Leita í fréttum mbl.is

Ćskan og Ellin 2015 Kynslóđabiliđ brúađ!

AeskanOgEllin_2015-49

Í dag fór fram í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur hiđ mikla kynslóđabrúarskákmót, Ćskan og Ellin, sem fór nú fram í tólfta sinn. Mótiđ er samstarfsverkefni Riddarans, skákklúbbs eldri borgara, Taflfélags Reykjavíkur og OLÍS sem jafnframt er stćrsti bakhjarl mótsins. Ađ auki veita mótahaldinu góđan stuđning POINT á Íslandi, Urđur bókaútgáfa Jóns Ţ. Ţórs og Litla Kaffistofan í forsvari Stefáns Ţormars.

Verđlaunasjóđur var glćsilegur; peningaverđlaun,  flugmiđar til Evrópu međ Icelandair, eldsneytisúttektir, verđlaunabikarar- og peningar, skákbćkur og veitingaúttektir.  Međal vinninga var m.a. nýútkomin og glćsileg bók eftir Jón Ţ. Ţór “Meistarar skáksögunnar”.

Mótinu er ćtlađ ađ brúa kynslóđabil skákmanna en ţađ er opiđ skákmönnum 15 ára og yngri sem og 60 ára og eldri en fyrirkomulagiđ skapar sérlega skemmtilega stemningu ţar sem kátínan skín úr andlitum ungra sem roskna. Skák er svo sannarlega fyrir alla og á sér engin aldursmörk. Ţannig var 75 ára aldursmunur á yngsta og elsta keppendanum!

Fimmtíu og fimm vaskir skákmenn voru mćttir til leiks ađ ţessu sinni sem er heldur minn en undanfarin ár og er skýringanna fyrst og fremst ađ leita til ţess ađ nú er vetrarfrí í skólum en einnig eru margir öflugir skákkrakkar á leiđ á heimsmeistaramótiđ í Grikklandi sem án efa hefđu annars tekiđ ţátt.

Hinn magnađi skákfrömuđur Einar S. Einarsson bauđ gesti velkomna og fór yfir sögu mótsins.  Ţví nćst steig stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson í pontu og hélt stutta tölu.  Hjörvar tók margoft ţátt í ţessu móti á sínum yngri árum međ glćstum árangri.  Ađ ţví loknu lék hann fyrsta leiknum í skák Braga Halldórssonar sem margsinnis hefur unniđ mótiđ og Einars S. Einarssonar.

Spennan var mikil strax í byrjun og mörg óvćnt úrslit ţar sem ungir liđsmenn ćskunnar létu hina eldri og reyndari finna vel fyrir kunnáttu sinni viđ skákborđiđ.  Mátti oft ráđa í úrslit skáka úr fjarlćgđ ţegar ţeir stuttu tóku á sprett frá skákborđinu til skákstjóra brosandi út ađ eyrum til ađ tilkynna úrslit.

Ţađ voru ţó fulltrúar ellinnar sem tóku snemma forystu á mótinu.  Sćvar Bjarnason og Júlíus Friđjónsson virtust í einkar góđu formi og sigruđu alla andstćđinga sína í fyrstu fjórum umferđunum.  Ţeir mćttust svo í mikilli rimmu í fimmtu umferđ og lauk henni međ ţrátefli.  Reyndist ţađ eina skákin sem Sćvar vann ekki og hann kom í mark langefstur međ 8 1/2 vinning af níu mögulegum.  Júlíusi fatađist hins vegar flugiđ í lok móts, sem gaf tveimur skákmönnum möguleika á ađ skjótast upp fyrir hann.  Ţór Valtýsson átti góđan endasprett og kom annar í mark međ 7 vinninga.  Sama má segja um Guđfinn Kjartansson sem var annar fyrir lokaumferđina en beiđ ţá lćgri hlut fyrir Sćvari.  Vaskleg framganga hans dugđi ţó í ţriđja sćtiđ međ 6 

Annars lagiđ gerđu fulltrúar ćskunnar atlögu ađ ellinni og brutu sér leiđ upp á pallinn.  Var ţeim ţó ýtt ţađan jafnharđan.  Fengu ţeir ţó ţar dýrmćta reynslu og nasasjón af ţví hve kalt getur veriđ á toppnum.  Halldór Atli Kristjánsson stoppađi ţar tvćr umferđir eftir ađ hafa náđ frćknu jafntefli viđ Ţór Valtýsson og Aron Ţór Mai fékk gulliđ tćkifćri í lokaumferđinni til enda í einu af toppsćtunum er hann mćtti Júlíusi í lokaumferđinni en tapađi í hörkuskák.

Verđlaun voru veitt í fjölmörgum flokkum í lokin, auk ţess sem sumir voru heppnari en ađrir í skemmtilegu vinningahappadrćtti.

Í flokki elstu skákmannanna; +80 ára varđ hlutskarpastur Gunnar Gunnarsson međ 6 vinninga, annar varđ Sigurđur Kristjánsson  međ 5 1/2 vinning líkt og Björn Víkingur Ţórđarson sem varđ ţriđji á stigum.

Í flokki +70 fengu verđlaun Jóhann Örn Sigurjónsson (6 1/2),  Gísli Gunnlaugsson (6) og Eiríkur Viggósson (6)

Í flokki +60 voru ţađ Júlíus Friđjónsson (6 1/2), Sigurjón Sigurbjörnsson (6) og Bragi Halldórsson (6) sem krćktu sér í glćsilega vinninga.

Ćskan fékk einnig fjölmörg verđlaun, en ţar var keppt í ţremur aldursflokkum, 9 ára og yngri 10-12 ára og 13-15 ára.  Einnig voru veitt stúlknaverđlaun og sérstök verđlaun til yngsta keppandans.

Í flokki 9 ára og yngri var baráttan hnífjöfn og spennandi allan tímann.  Ţrír strákar komu ţar hnífjafnir í mark međ 4 vinninga og ţurfti ađ grípa til stigaútreiknings.  Ţar var Gabríel Sćr Bjarnţórsson hlutskarpastur og hlaut í verđlaun međal annars flug međ Icelandair til eins af áfangastöđum félagsins í evrópu.  Annar á stigum varđ Alexander Björnsson sjónarmun á undan Benedikt Ţórissyni sem varđ ţriđji.

Í flokki 10-12 ára var baráttan ekki síđur hörđ.  Ţar komu jafnir í mark međ fimm vinninga ţeir Halldór Atli Kristjánsson, Mikhaylo Kravchuk og Sverrir Hákonarson.  Halldór tók fyrsta sćtiđ á stigum, Misha varđ annar og Sverrir ţriđji.  Hlutu ţeir allir vegleg verđlaun og er Halldór flugmiđa međ Icelandair ríkari eftir glćsta frammistöđu.

Í flokki 13-15 ára sigrađi Aron Ţór Mai međ 5 1/2 vinning líkt og Nansý Davíđsdóttir og Jóhann Arnar Finnsson en hćrri á stigum.  Nansý tók annađ sćtiđ og Jóhann bronsiđ.  Líkt og í hinum ćskuflokkunum mun Aron Ţór fljúga á vit ćvintýranna međ Icelandair.

Nansý vann stúlknaverđlaunin, og Bjartur Ţórisson sem einungis er 6 ára hlaut viđurkenningu sem yngsti keppandinn.  Hann stóđ sig frábćrlega, hlaut 3 vinninga og lagđi  ađ velli t.a.m. engann annan en Pétur Jóhannesson í hörkuskák.  Elsti keppandi mótsins var einnig leystur út međ verđlaunum en ţađ var ađ ţessu sinni Björn Víkingur Ţórđarson.

Pétur var ţó einn af ţeim fjölmörgu og heppnu keppendum sem dregnir voru út í mótslok í vinningahappdrćtti mótsins. Međal annarra sem dregnir voru út voru Friđgeir Hólm, Alexander Mai og Óskar Hákonarson.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíđu TR.

Lokastađan á Chess-Results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8765561

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband