Leita í fréttum mbl.is
Embla

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017

IMG_6709

Sigurður Daníelsson er Janúarmótsmeistari Hugins 2017 eftir að hafa unnið Rúnar Ísleifsson í úrslitakeppni Janúarmótsins sem fór fram 11. febrúar. Sigurður og Rúnar tefldu tvær einvígisskákir um fyrsta sætið á mótinu og hafði Sigurður betur í þeim báðum. Tómas Veigar Sigurðarson, sem vann Hermann Aðalsteinsson 2-0, varð í 3. sæti.

Smári Sigurðsson og Hjörleifur Halldórsson tefldu um 5. sætið á mótinu og gerðu þeir jafntefli í báðum skákunum, en Smári hafði betur í hraðskákeingvígi 1,5-0,5

Hjörtur Steinbergsson vann Sigurbjörn Ásmundsson 2-0 og hreppti Hjörtur því 7. sætið.

Ármann Olgeirsson og Sighvatur Karlsson kepptu um 9. sætið og fór einvígið 1-1. Þeir tefldu því tvær hraðskákir um endalegt sæti og fór sú viðureign einnig 1-1. Þá tefldu þeir armageddosn skák og þá hefði Ármann betur.

Ævar Ákason og Piotr Wypior tefldu um 11. sætið og hafði Ævar þar betur 2-0. Ævar og Piotr tóku ekki þátt í riðlakeppninni heldur var þeim bætt við inn í úrslitakeppnina á neðsta borð.

Lokastaðan:

 1. Sigurður Daníelsson
 2. Rúnar Ísleifsson
 3. Tómas Veigar Sigurðarson
 4. Hermann Aðalsteinsson
 5. Smári Sigurðsson
 6. Hjörleifur Halldórsson
 7. Hjörtur Steinbergsson
 8. Sigurbjörn Ásmundsson
 9. Ármann Olgeirsson
 10. Sighvatur Karlsson
 11. Ævar Ákason
 12. Piotr Wypior

Úrslitakeppnin á chess-results.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.6.): 63
 • Sl. sólarhring: 903
 • Sl. viku: 5121
 • Frá upphafi: 8224058

Annað

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 3270
 • Gestir í dag: 44
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband