Leita í fréttum mbl.is

Flugfélagshátíđ Hróksins: Kćtin allsráđandi í Kulusuk

Tónlistaratriđi

Flugfélagshátíđ Hróksins í Kulusuk lauk á fimmtudag međ trommudansi Anda Kuitse, sem er einn kunnasti listamađur Grćnlands. Kulusuk, sem er nćsta nágrannaţorp Íslands, hefur iđađ af skáklífi og gleđi í vikunni og á miđvikudag tóku öll börnin í grunnskólanum ţátt í meistaramóti í skák.

Gleđi í Grćnlandi

Hátíđin hófst formlega á ţriđjudag međ skákkennslu fyrir börnin í grunnskólanum, sem eru 45 ađ tölu. Ađ ţví loknu var efnt til Ísspor-fjölteflis Róberts Lagerman og Hrafns Jökulssonar, en auk ţeirra var Jóhanna Engilráđ Hrafnsdóttir, 6 ára, međal leiđangursmanna Hróksins ađ ţessu sinni.

Jóhanna Engilráđ lćtur sitt ekki eftir liggja

Meistaramótiđ á miđvikudag var ćsispennandi og bráđskemmtileg. Hin 14 ára gamla Mikilina Maratse fór međ sigur af hólmi, Enos Utuaq hreppti silfriđ en Jootut Maratse og David Siniale urđu jafnir í 3. sćtinu. Öll fengu börnin vinninga og verđlaun, og var gleđin allsráđandi. 

Á hátíđinni hófst dreifing á 300 taflsettum sem Flugfélag Íslands leggur Hróknum til í gjafir handa börnum á Grćnlandi, og 100 til viđbótar sem velunnarar félagsins lögđu til. 

Viđ lok hátíđarinnar lýsti Justine Boassen skólastjóri mikilli ánćgju međ hátíđina og starf Hróksins í Kulusuk, en liđsmenn félagsins hafa margoft komiđ ţar í heimsókn, og voru síđast á ferđinni í febrúar á ţessu ári.

Hróksmenn heimsóttu líka leikskólann í ţorpinu og fćrđu börnunum vandađan prjónafatnađ frá prjónahópi Rauđa krossins í Reykjavík.

Samhliđa skákhátíđinni var efnt til sýningar í skólanum á myndum sem stúlkur í 1. bekk Barnaskólans í Reykjavík teiknuđu fyrir börnin í Kulusuk, sem ţökkuđu fyrir sig međ ţví ađ teikna og lita bráđskemmtilegar myndir sem sýndar verđa í ýmsum skólum á Íslandi á nćstunni. Veitt voru verđlaun fyrir bestu og frumlegustu myndirnar og var dómefnd skipuđ ţeim Friđriku Hjördísi Geirsdóttur og Jóhönnu Engilráđ.

Hróksmenn hafa nú skipulagt fimm leiđangra til Grćnlands á árinu og fleiri eru á döfinni í vetur. Hrókurinn ţakkar öllum sem lögđu liđ viđ hina vel heppnuđu Flugfélagshátíđ í Kulusuk. Međal bakhjarla voru FÍ, HENSON, Ísspor, Hjallastefnan, Penninn, Kjarnafćđi, Einar Ben restaurant og Nói Síríus.

Fleiri myndir má finna á heimasíđu Hróksins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 8765200

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband