Leita í fréttum mbl.is

Fjórir međ fullt hús á Öđlingamótinu

20170301_194525
Ţeir fjölmörgu ţátttakendur í Skákmóti Öđlinga sem settust ađ tafli í 2.umferđ síđastliđinn miđvikudag fengu kćrkomna upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga sem fram fór um helgina. Hart var glímt í ţessari umferđ en drengilega ţó og báru skákirnar margar hverjar ţess merki. Fjórir skákmenn hafa fullt hús og ber ţar fyrstan ađ nefna aldursforsetann og fyrrum Íslandsmeistarann, já og fyrrum skákmeistara Taflfélags Reykjavíkur, Gunnar Gunnarsson.

Gunnar stýrđi hvíta hernum til fullnađarsigurs gegn Sverri Unnarssyni. Reykjanesundriđ, Siguringi Sigurjónsson, hefur einnig fullt hús vinninga eftir sigurskák gegn Óskari Long Einarssyni. Gamli markmađurinn, Ögmundur Kristinsson, hleypti engum boltum framhjá sér gegn Kjartani Ingvarssyni og heldur ţví búrinu enn hreinu eftir fyrstu tvćr umferđirnar. Ţá er gamla brýniđ Ţór Valtýsson einnig međ fullt hús vinninga en hann lagđi Pétur Jóhannesson ađ velli.

Ţađ ţótti nokkrum tíđindum sćta er Magnús Matthíasson vann Gylfa Ţórhallsson međ svörtu mönnunum, en á ţeim munar tćplega 360 skákstigum. Af öđrum úrslitum má nefna jafntefli Inga Tandra Traustasonar og Ţorvarđs Fannars Ólafssonar sem og sigur landsliđseinvaldsins, Ingvars Ţórs Jóhannessonar, gegn Arnaldi Loftssyni.

Í 3.umferđ sem fram fer í kvöld mćtast efstu menn; Ögmundur hefur hvítt gegn Gunnari og Ţór stýrir hvítu mönnunum gegn Siguringa. Sem fyrr verđur heitt á könnunni og fjörugar flćkjur á skákborđunum. Allir velkomnir!

Sjá nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 153
  • Frá upphafi: 8765257

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband