Leita í fréttum mbl.is

Ţröstur Ţórhallsson Íslandsmeistari í atskák 2016 eftir ćsispennandi keppni

ATSKÁKMÓT ÍSLANDS 2016- VETTTVANGSMYNDIR - ESE-005Atskákmót Skákklúbbs Icelandair, sem einnig var Íslandsmót í atskák í samvinnu viđ SÍ, var haldiđ í skemmtilegum húsakynnum Whales of Iceland á öđrum degi jóla.

74 keppendur mćttu til leiks ţrátt fyrir annríki sem fylgir jólum og fáir frídagar ţetta áriđ og eiga ţátttakendur ţakkir skiliđ fyrir ţátttöku sína í mótinu. 

Keppnin um Íslandsmeistaratitilinn var geysihörđ enda voru ţrír sem enduđu međ 7,5 vinning og áttu ţeir allir möguleika á ađ vinna fyrir síđustu umferđina.

Ađ lokum fór ţađ svo ađ Ţröstur Ţórhallsson varđ Íslandsmeistari eftir stigareikning. Í öđru sćti varđ alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson og í ţví ţriđja Jóhann Hjartarson stórmeistari.

Eins og línuritiđ sýnir var keppnin hnífjöfn. Ţröstur var sá eini sem leiddi einn mótiđ á einhverjum tímapunkti og ţađ í tvígang, eftir 4. og 6. umferđ.

Clipboard01 

Mikiđ var um óvćnt úrslit en Bárđur Örn Birkisson 1.807 vann stórmeistarann Helga Ólafsson 2.543 sem og alţjóđlega meistarann Braga Ţorfinnsson 2.454, Jón Steinn 1.689 vann Lenku 2.288, og Páll Agnar 2.161 vann Jóhann Hjartarson 2.535 stórmeistara, Adam Omarson 1.099 vann Dag Kjartansson 1.737.

Óvćntustu úrslitin voru ţegar Aron Ţór Mai 1.458  sigrađi Lenku 2.288. 

Verđlaun: 

Veitt voru peningaverđlaun fyrir Íslandsmótiđ sjálft sem SÍ gaf. 

Verđlaunin fyrir efstu ţrjú sćtin í mótinu voru:

100.000 kr.

50.000 kr.

25.000 kr.

Verđlaununum var ţó skipt eftir Hort-kerfi ţar sem ađ ţrír voru efstir međ jafnmarga vinninga. Skiptingin var eftirfarandi:

  1. Ţröstur Ţórhallsson 79.167 kr.
  2. Björn Ţorfinnsson 54.167 kr.
  3. Jóhann Hjartarson 41.667 kr.

Önnur verđlaun 

Flokkaverđlaun

Í verđlaun fyrir flesta vinninga í sínum flokki fengu eftirtaldir gjafabréf fyrir tvo til eins af áfangastöđum Icelandair í Evrópu:

  • 2300-yfir  -     Ţröstur Ţórhallsson 7,5v af 9.
  • 2000-2299  -   Magnús Örn Úlfarsson 6,5v af 9.
  • 1700-1999 -    Björn Hólm Birkisson 6,5v af 9.
  • 0-1699      –    David Kolka  5v af 9.

Óvćntasti sigur samkvćmt stigamun

Í verđlaun fyrir óvćntasta sigur samkvćmt stigamun fékk Aron Ţór Mai 40.000 króna inneign hjá Flugfélagi Íslands. Hann sigrađi Lenka WGM glćsilega en á ţeim munar hvorki meira né minna 830 stigum. 

Bestur árangur miđađ viđ eigin stig

Í verđlaun fyrir besta árangur miđađ viđ eigin stig fékk Alexander Oliver Mai gjafabréf í hvalaskođun hjá Eldingu fyrir tvo fullorđna og tvö börn. Hann var međ frammistöđu upp á 2.011 stig en sjálfur er hann međ 1.477 stig. 

Efsti unglingurinn fćddur 2001 eđa síđar

Í verđlaun fyrir efsta unglinginn fćddan 2001 eđa síđar fékk Vignir Vatnar Stefánsson 40.000 króna inneign hjá Flugfélagi Íslands. Hann fékk 5 vinninga. 

Útdráttarverđlaun

  • Magnús Magnússon fékk ţátttökugjaldiđ sitt til baka eđa 3.000 kr.
  • Bárđur Örn Birkisson fékk 10.000 vildarpunkta frá Saga Club Icelandair 

Mótiđ ţótti takast međ ágćtum og voru menn ánćgđir međ nýjan og óhefđbundinn keppnisstađ. Ţađ er virkilega gaman ađ fara út fyrir rammann ţó ţví fylgi óneitanlega aukin vinna viđ útfćrslu mótsstađar og flutning búnađar. 

Ađ lokum vil ég ţakka sérstaklega Whales of Iceland fyrir ađstöđuna og ađstođina í tengslum viđ mótiđ og Omari Salama fyrir sín störf sem skákstjóra, enda skákstjóri í heimsklassa, sem og ađstođina viđ undirbúning og frágang mótsins. 

Einnig vil ég ţakka Gunnari Björnssyni, Birni Ívari Karlssyni og Stefáni Bergssyni, Andra Áss Grétarssyni og mínum betri helming Maríu Björk Gunnarsdóttur fyrir hjálpina auk ţeim sem gáfu verđlaunin ţ.e. Icelandair, Flugfélagi Íslands, Hvalaskođunarfyrirtćkinu Eldingu

Óskar Long Einarsson,

Formađur Skákklúbbs Icelandair.

ATSKÁKMÓT ÍSLANDS 2016- VETTTVANGSMYNDIR - ESE


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 199
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband