Leita í fréttum mbl.is

Omar Salama kom, sá og sigrađi á Hrađskákmóti TR

Ţeir 38 galvösku skákmenn sem mćttu í Faxafeniđ til ţess ađ tefla á Hrađskákmóti TR létu varnađarorđ fjölmiđla um allmikiđ hvassviđri ekki stöđva sig. Ţađ var handagangur í öskjunni í öllum umferđunum ellefu ţví nýju tímamörkin, 3+2, reyndust mörgum erfiđ viđureignar. Hrađinn var mikill og darrađardansinn sem stiginn var í tímahrakinu var hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Ţó einhverjum ţćttu tímamörkin of knöpp ţá voru flestir sammála um ađ ţađ sé skákinni til heilla er sigur vinnst á taflborđinu, en ekki á klukkunni. Ađ ţví leyti er viđbótartími í skák af hinu góđa.

Omar Salama mćtti til leiks grár fyrir járnum og knésetti hvern andstćđinginn á fćtur öđrum í upphafi móts. Einn mikilvćgasti sigur Omars kom í 5.umferđ er hann vann sinn helsta keppinaut, Dag Ragnarsson. Ţađ var ekki fyrr en í 6.umferđ sem Omar varđ ađ játa sig sigrađan í fyrsta skipti, gegn Dađa Ómarssyni. Í nćstu umferđ tapađi Omar aftur, ţá gegn Erni Leó Jóhannssyni. Dagur hrifsađi ţá til sín efsta sćtiđ međ agađri taflmennsku, ţví líkt og alkunna er ţá tekur einn Dagur annars björg burt. En enginn Dagur er til enda tryggđur og nýjasti FIDE meistari okkar Íslendinga og nýkrýndur skákmeistari TR, Vignir Vatnar Stefánsson, skellti Degi í 10.umferđ. Omar fćrđi sér ţađ í nyt, náđi Degi ađ vinningum, og ađ lokum sátu ţeir jafnir á toppnum međ 9 vinninga. Stigaútreikningur setti Omar í efsta sćti, en Dagur varđ ađ sćtta sig viđ 2.sćtiđ. Í 3.sćti varđ Dađi Ómarsson međ 8 vinninga.

Omar Salama er ţví Hrađskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur áriđ 2016.

Ađ loknu hrađskákmóti fór fram verđlaunaafhending fyrir Haustmót TR. Ţađ var glatt á hjalla í félagsheimilinu er verđlaunin voru afhent og brugđu nokkrir verđlaunahafar á leik svo úr varđ hin ágćtasta skemmtun.

Ţó svo hraustlega vćri tekist á viđ taflborđin ţá var andrúmsloftiđ í skáksalnum einstaklega létt og skemmtilegt, og kvöldstundin eftir ţví góđ. Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum keppendum fyrir ţátttökuna og vonast eftir ađ sjá alla sem fyrst aftur á einhverjum af ţeim fjölmörgu skákviđburđum sem framundan eru í Faxafeninu.

Nánari upplýsingar um mótiđ má nálgast á chess-results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 244
  • Frá upphafi: 8764933

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband