Leita í fréttum mbl.is

Dramantískur lokadagur á Íslandsmóti skákfélaga - Bragi međ stórmeistaraáfanga

Lokqdagur Íslandsmóts skákfélaga er einn sá mest spennandi í sögu mótsins. Huginn virtist í afar góđum málum fyrir lokadaginn en forystan var 2 vinningar á Taflfélag Reykjavíkur og félagiđ átti "auđveldari" andstćđinga eftir auk ţess sem ţađ dugđi Hugin ađ vera jafnir ađ vinningum og TR ţar sem sigur vannst í innbyrđis viđureign félaganna í fyrri hlutanum. 

En ţađ breyttist fljótt. Eins og fram kom í frétt í gćr í Skák.is gerđi Huginn ađeins 4-4 jafntefli viđ Skákdeild KR í fyrri umferđ gćrdagsins sem verđa ađ teljast ein allra óvćntustu úrslit í sögu keppninnar og á sama tíma unnu TR-ingar Bolvíkinga 5˝-2˝. Munurinn fyrir lokaumferđina var ţví ađeins hálfur vinningur Hugin í vil 

TR mćtti Skákdeild Fjölnis og Huginn b-sveit TR. Enn virtist ţví stađa Hugins vera töluvert vćnlegri ţví á pappírnum er Fjölnir mun sterkari en b-sveit TR sem var neđst. Engu ađ síđur var TR-sveitin langt ţví ađ vera veik međ Vigni Vatnar og tvíburana Bárđ Örn og Björn Hólm á neđstu borđunum ţremur. Enda reyndust ungu mennirnir seigir og tóku 1˝ vinning. 

Viđ upphaf umferđarinnar kom svo í ljós ađ liđsstjóri Fjölnis, Helgi Árnason, hvíldi sinn sterkasta mann, Héđin Steingrímsson í lokaskákinni gegn TR. Styrkleikamunurinn á milli TR-b og Fjölni ţar međ ađ engu orđin. 

17160627_10155170694017728_382826968_n

Fljótt var samiđ á fyrsta borđi hjá TR og Fjölni en ţar mćttust Bragi Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson. Ţar menn höfđu ţeir félagarnir báđir tryggt sér áfanga. Bragi fékk sinn annan áfanga ađ stórmeistaratitli og vantar ađeins einn til ađ fá titilinn. Davíđ tók sinn annan áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Auk ţess tók norski KR-ingurinn Lasse Lovik sinn lokaáfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. 

Á ýmsu gekk í lokaumferđinni og sveifluđust menn fram og aftur hvort TR eđa Huginn vćri ađ taka titilinn. Til ađ byrja međ leit ţetta afar vel út fyrir TR. Einar Hjalti (Hugin) og Dađi Ómarsson (TR-b) gerđu stutt jafntefli og Vignir Vatnar vann peđ gegn Magnúsi Erni (Hugin) og Helgi Áss Grétarsson (Hugin) náđi ekkert ađ komast áfram gegn Ţorvarđi Fannari (TR-b). Aman Hambledon (TR) virtist líka hafa yfirburđastöđu á móti Degi Ragnarssyni (Fjölni). Björgvin Víglundsson (TR-b) hafđi einnig mjög skemmtilega stöđu gegn Hannesi Hlífari (Hugin). 

En hlutirnir breyttust. Magnús náđi ađ jafna tafliđ og halda jafntefli og Hambleton lék af sér manni og virist samt hafa jafnteflissénsa. Hannes náđi ađ trikka Björgvin og vinna. Ţá gerđist ţađ ađ Björn Hólm (TR-b) snéri á Sigurđ Dađa (Hugin) og TR allt í einu međ mjög vćnlega sigurmöguleika. Stađan hjá Ingvari Ţór (Hugin) og Bárđi Erni (TR), var mjög óljós og tími lítill hjá báđum. Ţetta var orđin eina skákin eftir hjá Hugin og ljóst ađ a.m.k. 3 vinningar myndu falla útbyrđis hjá félaginu. Stóra spurningin var ţví hversu marga vinninga TR-inga myndu missa niđur í lokaskákunum. Töpuđu ţeir ađeins tveimur vinningum yrđi titilinn ţeirra. 

Ţađ voru Rimaskóladrengirnir og Fjölnismennirnir, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson, sem sigldu titlinum í hús fyrir Hugin ţegar ţeir unnu Hambledon og Björn Ţorfinnsson (TR). Oliver vann Björn međ glćsilegri fórn. Auk ţess sem Sigurbjörn Björnsson (Fjölni) tryggđi sér jafntefli gegn Guđmundi Kjartanssyni (TR). Allt í einu var ljóst ađ úrslitin í skák Ingvars og Bárđar Arnar skipti ekki máli ţar sem sveitirnar yrđu jafnar ađ vinningum ţótt Ingvar myndi tapa. Ingvar hélt hins vegar uppá fertugsafmćliđ međ sigri. Huginn vann ţví titilinn međ einum vinningi.

Skákdeild Fjölnis varđ í ţriđja sćti, Víkingklúbburinn í ţví fjórđa og Bolvíkingar í ţví fimmta. 

Fallbaráttan var ţvílíkt hörđ. Ţar áttu KR-ingar stórkostlegan endasprett. Ekki nóg međ jafntefliđ gegn Íslandmeisturunum heldur unnu ţeir Akureyringa í lokaumferđinni og björguđu sér frá falli međ hálfum vinningi. Falliđ varđ Reyknesinga og b-sveitar TR.

Einstaklingsúrslit lokaumferđirnar má nálgast á Chess-Results

Lokastađan:

Clipboard02


Sjá nánar á Chess-Results.

Sveit Íslandsmeistara Hugins í fyrri og seinni hluta skipuđu: Gawain Jones, Robin Van Kampen, Helgi Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Helgi Áss Grétarsson, Einar Hjalti Jensson, Magnús Örn Úlfarsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Sigurđur Dađi Sigfússon, Kristján Guđmundsson og Ţorsteinn Ţorsteinsson. Liđsstjórar voru Ţorsteinn og Jón Ţorvaldsson. 

Hjörvar var bestur Huginsmanna en hann fékk 8 vinninga í 9 skákum. Ingvar hlaut 7˝ vinning.

2. deild

Taflfélag Garđabćjar vann öruggan sigur í 2. deild. B-sveit Skákfélags Akureyrar varđ í öđru sćti. Ţessar sveitir taka sćti TR-b og Reyknesinga í deild ţerra bestu ađ ári. 

Skákfélag Íslands og B-sveit Fjölnis féllu niđur í 3. deild

Lokastađan:

Clipboard03

Nánar á Chess-Results. 

3. deild

Hrókar alls fagnađar fögnuđu sigri í deildinni - unnu allar sínar viđureignir. Skákfélag Selfoss og nágrennis varđ í öđru sćti en ţessar sveitir höfđu mikla yfirburđi. Ţćr taka sćti í 2. deild ađ ári. Skákfélag Siglufjarđar varđ í ţriđja sćti. 

Ungmennasamband Borgarfjarđar og b-sveitir Taflfélags Garđabćjar og KR féllu niđur í fjórđu deild.

Lokastađan:

Clipboard04

Nánar á Chess-Results.  


4. deild

B-sveit Víkingaklúbbsins hafđi mikla yfirburđi í 4. deild. Skákfélag Sauđárkróks og Taflfélag Vestmannaeyja urđu í 2.-3. sćti og fylgja Víkingunum uppí 3. deild. 

Clipboard05

Nánar á Chess-Results.

Myndir vćntanlegar!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband