Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Nafntogađir kappar á Nóa Síríus-mótinu

GPK10OI4FNóa Síríus-mótiđ fer fram í tveim riđlum ţar sem teflt er einu sinni í viku. Ţetta er ađ öllum líkindum best skipađa innlenda mótiđ af ţessu tagi sem fariđ hefur fram hér á landi. Í fyrstu umferđ vakti athygli ađ Dađi Ómarsson vann Jón L. Árnason og Mikael Jóhann Karlsson vann Sigurbjörn Björnsson. Ţá var Guđmundur Kjartansson hćtt kominn gegn Jóni Hálfdánarsyni en vann ađ lokum. En úrslit voru samt mikiđ eftir bókinni.

Einn helsti kostur ţess móts er sá ađ fjölmargir ungir ţátttakendur fá tćkifćri til ađ tefla viđ ţrautreynda skákmenn; fimm stórmeistarar eru međal keppenda. Friđrik Ólafsson sest ađ tafli á ţriđjudagskvöldiđ og mćtir ţá hinum unga Oliver Aron Jóhannessyni. 

Leikur ársins 2016

Hiđ virta hollenska skáktímarit New in Chess hefur nokkrum sinnum valiđ „Leik ársins“ og einvalaliđ ţess komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ sá leikur ársins 2016 hefđi komiđ fyrir í skák í Evrópukeppni taflfélaga sem haldin var í Novi Sad í Serbíu sl. haust. Einn besti skákmađur heims, Armeninn Levon Aronjan, var fórnarlambiđ. Stađan kom upp eftir 27. leik hvíts: 

Levon Aronjan – Richard Rapport

Tsjígorin-vörn

1. d4 d5 2. c4 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 Rxd5 5. Rf3 e5 6. dxe5 Bb4 7. Bd2 Rxc3 8. bxc3 Ba5 9. e3 O-O 10. Da4 Bb6 11. Df4 De7 12. h4 f6 13. exf6 Hxf6 14. Dc4+ Kh8 15. Bd3 Bf5 16. Bxf5 Hxf5 17. Rg5 Re5 18. De4 Dd7 19. O-O He8 20. Dc2 h6 21. Re4 Hh5 22. Rg3 Hxh4 23. Had1 Hf8 24. Bc1 Dg4 25. Hd5 Dg5 26. De2 c6 27. Hd4

GNK10OFHPHvítur reynir ađ stugga viđ hinum herskáa hrók á h4 og myndi glađur samţykkja 27. ... Bxd4 28. exd4 og hvítur er međ unniđ tafl. En Ungverjinn hafđi séđ ţetta fyrir og lék... 

27. ... Hh1+! 28. Kxh1

28. Rxh1 er svarađ međ 28. ... Rf3+! og svartur vinnur drottninguna.

28. ... Bxd4 29. f3

Ekki 29. exd4 Dh4+ 30. Kg1 Rg4 og vinnur.

29. ... Bb6 30. Re4 Dh5 31. Kg1 Bc7 32. Kf2 Dh2 33. Ke1 Hd8

Ferđalag kóngsins er misráđiđ en hvíta stađan var erfiđ. Nú er svartur kominn međ unniđ tafl.

34. Bd2 Rd3+ 35. Kd1 De5 36. g4 Db5 37. Dg2 Rb2+ 38. Kc2 Rc4 39. Bc1 Hd5 40. g5 Ra5 41. Bd2 Dd3+

- og hvítur gafst upp, 43. Kc1 er svarađ međ 43. .... Hb5. 

Magnús Carlsen teflir í Wijk aan Zee

Um helgina hefst hin árlega skákhátíđ í Wijk aan Zee í Hollandi, en ţar tefla nokkur hundruđ manns í fjölmörgum flokkum. Eins og jafnan áđur beinist athyglin fyrst og fremst ađ a-riđli mótins, en ţar er heimsmeistarinn og sigurvegarinn frá ţví í fyrra, Magnús Carlsen, stigahćstur. Ađrir keppendur í stigaröđ eru Wesley So, Sergei Karjakin, Levon Aronjan, Anish Giri, Jan Nepomniachtchi, Pentala Harikrishna, Pavel Eljanov, Radoslav Wojtaszek, Dmitry Andreikin, Yi Wei, Richard Rapport, Loek Van Wely, Baskaran Adhiban.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. janúar 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband