Leita í fréttum mbl.is

Bárđur Örn Unglingameistari og Esther Lind Stúlknameistari Reykjavíkur

Kolka og tvibbar
Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 21. febrúar. Mótiđ var opiđ fyrir börn á grunnskólaaldri.

Ţrenn verđlaun voru veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu, ţrenn verđlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverđlaun í hvorum flokki fyrir sig (fćdd 2000-2001, 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007 og 2008 og síđar). Ţau sem eru búsett í Reykjavík eđa eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2016 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2016. Tefldar voru 7 umferđir međ 15 mín. umhugsunartíma á skák í hvorum flokki fyrir sig. Mótiđ var reiknađ til atskákstiga.

Ţátttakendur voru 52 og var mótiđ vel skipađ. Mörg af efnilegustu börnum og unglingum landsins voru međ á mótinu.

Í opnum flokki komu brćđurnir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir hnífjafnir í mark međ 6,5 vinning. Stigaútreikningur sýndi ađ Bárđur Örn var hćrri á stigum og ţví hlaut hann 1. sćtiđ og er Unglingameistari Reykjavíkur 2016. Björn Hólm hreppti silfriđ, en síđan komu sex drengir međ 5 vinninga, ţeir Dawid Kolka, Ţorsteinn Magnússon, Aron Ţór Mai, Mykhaylo Kravchuk, Kristján Dagur Jónsson og Bjarki Kjartansson. Stig réđu einnig úrslitum hér og varđ Dawid Kolka í 3. sćti.

Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Í Stúlknameistaramótinu tóku 10 stelpur ţátt. Esther Lind Valdimarsdóttir kom ţar, sá og sigrađi međ fullu húsi! Esther Lind byrjađi ađ sćkja stúlknaćfingar í Taflfélagi Reykjavíkur í haust og hefur einnig reglulega sótt skákćfingar í Salaskóla. Hún er ţví Stúlknameistari Reykjavíkur 2016. Í 2. sćti varđ Freyja Birkisdóttir međ 5,5 v. og í 3. sćti varđ Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir međ 5 vinninga. Ţess má geta ađ fjórar af ţeim tíu stelpum sem tóku ţátt eru fćddar 2008, ţannig ađ ţćr eiga framtíđina fyrir sér!

Báđir titlarnir, Unglingameistari Reykjavíkur 2016 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2016 fóru eins og í fyrra til Taflfélags Reykjavíkur.

Skákmótiđ fór mjög vel fram. Aldursbiliđ var eins breitt og hćgt var, alveg frá 6 ára upp í 16 ára! Ţarna voru krakkar ađ stíga sín fyrstu skref í skákmóti og ađrir međ mikla keppnisreynslu. Ţó nokkur fjöldi foreldra og systkina fylgdist međ og skákmótiđ gekk samkvćmt tímaáćtlun og allt međ ró og spekt. Ýmislegt gekk á á reitunum 64 eins og viđ ţekkjum! Allt fer ţetta í reynslubankann góđa – og verđur notađ í nćsta skákmóti! Sjá heildarúrslit í opnum flokki hér og í stúlknaflokki hér. Aldursflokkaverđlaun eru listuđ hér ađ neđan.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţátttakendum og ađstandendum fyrir skemmtilegt skákmót í dag!

Aldursflokkaverđlaun opinn flokkur:

  • U 8: Andri Hrannar Elvarsson
  • U 10: Adam Omarsson
  • U 12: Kristján Dagur Jónsson
  • U 14: Mykhaylo Kravchuk
  • U 16: Bárđur Örn Birkisson

Aldursflokkaverđlaun stúlknaflokkur:

  • U 8: Karen Ólöf Gísladóttir
  • U 10: Freyja Birkisdóttir
  • U 12: Esther Lind Valdimarsdóttir
  • U 14: engin stúlka í ţessum aldurshópi tók ţátt
  • U 16: engin stúlka í ţessum aldurshópi tók ţátt

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru Ţórir Benediktsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á međan mótinu stóđ.

Pistill: Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.

Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 8765178

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband