Leita í fréttum mbl.is

Hrađskákkeppnin; Öruggur sigur SA gegn Fjölni

Fjölnir - SA

Hrađskákkeppni taflfélaga er nýfarin af stađ og margar viđureignir í ţessari viku. Í gćrkveldi mćttust Fjölnir og SA. Ţetta er í ţriđja sinn á síđustu fjórum árum sem ţessi tvö félög mćtast í keppninni. Mikill vinarbragur er međal liđsmanna enda margir helstu skákmenn beggja félaga teflt saman í unglingalandsliđum Íslands undanfarin ár. Ţá hafa tveir liđsmenn SA tekiđ virkan ţátt í skákstarfi Fjölnis í gegnum störf sín fyrir Skákakademíu Reykjavíkur og m.a. margoft kennt í skákbúđum félagsins. En enginn er annars bróđir í leik eins og ţar stendur. Skákfélagsmenn nokkrir hverjir höfđu hist fyrir leikinn og horft á KA-menn leika gegn Kefvíkingum í Inkasso-deildinni. KA menn eiga góđar minningar frá Keflavík en áriđ 1989 hampađi liđiđ sínum fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli eftir sigur á heimamönnum í lokaumferđinni. Vigreifir af ţeim hughrifum héldu Skákfélagsmenn í Rimaskóla ţar sem teflt var viđ afar góđar ađstćđur á kaffistofu skólans. Liđsstjórarnir ţeir Stefán Bergsson SA og Helgi Árnason Fjölni voru ansi hvumsa ţegar tölur fóru ađ berast frá fyrstu umferđ. Eftir ađ yfirfara úrslit á öllum borđum varđ niđurstađan ljós; 0-6 fyrir SA! Og áfram héldu ţessi undur í nćstu umferđ: 1-5!! Ţegar fjórum umferđum var lokiđ var stađan orđin 19.5 - 4.5 fyrir SA. Ansi ótrúlegar tölur miđađ viđ ađ liđin eru nokkuđ jöfn á pappírunum ţó svo breidd SA sé líkast til ögn meiri. Í umferđum 5-12 jöfnuđust leikar; umferđirnar fóru alltaf 3 - 3 eđa 3.5 - 2.5 fyrir öđru hvoru liđinu. Fjölnismenn náđu sumsé ađ bíta vel frá sér og höfđu seinni hálfleikinn 19-17.

Bestir í liđi SA voru Halldór Brynjar Halldórsson og Björn Ívar Karlsson sem báđir fengu níu vinninga af tólf mögulegum. Björn var taplaus fram í tólftu umferđ ţegar hann tapađi fyrir Sigurbirni Björnssyni. Sigurbjörn stóđ sig best heimamanna međ sjö vinninga af tólf. Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson fengu báđir sex vinninga af tólf.

Einstaklingsúrslit SA:

Björn Ívar Karlsson 9v/12

Rúnar Sigurpálsson 5v/12

Halldór Brynjar Halldórsson 9v/12

Jón Kristinn Ţorgeirsson 6v/9

Símon Ţórhallsson 5.5v/9

Mikael Jóhann Karlsson 6v/11 (vann fimm fyrstu!)

Arnar Ţorsteinsson 1.5v/3

Óskar Long Einarsson 0v/3

Stefán Bergsson 1v/1

 

Einstaklingsúrslit Fjölnis

Sigurbjörn Björnsson 7v/12

Tómas Björnsson 3.5v/10

Dagur Ragnarsson 6v/12

Oliver Aron Jóhannesson 6v/12

Jón Trausti Harđarson 3v/10

Erlingur Ţorsteinsson 1.5v/7

Jón Árni Halldórsson 0.5v/5

Hörđur Aron Hauksson 1.5v/4

Heildarúrslit:

SA 43 - Fjölnir 29

Ljóst er af ţessum úrslitum ađ Skákfélagsmenn eru til alls líklegir í nćstu umferđ keppninnar. Hafđi ţriđja borđs mađur félagsins Halldór Brynjar ţađ eftir sér ađ hann vildi helst mćta Skákgenginu í nćstu umferđ en Skákgengismenn fengu sitt skákuppeldi innan Skákfélagsins á níunda og tíunda áratug síđustu aldar. Óskorađur leiđtogi ţeirra hann Páll Ţórsson var einmitt á keppnisstađ í gćr og hvatti fyrrum félaga sína í SA óspart áfram. Félagsmenn SA og Skákgengis munu allmargir mćta á Sigufjörđ um ađra helgi til ađ taka ţátt í Skákţingi Norđlendinga. Eru allir skákmenn hvattir til ţátttöku á ţví rómađa móti sem haldiđ hefur veriđ í marga áratugi.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 229
  • Frá upphafi: 8766298

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband