Leita í fréttum mbl.is

Björgvin Víglundsson Öđlingameistari og Íslandsmeistari 50 ára og eldri

IMG_9236

Björgvin Víglundsson er Skákmeistari öđlinga 2017 sem og Íslandsmeistari skákmanna 50 ára eldri en Skákmóti öđlinga lauk síđastliđiđ föstudagskvöld í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni. Í spennandi lokaumferđ sigrađi Björgvin Ţór Valtýsson og lauk leik međ 6 vinninga af sjö mögulegum, jafnmarga vinninga og Fide-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson sem lagđi Siguringa Sigurjónsson. Hlýtur Björgvin efsta sćtiđ ađ loknum stigaútreikningi (tiebreaks). Ţorvarđur Fannar Ólafsson kom ţriđji í mark međ 5,5 vinning. Ađ ţessu sinni var mótiđ aukinheldur Íslandsmót skákmanna 50 ára og eldri og varđ Björgvin jafnframt efstur í ţeim hópi og hlýtur ţví Íslandsmeistaratitilinn.

Öđlingamótiđ hefur veriđ haldiđ sleitulaust síđan 1992 og var vel skipađ í ár, hiđ fjölmennasta síđan 2011, en ţátt tóku 36 keppendur. Ríflega fjórđungur keppenda hafđi meira en 2000 Elo-stig og ríflega helmingur meira en 1900 Elo-stig. Úr varđ hiđ skemmtilegasta mót ţar sem úrslit réđust ekki fyrr en ađ lokinni síđustu umferđ sem ađ ţessu sinni fór fram á föstudagskvöldi vegna ţéttleika í mótahaldi.

Viđ upphaf móts var ljóst ađ baráttan myndi standa á milli stigahćstu manna og spurning hvort einhver hefđi rođ viđ Fide-meistaranum Ingvari Ţór (2377) sem var langstigahćstur keppenda. Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, er illviđráđanleg ţegar hún er í gírnum en hún var nćststigahćst keppenda (2210). Ţorvarđur, sem er tvöfaldur Öđlingameistari, var ţriđji í stigaröđinni (2188) og skammt undan var Björgvin (2185) sem hefur veriđ ötull viđ skákborđiđ undanfarin misseri. Svo fór ađ baráttan stóđ ađ mestu á milli Björgvins og Ingvars, sem og Siguringa Sigurjónssonar sem hóf mótiđ af miklum krafti en varđ ađ lúta í gras gegn ţeim tveim fyrrnefndu í síđari hluta mótsins. Lenka náđi sér ekki almennilega á flug í mótinu en Ţorvarđur var aldrei langt frá toppbaráttunni og fór taplaus í gegnum mótiđ líkt og Björgvin og Ingvar.

Félagarnir Pétur Jóhannesson og Björgvin Kristbergsson láta sig sjaldan vanta á skákmót. Ţeir háđu harđa og afar spennandi orrustu í Öđlingamótinu.

Björgvin er sannarlega vel ađ báđum titlum kominn og óskum viđ honum til hamingju međ glćsilegan árangur. Öll úrslit ásamt skákum mótsins má nálgast hér ađ neđan (skákirnar einnig á Chess-Results) en ţađ var Dađi Ómarsson sem sló inn skákirnar hratt og örugglega.

Hrađskákmót öđlinga fer fram miđvikudagskvöldiđ 12. apríl og hefst kl. 19.30. Ađ ţví loknu fer fram verđlaunaafhending fyrir bćđi mótin.

Myndskreytt frásögn á heimaasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 8764967

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband