf styrkja stöđu hvíts en Hou Yifan leyfir honum ađ standa ţar. )

11. ... Re7 12. Had1 Dc7 13. c4 Re4 14. cxd5 Rxd2 15. Hxd2 Bxd5 16. Dh5 f5 17. Rc4 cxd4 18. Bxd4 Rg6 19. Rxd6

(Menn hvíts standa dálítiđ klaufalega einkum ţó hrókurinn á d2. En ţessi uppskipti bćta ekki stöđuna.

19. ... Dxd6 20. b4

GCB11KLVG20. ... Bxg2!

Skemmtilegur hnykkur sem byggir á valdleysi hróksins á d2.

21. Kxg2 Dxd4 22. Dxg6

Eftir 22. exd4 Rf4+ og 23. ... Rxh5 er svartur peđi yfir međ tiltölulega létt unniđ tafl.

22. ... Dd5+ 23. e4 fxe4 24. Dxe4 Dg5+

Og hrókurinn fellur. Eftirleikurinn er auđveldur ţar sem engin hćtta steđjar ađ svarta kónginum.

25. Kh1 Dxd2 26. Dxh7+ Kf7 27. Dg6+ Ke7+ 28. Dxg7+ Hf7 29. Dd4 Df4 30. Dxf4 Hxf4 31. f3 Hd4 32. Be4 Hd2 33. Hg1 Hc3

– og Vaganian gafst upp. 

Anand, Aronjan og Vachier-Lagrave efstir í St. Louis

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er enn međ í baráttunni um efsta sćtiđ á Sinquefield-mótinu í St. Louis ţrátt fyrir slysalegt tap úr vćnlegri stöđu gegn Frakkanum Vachier-Lagrave í 4. umferđ. Á ţađ hefur veriđ bent ađ hann hefur ekki unniđ mót međ venjulegum umhugsunartíma eftir titilvörn sína í New York í fyrra. Honum hefur hins vegar gengiđ alveg glimrandi vel í hrađskák- og atskákmótum. Athygli vekur ađ Indverjinn Anand er efstur ásamt Frakkanum og Aronjan en stađan ţegar tvćr umferđir eru eftir: 1.-3. Anand, Aronjan og Vachier Lagrave 4˝ v. (af 7) 4. Magnús Carlsen 4 v. 5.-6. Karjakin og Caruana 3˝ v. 7. Svidler 3 v. 8.-10. Nakamura, So og Nepomniachtchi 2˝ v.

Á mánudaginn hefst á ţessum sama stađ mót, hluti af Grand chess tour , ţar sem tefldar eru at-skákir og hrađskákir. Garrí Kasparov verđur međal keppenda.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband