Leita í fréttum mbl.is

Jón Kristinn fjórfaldur meistari - gerđi betur en alţjóđlegu meistararnir tvisvar!

Jokko - meistari

Skákţingi Norđlendinga, hinu 81. í röđinni lauk í gćr á Akureyri. Mótiđ var jafnframt Haustmót Skákfélags Akureyrar. 20 keppendur mćttu til leiks, ţar af tveir alţjóđlegir meistarar og einn alţjóđlegur dómari.

Ađalskák dagsins í dag var viđureign Símons og Jóns Kristins á efsta borđi. Símon ţurfti ađ vinna til ađ krćkja í titlana tvo sem voru í bođi, en Jóni nćgđi ađ líkindum jafntefli. Sá síđarnefndi fékk heldur ţrengra tafl og átti e.t.v. ađeins í vök ađ verjast; en snöfurleg gagnsókn tryggđi honum betri stöđu og sigurinn. Hafđi Símon ţá hafnađ jafntefli skömmu áđur. Ađrar viđureignir á efstu borđum voru "eftir bókinni" en magnađar skákir engu ađ síđur.

Jón hlaut 6 vinninga, Guđmundur Kjartansson annar međ 5,5 vinninga og Einar Jensson ţriđji međ 5 vinninga. Símon og Sigurđur Arnarson urđu í 4.-5. sćti međ 4,5 vinninga. Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results

Í lokin var svo efnt til hrađskákmóts. Ţar vann Jón Kristinn einnig:

  • 1. Jón Kristinn Ţorgeirsson     10 v. af 11
  • 2. Guđmundur Kjartansson         9,5
  • 3. Einar Hjalti Jensson          8
  • 4. Arnar Ţorsteinsson            7,5
  • 5. Gauti Páll Jónsson og Áskell Örn Kárason 6,5

Jón vann ţví alla titlana fjóra sem hann átti kost á:

Skákmeistari Norđlendinga + Hrađkákmeistari Norđlendinga

Skákmeistari Skákfélags Akureyrar + Hrađkákmeistari Skákfélags Akureyrar.

Glćsilegur árangri hjá pilti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 8765616

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband