Leita í fréttum mbl.is

Guđmundur Kjartansson og Snorri Ţór Sigurđsson hlutskarpastir á Nóa Siríus mótinu

Gestamotid_005_loka


Gestamotid_011_lokaNóa Siríus mótinu, gestamóti Hugins og Skákdeildar Breiđabliks 2016, lauk í gćrkvöld. Í A-flokki sigrađi alţjóđlegi meistarinn víđförli, Guđmundur Kjartansson, međ 5 vinninga af 6. Í öđru til ţriđja sćti međ 4,5 vinninga urđu prófessorinn skeleggi, Magnús Örn Úlfarsson, og tćknifrömuđurinn ađ vestan, Halldór Grétar Einarsson, sem bćtti viđ sig 40 elóskákstigum. Ţá er óupptalin uppskera Vignis Vatnars Stefánssonar sem nćldi sér í 41 skákstig.

Guđmundur hafđi hvítt í skák sinni viđ stjörnulögfrćđinginn Halldór Brynjar Halldórsson og kom upp Sikileyjarvörn. Guđmundur náđi öruggri fótfestu á yfirvölduđum reit á d5 og kom sér ţar fyrir eins og púkinn á fjósbitanum, guđrćknum stjörnulögfrćđingnum til sárrar skapraunar. Ţrátt fyrir illt auga Halldórs og öflugar sćringarţulur, kryddađar hörmulegum lagatexta, varđ Guđmundi ekki haggađ. Halldór laut ţví í lćgra haldiđ í ţetta sinn en getur boriđ höfuđiđ hátt eftir góđa frammistöđu á mótinu.

Gestamotid_007_lokaGríđarlegur baráttuandi einkenndi skák Magnúsar Arnar og snarfarans úr Bolungarvík. Guđmundar Gíslasonar. Ţessir atgervismenn til sálar og líkama gerđu allt til knýja fram sigur, höfnuđu jafnteflisleiđum ţótt ţeir vćru í taphćttu og á nippinu. Svo mikil var einbeitingin ađ ţeir brögđuđ hvorki vott né ţurrt ţetta kvöldiđ og stóđu ekki upp frá borđum fyrr en tilneyddir, sársoltnir og međ sinn hálfa vinninginn hvor í rassvasanum.

Í skák Halldórs Grétars og hins grjótharđa Ţorsteins Ţorteinssonar kom upp bogo-indversk vörn. StoneStone, sem gekk ekki heill til viđureignar ţetta kvöld, yfirsást snjall millileikur međ riddara á b4. Halldór nýtti sér ónákvćmnina, ţandi út brjóskassann og fnćsti til framrásar á miđborđinu. Varđ Ţorsteini ađ orđi ađ ţađ mćtti ekki rétta ţessum vestfirska galdramanni litla fingurinn.

Gestamotid_003_lokaÍ fjórđu toppviđureign kvöldsins áttust viđ snillingarnir Björn Ţorfinnsson, alţjóđlegur meistari, og stórmeistarinn Stefán Kristjánsson sem beitti kóng-indverskri vörn. Framan af ţreifuđu ţeir hvor á öđrum eins og japanskir súmó-glímumenn en svo fór ađ Björn náđi ađ loka drottingu Stefáns inni og varp öndinni léttar međ sigurglott á vör. Honum svegldist ţó allhressilega á kaffinu og Nóa-konfektinu ţegar hin svarta hátign hófst skyndilega á loft af sjálfsdáđum eins og fyrir vúdúgaldur og sveif út úr prísundinni. Upptendrađur af kraftaverkinu fćrđist Stefán í aukana og ţjarmađi allógurlega ađ Birni sem varđist ţó fimlega, enda afkomandi margra kappanna í Víđistađabardaga í Skagafirđi, einkum ţó ţeirra sem lifđu bardagann af.

Af óvćntum úrslitum í A-flokki má helst nefna sigur Arnar Leós Jóhannssonar sem lagđi Andra Á. Grétarsson međ svörtu. Örn Leó er á mikilli siglingu ţessar vikurnar, var taplaus í mótinu og hćkkar 45 elóstig.

 

B-flokkur

Gestamotid_001_lokaÍ B-flokki varđ hlutskarpastur prófessorinn og hugleiđslumeistarinn geđţekki, Snorri Ţór Sigurđsson, međ 5 vinninga. Jafn Snorra Ţór en lćgri ađ stigum eftir útreikninga varđ ungstirniđ knáa Dawid Kolka. Snorri Ţór lagđi Dag Andra Friđgeirsson en Dawid gerđi jafntefli viđ Bárđ Örn Birkisson. Snorri Ţór hćkkar um 37 stig fyrir frammistöđuna en Dawid um 38 stig. Báđir unnu sér keppnisrétt í A-flokki ađ ári. Í ţriđju toppviđureign kvöldsins í B-flokki sigrađi Birgir Karl Sigurđsson Jón Eggert Hallsson og náđi fyrir bragđiđ ţriđja sćti í mótinu.

Nokkrir ungir og upprennandi skákmenn bćttu viđ sig heilli hrúgu af alţjóđlegum skákstigum. Ţađ ber hćst Stephan Briem sem hesthúsađi 57 stig, Sindra Snć Kristófersson sem týndi upp 40 stig og Stefán Orra Sigurđsson sem bćtti 38 stigum í safniđ.

Heimasíđa mótsins og myndasafn - skakhuginn.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 8764942

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 171
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband