Leita í fréttum mbl.is

Ólympíuskákmót á Stofunni í kvöld

Kvennalandsliđ Íslands međ landsliđseinvaldinum. Hallgerđur Helga, Björn Ívar, Guđlaug, Hrund, Lenka og Verónika. Ţau tefla öll á Stofumóti Hróksins.

Hrókurinn heldur Ólympíumótiđ í skák á Stofunni, Vesturgötu 3, á fimmtudagskvöldiđ kl. 20 og međal keppenda verđa margir af sterkustu skákmönnum landsins. Mótiđ er haldiđ í tilefni af ţví ađ 42. Ólympíumótiđ í Bakú fer fram í september og ţar tefla karla- og kvennasveitir Íslands. 

Íslandsmeistarinn 2016, Jóhann Hjartarson, teflir á Ólympíumótinu á Stofunni -- og í Bakú. 

Međal keppenda á Stofunni verđa stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Lenka Ptacnikova, Hannes Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson. Kvennalandsliđiđ mćtir í heild en ţađ skipa, auk Lenku, ţćr Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Verónika Steinunn Magnúsdóttir.

Hannes H. Stefánsson fer fyrir íslenska liđinu í Bakú og verđur međ á Hróksmótinu. Hér ásamt Birnu Norđdahl á Reykhólum sl. laugardag.

Af öđrum meisturum sem skráđir eru til leiks má nefna landsliđsmanninn Braga Ţorfinnsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Björn Ívar Karlsson og Elvar Guđmundsson. Alls munu 32 skákmenn leika listir sínar á Stofunni og er ţetta eitt alsterkasta hrađskákmót ársins.

Stofan er helsta skákkaffihús Reykjavíkur.

Skáklífiđ hefur blómstrađ á Stofunni undanfarin misseri og ţer eru reglulega haldin stórmót. Áhorfendur eru velkomnir og er tilbođ á veitingum í tilefni af mótinu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8764921

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband