Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Á svona augnablikum rćđst gengi manna

Um miđjan ágúst sl. brast á hiđ svokallađa "demantsafmćli" undirritađs. Í tilefni ţess hófust miklar heitstrengingar um ţátttöku á öflugu skákmóti og ţá var ekki veriđ ađ hugsa um eitt af ţessum túristamótum sem nú eru haldin út um allar koppagrundir, heldur „djúpu laugina“, „Volga, Volga mikla móđa“. A-flokkur hins endurreista Aeroflot-móts í Moskvu og Gíbraltar-mótiđ eru sterkustu opnu mót ársins. Aeroflot-mótiđ rakst ađ vísu á heimsbikarmót FIDE sem fram fór í Sameinuđu arabísku furstadćmunum en á Cosmos-hóteliđ í Moskvu voru mćttir til leiks margir af sterkustu ungu skákmönnum heims og stigalágmörk sett viđ 2550 elo.

Ađstćđur mínar voru ađrar en flestra; ef undan eru skildar ýmsar flokkakeppnir hef ég ađeins tekiđ ţátt í tveim einstaklingsmótum sl. tíu ár. Ýmsar ađvörunarbjöllur klingdu: ćfingaleysi getur leitt til rangra ákvarđana, ţreytu; sjálfstraust kann ađ hrapa. En hafđi mađur ekki lent í verđlaunasćti á ţessum vettvangi áriđ 2004? Mótiđ var keyrt áfram – enginn frídagur og langar setur reyndu á úthaldiđ eđa ţađ sem Rússarnir kalla taugaorkuna. Lögmál Murphys um ađ allt sem getur fariđ úrskeiđis fari úrskeiđis virtist allsráđandi í fyrstu tveim skákunum: 

Irriturizaga – Helgi

GG710VBHK64. ... Bb8??

"Lćrt úrrćđaleysi," voru svona mistök kölluđ í eina tíđ af gömlum félögum mínum. Ég hafđi tvisvar áđur misst af jafntefli og drýgđi nú ţá höfuđsynd ađ gefa upp alla von. Ţađ blasir viđ ađ eftir 64. ... Bxg3! ţvingar svartur fram jafntefli ţví ađ eftir 65. hxg3 er svartur patt.

Ekki gott vegarnesti ađ tapa ţessari skák sem kostađi gríđarleg orkuútlát og 6 klst. taflmennsku.

„Ţađ er kannski fulldjúpt í árinni tekiđ ađ halda ţví fram ađ ónákvćmni í 18. leik snemma móts geti skipt sköpum en ég hef nú samt á tilfinningunni ađ ţarna hafi ég misst af 1. verđlaunum,“ skrifađi Bent Larsen um glatađ tćkifćri í skák sem hann tefldi viđ Anatolí Karpov í San Antonio í Texas haustiđ 1972. Larsen karlinn talađi oft digurbarkalega en áratuga keppnisreynsla hafđi kennt honum ađ á nákvćmlega svona augnablikum rćđst gengi manna á skákmótum.

Annars stađar í salnum sat hinn frćgi Gata Kamsky međ tapađ tafl gegn Serbanum Indjic:

 

Indjic – Kamsky

GG710VBHOIndic lék nú 59. f5 og eftir 59. ... Kf7 60. f6 Kf8 61. Ke6 Ke8 62. f7+ Kf8 63. Kf6 h6 64. Kg6 h5! varđ hvítur ađ sćttast á skiptan hlut.

"Ađeins sá sem hefur lćrt af mér getur leyst ţessa ţraut," skrifađi persneski skáksnillingurinn As Suli sem fćddur var áriđ 880 um skákdćmi sem hann birti í skákkennslubók sem lá gleymd og grafin í meira en ţúsund ár eđa ţar til elsti núlifandi stórmeistari heims, Júri Averbakh, vakti athygli á henni og dćminu á Ólympíumótinu í Dubai áriđ 1986. "Reitirnir kallast á". Í ţví hugtaki lá lausnin sem Averbakh fann. Andspćni í ýmsum myndun: á ská, ţversum og langsum, er gott íslenskt orđ um ţá tegund leikţvingunar sem Persinn kunni full skil á.

Aftur ađ stöđumyndinni: As Suli hefđi ekki veriđ lengi ađ finna vinninginn: 59. h5 Kf7 60. Kd6 Kf6 61. h6! Kf7 62. Kd7! og vinnur, t.d. 62. ... Kf6 63. Ke8 o.s.frv.

Í B-flokki tefldu Guđmundur Kjartansson, Dagur Ragnarsson og Sigurđur Dađi Sigfússon. Ţeir tveir síđastnefndu bćttu ćtlađan árangur sinn og Guđmundur var á pari. 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. mars 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8764921

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband