Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Vert ađ gefa ţessum unga manni gćtur

Jokko - meistariBragi Ţorfinnsson er efstur í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur ţegar tefldar hafa veriđ fjórar umferđir. Bragi hefur hlotiđ 3˝ vinning en á hćla hans kemur Oliver Aron Jóhannesson međ 3 vinninga. Tíu skákmenn tefla í efsta flokki en Bragi og Oliver munu mćtast í lokaumferđinni.

Haustmótiđ hefur um áratuga skeiđ veriđ eitt helsta skákmótiđ hér innanlands og er gjarnan nefnt í sömu andrá og Skákţing Reykjavíkur og Skákţing Íslands. Margir ungir og efnilegir skákmenn öđlast ţarna mikilsverđa reynslu en ađ ţessu sinni er teflt fjórum flokkum. Í B-riđli hefur Guđlaug Ţorsteinsdóttir örugga forystu en hún hefur unniđ allar skákir sínar fjórar talsins. Guđlaug verđur í kvennaliđi Íslands sem teflir á Evrópumóti landsliđa í nćsta mánuđi. Í C-flokki leiđir Gauti Páll Jónsson međ 3 vinninga af ţrem mögulegum og í opna flokknum er efstur Oliver Alexander Mai međ 3˝ vinning af fjórum mögulegum.

Meistaramót Hugins var heldur fyrr á ferđinni en Haustmót TR og ţar sigrađi Einar Hjalti Jensson eftir harđa keppni viđ Davíđ Kjartansson, hlaut 6˝ vinning af sjö möguleghum. Davíđ kom nćstur međ 6 vinninga. Bárđur Örn Birkisson og Birkir Karl Sigurđsson komu nćstir međ 5 vinninga. Alls voru keppendur 34 talsins. 

Glćsilegur sigur Jóns Kristins á Skákţingi Norđlendinga

Skákţing Norđurlands sem fram fór helgina 18.-20. september varđ ekki sú svefnganga vanans sem sumir bjuggust viđ. Er ţá vísađ til ţess ađ gestir tveir „ađ sunnan“ voru langstigahćstu keppendurnir: Guđmundur Kjartansson og Einar Hjalti Jensson. En hinn 16 ára gamli Akureyringur Jón Kristinn Ţorgeirsson gerđi sér lítiđ fyrir og vann ţá báđa! Jón tapađi skák sinni í 1. umferđ en vann allar skákir sínar eftir ţađ og varđ einn efstur á mótinu og hlaut sćmdarheitiđ Skákmeistari Norđlendinga 2015. Ţađ er vert ađ gefa ţessum unga manni gćtur í framtíđinni. Byrjunarleikirnir í skáknni viđ Einari Hjalta í 6. umferđ féllu ţannig: 

Jón Kristinn Ţorgeirsson – Einar Hjalti Jensson

Caro Kann

1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. d4 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rg3 Dc7 7. Bd3 e6 8. 0-0 b6 9. De2 Bb7 10. He1 c5 11. Rg5 Dc6 12. R3e4 a6 13. Bf4 cxd4 

Einar Hjalti hefur ekki veriđ nćgilega á varđbergi í Caro-Kann vörninni og nú féll sprengjan:

GNKUMTJU14. Rxf7! Kxf7 15. Rd6+!

Einari hafđi ekki tekiđ ţennan leik međ í reikninginn, 15. Rg5+ mátti svara međ 15.... Kg8.

15.... Dxd6

15.... Ke7 leiđir til máts: 16. Dxe6+ Kd8 17. Rf7+ Kc8 18. De8+! Rxe8 19. Hxe8 mát.

16. Bxd6

Eftir ađ drottning féll átti Jón Kristinn ekki í vandrćđum međ ađ innbyrđa vinninginn. Ţó ađ Einar Hjalti hafi barist vel gafst hann upp eftir 52. leiki. 

Svidler vann fyrstu skákina í úrslitaeinvíginu

Ţegar tveir standa eftir í heimsbikarmóti FIDE í Khanty Manyisk ţarf ekki ađ koma á óvart ađ ţeir sem frammistöđu sinni hafa tryggt sér sćti í áskorendamótinu á nćsta áru skyldu koma frá Rússlandi og Úkraínu: Peter Svidler og Sergei Karjakin eru báđir vanir ţví andrúmslofti sem ríkir á keppnisstađnum í Síberíu. Karjakin vann Pavel Eljanov í undanúrslitum, 3˝ : 2˝ og Svidler lagđi Anish Giri, 1˝ : ˝. Ţeir munu tefla fjórar skákir til úrslita og ţá fyrstu vann Svidler fremur auđveldlega á fimmtudaginn. 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3.október

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 8765258

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband