Leita í fréttum mbl.is

Huginn hrađskákmeistari taflfélaga

IMG_2940Úrslit Íslandsmóts skákfélaga í hrađskák sl. laugardag. Skákfélagiđ Huginn varđi Íslandsmeistaratitil sinn međ ţví ađ sigra Taflfélag Reykjavíkur í hörkuskemmtilegri viđureign međ 39 vinningum gegn 33. Lokatalan segir ekki alla söguna um baráttuna ţví ađ Huginn sigrađi í 6 umferđum, TR í 5 og ađeins einni umferđ lauk međ jafntefli.

Flesta vinninga Huginsmanna hlutu Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Stefansson, 10 vinninga af 12 mögulegum, en nćstur kom Helgi Grétarsson međ 6,5 af 12. Hlutskarpastir TR-inga voru Gudmundur Kjartansson og Arnar Gunnarsson međ 7 vinninga af 12 hvor, en strax ţar á eftir komu Jón Viktor Gunnarsson og Bjorn Thorfinnsson međ 6,5 af 12.

Heildarúrslit má nálgast á Chess-Results.

Leikmönnum beggja liđa er ţökkuđ vaskleg og drengilega framganga. Teflt var í vistlegum húsakynnum Kaffi Sólon enda viđ hćfi ađ slegiđ sé viđeigandi umgjörđ um svo skemmtilegan menningarviđburđ og verđur ţar vonandi framhald á.

Athygli vakti ađ viđ upphaf viđureignarinnar lögđu talsmenn TR og Hugins,Kjartan Maack og Jón Ţorvaldsson, báđir áherslu á ţá miklu möguleika sem fćlust í framtíđarsamstarfi ţessara tveggja stćrstu skákfélaga landsins og hvatti Kjartan viđstadda til ađ leggja fram hugmyndir sem vinna mćtti úr. Spennandi verđur ađ sjá hvernig til tekst um ţetta samstarf en víst er ađ vel fer á ţví ađ starfa saman og reyna međ sér í bróđerni.

Skákstjórar voru Vigfús Ó. Vigfússon og Kjartan Maack. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765507

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband