Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur 2016

Jón Viktor Gunnarsson er skákmeistari Reykjavíkur eftir spennandi lokaumferđ sem fram fór sl. sunnudag. Jón Viktor vann ţá Björn Ţorfinnsson og á sama tíma náđi Stefán Kristjánsson ađ leggja Guđmund Kjartansson og varđ jafn Jóni Viktor ađ vinningum en lćgri á mótsstigum. Ţađ var látiđ ráđa. Dagur Ragnarsson var međ hvítt gegn Guđmundi Gíslasyni í lokaumferđinni og međ sigri hefđi hann náđ titlinum. En Guđmundur, sem kom akandi frá Ísafirđi í flestar umferđirnar, hafđi betur og náđi 3. sćti. Lokaniđurstađan hvađ varđar efstu menn var ţessi:

1. – 2. Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Kristjánsson 7 ˝ v. 3. Guđmundur Gíslason 7 v. 4.-6. Dagur Ragnarsson, Björn Ţorfinnsson og Björgvin Víglundsson 6 ˝ v. 7.-10. Vignir Vatnar Stefánsson, Örn Leó Jóhannsson, Gauti Páll Jónsson og Oliver Aron Jóhannesson 6 v.

Ţetta er í sjöunda sinn sem Jón Viktor verđur skákmeistari Reykjavíkur og var hann vel ađ sigrinum kominn. Frammistađa Stefáns er einnig góđ. Dagur Ragnarsson bćtti sig verulega á ţessu móti ţótt tap í lokaumferđinni hafi veriđ súrt í broti. Af efstu mönnum hćkkađi Vignir Vatnar Stefánsson mest eđa um 86 stig. Ţađ var hinsvegar Hjörtur Kristjánsson sem sló öllum keppendum skákţingsins viđ í ţeim efnum og hćkkađi um 140 elo-stig.

Margir af keppendum ţessa móts halda svo baráttunni áfram á Gestamóti Hugins og Breiđabliks en ţar er Guđmundur Kjartansson efstur međ 3 ˝ vinning eftir fjórar umferđir. 

Magnús Carlsen sigrađi í Wijk aan Zee

Magnús Carlsen bćtti enn einni skrautfjöđrinni í hatt sinn ţegar hann vann A-flokk stórmótsins í Wijk aan Zee um síđustu helgi. Magnús var vinningi fyrir ofan nćstu menn en lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Magnús Carlsen 9 v. (af 13) 2.-3. Caruana og Liren Ding 8 v. 4.-6. Wesley So, Giri og Eljanov 7 v. 7.-8. Wei Yi og Mamedyarov 6 ˝ v. 9. Karjakin 6 v. 10.-11. Navara og Tomashevsky 5 ˝ v. 12.-14. Hou Yifan, Adams og Van Wely 5 v.

Wei Yi - David Navara

Hollensku mótshaldararnir eru greinilega spenntir fyrir uppgangi kínverskra skákmanna og hinn 16 ára gamli Wei Yi var mikiđ í sviđsljósinu međan á mótinu stóđ en var fullvarkár og gerđi ellefu jafntefli. Ađeins einu sinni náđi hinn sókndjarfi stíll hans ađ skína:

WAZ 2016; 9. umferđ:

Wei Yi – David Navara

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. Rbd2 O-O 7. Rc4 Rd7 8. De2 He8 9. Bd2

Ţađ hefur gengiđ erfiđlega ađ tefla gegn Berlínar-afbrigđinu undanfariđ en ţetta er nýstárleg leikađferđ, hvítur vill hrókera langt og hefja síđan peđasókn á kóngsvćngum.

9. ... Bd6 10. h4 c5 11. h5 h6 12. O-O-O Rb8?!

Hćpiđ. Hann hefđi betur reynt ađ verja kónginn međ 12. ... Rf8 og síđan 13. ... Re6.

13. Hdg1 Rc6 14. g4 f6

Upp er komiđ allt ađ ţví gamaldags umsátursástand fyrir framan hervirki svarta kóngsins. Hvítur hefur stillt liđi sínu upp til árásar.

GJVV8P8H15. g5!

Wei Yi brýst í gegn!

15. ... fxg5 16. Rxg5 Rd4 17. Dd1 hxg5 18. Bxg5 Be7 19. Be3!

Dregur biskupinn til baka og hótar 20. h6. Ţó ađ svartur sé manni yfir kemur hann engum vörnum viđ.

19. ... Bf6 20. h6 He7

Eđa 20. ... g5 21. Bxg5! Bxg5+ 22. f4! exf4 23. Dh5! og vinnur.

21. hxg7 Hxg7 22. Dh5 Be6 23. Bh6! Bf7 24. Bxg7 Bxh5 25. Bxf6 Kf8 26. Bxd8 Re2 27. Kb1 Rxg1 28. Bxc7

- og Navara gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. febrúar 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8765561

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband